90% af hagkerfinu í lagi? Frekar 10% Konráð S. Guðjónsson skrifar 8. apríl 2021 13:30 Kastljósviðtal við Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmann í peningastefnunefnd Seðlabankans, fyrir páska vakti nokkra athygli. Þar sagði Gylfi að „stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi“ og að aðeins væri kreppa í ferðaþjónustu sem í eðlilegu árferði leggur til um 10% af landsframleiðslu. Ummælin vöktu skiljanlega mikla athygli og á síðustu dögum hafa þingmenn vísað í þessa greiningu Gylfa. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ vitnaði í Gylfa og sagði að það væri „kreppa í 10% af hagkerfinu en annars staðar er bara góðæri“. Minna hefur farið fyrir því á hvað gögnum þessar ályktanir byggja. Enda vill svo til að séu gögn greind er í besta falli frjálslegt og í versta falli alvarlega villandi að einfalda stöðu hagkerfisins þannig að svo virðist sem allt sé hér í himnalagi, fyrir utan ferðaþjónustu. Færri störf, minni fjárfesting og minni verðmæti í langflestum atvinnugreinum* Í fyrsta lagi fækkaði störfum í 22 af 25 atvinnugreinum (88%) milli ára við lok síðasta árs sem þýðir að störfum fækkaði almennt um 8% á tímabilinu eða 16 þúsund. Aðeins hefur verið fjölgun hjá hinu opinbera, í veitustarfsemi sem er að nær öllu leyti í eigu hins opinbera og í námugreftri og vinnslu hráefna úr jörðu sem er smávægileg grein hér á landi með 160 störfum. Í öðru lagi dróst atvinnuvegafjárfesting saman í 40 af 46 atvinnugreinum (87%, breiðari flokkun en að framan) á síðasta ári. Heilt yfir þýddi það 9% samdrátt atvinnuvegafjárfestingar milli ára og frá 2017 nemur samdrátturinn 28%. Ekki fæst séð að þetta geti verið staðan þar sem 90% af hagkerfi er í lagi, hvað þá í góðæri. Í þriðja lagi minnkaði verðmætasköpun í yfirgnæfandi fjölda atvinnugreina árið 2020, eða 45 af 58 (78%, enn breiðari flokkun en að framan). Sé tekið tillit til stærðar atvinnugreina má segja að 73% hagkerfisins hafi upplifað samdrátt. Ef við horfum eingöngu á viðskiptahagkerfið og drögum frá greinar hins opinbera eins og heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi var samdráttur í 91% af hagkerfinu. Hlutföllin eru öfug – 10% af hagkerfinu er í góðæri, ekki 90% Það sem er rétt er að stærstur hluti landsmanna finnur lítið fyrir kreppunni í daglegu lífi. Það helgast af því að ríkið hefur ráðist í stórtækar aðgerðir sem hafa sérstaklega nýst heimilum og laun þeirra sem hafa vinnu hafa hækkað myndarlega, um 10% milli ára í janúar. Það er líka rétt að taka fram að þó samdráttur sé í flestum greinum var hann 6% eða minni í um helmingi tilfella. Með framangreindar tölur í huga er þó ekki að sjá að 90% af hagkerfinu sé í lagi heldur að meirihluti hagkerfisins hafi átt magurra ár heldur en 2019, sem þó var nokkuð þungt í skugga falls WOW air. Út frá því er nærtækara er að segja að 10% af hagkerfinu sé í lagi, sérstaklega ef hið opinbera er sett út fyrir sviga. Ekki einungis ferðaþjónusta sem ná þarf vopnum sínum Orð Gylfa voru sett fram í samhengi landamæraopnunar og ferðaþjónustu sem er í raun önnur umræða. Skiljanlegt er að á því séu skiptar skoðanir og það er rétt að landsmenn allir eiga mikið undir því að halda veirunni og samkomutakmörkunum í lágmarki. Aftur á móti eiga landsmenn mismikið undir endurreisn ferðaþjónustunnar. Það breytir samt ekki því að þrátt fyrir að kreppan lendi verst á ferðaþjónustu og tengdum greinum eru hlutföll Gylfa fjarri því að lýsa stöðunni. Ef við horfumst ekki í augu við þann veruleika og allar þessar atvinnugreinar ná ekki vopnum sínum á ný er óumflýjanlegt að kreppan muni bitna illa á okkur öllum en ekki sumum. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. * Öll gögn fengin frá Hagstofu Íslandsi. Störf byggja á skráargögnum, atvinnuvegafjárfesting úr þjóðhagsreikningum og verðmætasköpun úr framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga. Með verðmætasköpun er nánar tiltekið átt við vinnsluvirði sem er lagt til grundvallar mati á framlagi atvinnugreina til landsframleiðslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Kastljósviðtal við Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmann í peningastefnunefnd Seðlabankans, fyrir páska vakti nokkra athygli. Þar sagði Gylfi að „stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi“ og að aðeins væri kreppa í ferðaþjónustu sem í eðlilegu árferði leggur til um 10% af landsframleiðslu. Ummælin vöktu skiljanlega mikla athygli og á síðustu dögum hafa þingmenn vísað í þessa greiningu Gylfa. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ vitnaði í Gylfa og sagði að það væri „kreppa í 10% af hagkerfinu en annars staðar er bara góðæri“. Minna hefur farið fyrir því á hvað gögnum þessar ályktanir byggja. Enda vill svo til að séu gögn greind er í besta falli frjálslegt og í versta falli alvarlega villandi að einfalda stöðu hagkerfisins þannig að svo virðist sem allt sé hér í himnalagi, fyrir utan ferðaþjónustu. Færri störf, minni fjárfesting og minni verðmæti í langflestum atvinnugreinum* Í fyrsta lagi fækkaði störfum í 22 af 25 atvinnugreinum (88%) milli ára við lok síðasta árs sem þýðir að störfum fækkaði almennt um 8% á tímabilinu eða 16 þúsund. Aðeins hefur verið fjölgun hjá hinu opinbera, í veitustarfsemi sem er að nær öllu leyti í eigu hins opinbera og í námugreftri og vinnslu hráefna úr jörðu sem er smávægileg grein hér á landi með 160 störfum. Í öðru lagi dróst atvinnuvegafjárfesting saman í 40 af 46 atvinnugreinum (87%, breiðari flokkun en að framan) á síðasta ári. Heilt yfir þýddi það 9% samdrátt atvinnuvegafjárfestingar milli ára og frá 2017 nemur samdrátturinn 28%. Ekki fæst séð að þetta geti verið staðan þar sem 90% af hagkerfi er í lagi, hvað þá í góðæri. Í þriðja lagi minnkaði verðmætasköpun í yfirgnæfandi fjölda atvinnugreina árið 2020, eða 45 af 58 (78%, enn breiðari flokkun en að framan). Sé tekið tillit til stærðar atvinnugreina má segja að 73% hagkerfisins hafi upplifað samdrátt. Ef við horfum eingöngu á viðskiptahagkerfið og drögum frá greinar hins opinbera eins og heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi var samdráttur í 91% af hagkerfinu. Hlutföllin eru öfug – 10% af hagkerfinu er í góðæri, ekki 90% Það sem er rétt er að stærstur hluti landsmanna finnur lítið fyrir kreppunni í daglegu lífi. Það helgast af því að ríkið hefur ráðist í stórtækar aðgerðir sem hafa sérstaklega nýst heimilum og laun þeirra sem hafa vinnu hafa hækkað myndarlega, um 10% milli ára í janúar. Það er líka rétt að taka fram að þó samdráttur sé í flestum greinum var hann 6% eða minni í um helmingi tilfella. Með framangreindar tölur í huga er þó ekki að sjá að 90% af hagkerfinu sé í lagi heldur að meirihluti hagkerfisins hafi átt magurra ár heldur en 2019, sem þó var nokkuð þungt í skugga falls WOW air. Út frá því er nærtækara er að segja að 10% af hagkerfinu sé í lagi, sérstaklega ef hið opinbera er sett út fyrir sviga. Ekki einungis ferðaþjónusta sem ná þarf vopnum sínum Orð Gylfa voru sett fram í samhengi landamæraopnunar og ferðaþjónustu sem er í raun önnur umræða. Skiljanlegt er að á því séu skiptar skoðanir og það er rétt að landsmenn allir eiga mikið undir því að halda veirunni og samkomutakmörkunum í lágmarki. Aftur á móti eiga landsmenn mismikið undir endurreisn ferðaþjónustunnar. Það breytir samt ekki því að þrátt fyrir að kreppan lendi verst á ferðaþjónustu og tengdum greinum eru hlutföll Gylfa fjarri því að lýsa stöðunni. Ef við horfumst ekki í augu við þann veruleika og allar þessar atvinnugreinar ná ekki vopnum sínum á ný er óumflýjanlegt að kreppan muni bitna illa á okkur öllum en ekki sumum. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. * Öll gögn fengin frá Hagstofu Íslandsi. Störf byggja á skráargögnum, atvinnuvegafjárfesting úr þjóðhagsreikningum og verðmætasköpun úr framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga. Með verðmætasköpun er nánar tiltekið átt við vinnsluvirði sem er lagt til grundvallar mati á framlagi atvinnugreina til landsframleiðslu
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun