Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 07:32 Utah Jazz tapaði sínum fyrsta heimaleik á árinu í nótt. Alex Goodlett/Getty Images Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. Washington Wizards vann óvæntan sigur á toppliði Utah Jazz, 125-121. New York Knicks gerði sér lítið fyrir og lagði meistara Los Angeles Lakers, 111-96. Steph Curry skoraði 53 stig er Golden State Warriors vann Denver Nuggets, 116-107. Þá tapaði Dallas Mavericks fyrir Philadelphia 76ers, 113-95. Óvæntustu úrslit næturinnar og undanfarna vikna í NBA-deildinni voru lokatölur í leik Utah Jazz og Washington Wizards. Hvað þá ef horft til fyrsta leikhluta leiksins þar sem Jazz skoraði 42 stig gegn 33 hjá Wizards. Bradley Beal og Russell Westbrook tókst hins vegar einhvern veginn að lyfta sínum mönnum upp og vinna fjögurra stiga sigur á besta liði deildarinnar um þessar mundir, lokatölur 125-121. Var þetta fyrsta tap Utah á heimavelli í ár. Beal var stigahæstur í liði Washington með 34 stig en Westbrook gerði sér lítið fyrir og gerði þrefalda tvennu. Hann skoraði 25 stig, tók 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hjá Utah fór Donovan Mitchell að venju mikinn en hann skoraði 42 stig, þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 33 stig. Russell Westbrook's 9th triple-double in 10 games leads the @WashWizards to victory!@russwest44: 25 PTS, 14 REB, 14 AST pic.twitter.com/bHvHpiDe9p— NBA (@NBA) April 13, 2021 Meistarar Los Angeles Lakers unnu frábæran sigur á Brooklyn Nets í fyrradag og eftir að hafa fengið einn dag í hvíld mættu þeir New York Knicks sem voru að spila annan daginn í röð. Hvíldin virðist lítið hafa hjálpað Lakers á meðan Knicks voru enn í góðum gír eftir sigur gærdagsins. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en leikmenn Lakers mættu einfaldlega ekki út á völl í þriðja leikhluta og töpuðu örugglega, lokatölur 111-96. Julius Randle, fyrrum leikmaður Lakers, er aðalmaður Knicks í dag og hann átti stórleik. Julius Randle (@J30_RANDLE) goes for 34 PTS, 10 REB in the @nyknicks win! pic.twitter.com/7AtH3QQGnf— NBA (@NBA) April 13, 2021 Randle skoraði 34 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þar á eftir kom Elfrid Payton með 20 stig í liði Knicks. Hjá Lakers var Dennis Schröder stigahæstur með 21 stig. Magnaður þriðji leikhluti lagði grunninn að góðum sigri Golden State á Denver en fyrrnefnda liðið hefur verið í brasi og þarf nauðsynlega á sigrum að halda til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Lokatölur 116-107 Warriors í vil þökk sé mögnuðum leik Steph Curry. Hann skoraði 53 stig í leiknum en næsti maður var Draymond Green með 18 stig. Nikola Jokić daðraði við tvöfalda þrennu í liði Denver en hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Hér má sjá stöðuna í deildinni. Önnur úrslit Orlando Magic 97-120 Memphis Grizzlies 101-90 Chicago Bulls New Orleans Pelicans 117-110 Sacramento Kings Phoenix Suns 126-120 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira
Washington Wizards vann óvæntan sigur á toppliði Utah Jazz, 125-121. New York Knicks gerði sér lítið fyrir og lagði meistara Los Angeles Lakers, 111-96. Steph Curry skoraði 53 stig er Golden State Warriors vann Denver Nuggets, 116-107. Þá tapaði Dallas Mavericks fyrir Philadelphia 76ers, 113-95. Óvæntustu úrslit næturinnar og undanfarna vikna í NBA-deildinni voru lokatölur í leik Utah Jazz og Washington Wizards. Hvað þá ef horft til fyrsta leikhluta leiksins þar sem Jazz skoraði 42 stig gegn 33 hjá Wizards. Bradley Beal og Russell Westbrook tókst hins vegar einhvern veginn að lyfta sínum mönnum upp og vinna fjögurra stiga sigur á besta liði deildarinnar um þessar mundir, lokatölur 125-121. Var þetta fyrsta tap Utah á heimavelli í ár. Beal var stigahæstur í liði Washington með 34 stig en Westbrook gerði sér lítið fyrir og gerði þrefalda tvennu. Hann skoraði 25 stig, tók 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hjá Utah fór Donovan Mitchell að venju mikinn en hann skoraði 42 stig, þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 33 stig. Russell Westbrook's 9th triple-double in 10 games leads the @WashWizards to victory!@russwest44: 25 PTS, 14 REB, 14 AST pic.twitter.com/bHvHpiDe9p— NBA (@NBA) April 13, 2021 Meistarar Los Angeles Lakers unnu frábæran sigur á Brooklyn Nets í fyrradag og eftir að hafa fengið einn dag í hvíld mættu þeir New York Knicks sem voru að spila annan daginn í röð. Hvíldin virðist lítið hafa hjálpað Lakers á meðan Knicks voru enn í góðum gír eftir sigur gærdagsins. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en leikmenn Lakers mættu einfaldlega ekki út á völl í þriðja leikhluta og töpuðu örugglega, lokatölur 111-96. Julius Randle, fyrrum leikmaður Lakers, er aðalmaður Knicks í dag og hann átti stórleik. Julius Randle (@J30_RANDLE) goes for 34 PTS, 10 REB in the @nyknicks win! pic.twitter.com/7AtH3QQGnf— NBA (@NBA) April 13, 2021 Randle skoraði 34 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þar á eftir kom Elfrid Payton með 20 stig í liði Knicks. Hjá Lakers var Dennis Schröder stigahæstur með 21 stig. Magnaður þriðji leikhluti lagði grunninn að góðum sigri Golden State á Denver en fyrrnefnda liðið hefur verið í brasi og þarf nauðsynlega á sigrum að halda til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Lokatölur 116-107 Warriors í vil þökk sé mögnuðum leik Steph Curry. Hann skoraði 53 stig í leiknum en næsti maður var Draymond Green með 18 stig. Nikola Jokić daðraði við tvöfalda þrennu í liði Denver en hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Hér má sjá stöðuna í deildinni. Önnur úrslit Orlando Magic 97-120 Memphis Grizzlies 101-90 Chicago Bulls New Orleans Pelicans 117-110 Sacramento Kings Phoenix Suns 126-120 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira