Körfubolti

Sendu skýr skila­boð fyrir leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Minnesota Timberwolves sendu skýr skilaboð með bolunum sem þeir klæddust í upphitun. Leikmenn Brooklyn Nets gerðu slíkt hið sama.
Leikmenn Minnesota Timberwolves sendu skýr skilaboð með bolunum sem þeir klæddust í upphitun. Leikmenn Brooklyn Nets gerðu slíkt hið sama. @Timberwolves

Leik Brooklyn Nets og Minnesota Timberwolves var frestað um sólahring eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögreglu á sunnudag. Þegar liðin mættust í nótt klæddust leikmenn liðanna stuttermabolum með skýrum skilaboðum.

Daunte Wright, tvítugur drengur, var skotinn til bana af lögreglu í Brooklyn Center, borg sem er staðsett í Minnesota í Bandaríkjunum. Timberwolves, NBA-liðið sem er staðsett í Minnesota, átti að taka á móti Brooklyn Nets á mánudag en leiknum var frestað um sólahring vegna mótmæla sem brutust út í kjölfarið.

Leikurinn fór fram í nótt og klæddust leikmenn beggja liða stuttermabolum með skýrum skilaboðum til lögreglu og þeirra sem völdin hafa í Bandaríkjunum.

„Frelsi og réttlæti fyrir alla,“ stóð á bolunum. Minnesota Timberwolves gáfu út yfirlýsingar á samfélagsmiðlum sínum fyrir leik. Jafnframt var einna mínútu þögn til heiðurs Daunte Wright fyrir leik.

Leiknum lauk með öruggum sigri Nets, lokatölur 127-97.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×