Mögnuð tilfinning að taka flugprófið yfir eldgosi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. apríl 2021 07:31 Birta Óskarsdóttir fékk draumaveður þegar hún flaug yfir eldgosið á Reykjanesskaga í lokaprófinu sínu. „Ég fékk fyrst áhuga á flugi þegar ég var í níunda eða tíunda bekk þegar það kom flugmaður í grunnskólann minn og hélt kynningu um flug,“ segir Birta Óskarsdóttir, nýútskrifaður atvinnuflugmaður. Birta er 21 árs gömul og fór á dögunum í ógleymanlega flugferð yfir eldgosið í Geldingardal. Hún sat þar sjálf í flugstjórnarsætinu og þreytti færnipróf til atvinnuflugmannsskírteinis hjá prófdómara. „Prófdómarinn minn stakk upp á því að hafa það part af prófinu þar sem að ég hafði ekki séð eldgosið áður. Tilfinningin var alveg mögnuð,“ segir Birta í samtali við Vísi. Birta Óskarsdóttir sátt að loknu vel heppnuðu prófi. Birta hafði á þessum tímapunkti lokið öllum bóklegum prófum og verklegu þjálfuninni til atvinnuflugmannsréttinda og átti því einungis færniprófið eftir til að fá skírteinið loksins í hendurnar. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndskeið úr flugvélinni. Klippa: Flugpróf yfir eldgosi Stressandi en spennandi Í frétt á vef skólans kemur fram að þetta hafi síður en svo verið auðvelt verkefni, enda mikil eftirspurn eftir því að fljúga yfir gosstöðvarnar. Einungis átta flugvélar eru leyfðar inn í flugsvæðið á sama tíma og því þurfa flugmennirnir að vera einstaklega vel á varðbergi og halda góðum samskiptum í talstöðinni. Svo þarf auðvitað líka að fylgjast með öðrum flugvélum í kring og fljúga flugvélinni af mikilli nákvæmni. Birta segir að allt þetta hafi gengið einstaklega vel. Birta við lendingu eftir að fljúga yfir gosið. „Ég flaug flugvél í fyrst skiptið þegar ég byrjaði í skólanum árið 2018. Það var smá stressandi en spennandi tilfinning,“ segir Birta. Hún hafði lengi látið sig dreyma um að fá að fljúga flugvél, enda ákvað hún að stefna á einkaflugmanninn strax í grunnskóla. „Það sem heillaði var að fá að fljúga flugvél og ferðast um allan heim, síðan skemmir útsýnið ekki fyrir.“ Birta segir að allt við flugnámið hafi verið skemmtilegt. Lítið að tækifærum í Covid Birta fór í samtvinnaða atvinnuflugnámið í Flugakademíunni í Keili og stóðst hún færniprófið sitt með glæsibrag. „Þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi nám þar sem að við lærum svo mikið á stuttum tíma.“ Það skemmtilegasta fannst henni samt að fá að fljúga flugvélum. „Næst hjá mér er MCC námskeið (multi crew co-operation) og síðan ætla ég að skrá mig í flugkennarann,“ segir Birta um framhaldið. Hún ætlar að halda áfram í námi og samhliða því að vinna og fljúga eins mikið og hún getur. „Heimsfaraldurinn hefur haft veruleg áhrif á námið mitt og seinkað því um ár. Hann hefur einnig haft þau áhrif á að það verður erfitt fyrir mig og aðra flugmenn að fá vinnu.“ Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Skóla - og menntamál Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira
Birta er 21 árs gömul og fór á dögunum í ógleymanlega flugferð yfir eldgosið í Geldingardal. Hún sat þar sjálf í flugstjórnarsætinu og þreytti færnipróf til atvinnuflugmannsskírteinis hjá prófdómara. „Prófdómarinn minn stakk upp á því að hafa það part af prófinu þar sem að ég hafði ekki séð eldgosið áður. Tilfinningin var alveg mögnuð,“ segir Birta í samtali við Vísi. Birta Óskarsdóttir sátt að loknu vel heppnuðu prófi. Birta hafði á þessum tímapunkti lokið öllum bóklegum prófum og verklegu þjálfuninni til atvinnuflugmannsréttinda og átti því einungis færniprófið eftir til að fá skírteinið loksins í hendurnar. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndskeið úr flugvélinni. Klippa: Flugpróf yfir eldgosi Stressandi en spennandi Í frétt á vef skólans kemur fram að þetta hafi síður en svo verið auðvelt verkefni, enda mikil eftirspurn eftir því að fljúga yfir gosstöðvarnar. Einungis átta flugvélar eru leyfðar inn í flugsvæðið á sama tíma og því þurfa flugmennirnir að vera einstaklega vel á varðbergi og halda góðum samskiptum í talstöðinni. Svo þarf auðvitað líka að fylgjast með öðrum flugvélum í kring og fljúga flugvélinni af mikilli nákvæmni. Birta segir að allt þetta hafi gengið einstaklega vel. Birta við lendingu eftir að fljúga yfir gosið. „Ég flaug flugvél í fyrst skiptið þegar ég byrjaði í skólanum árið 2018. Það var smá stressandi en spennandi tilfinning,“ segir Birta. Hún hafði lengi látið sig dreyma um að fá að fljúga flugvél, enda ákvað hún að stefna á einkaflugmanninn strax í grunnskóla. „Það sem heillaði var að fá að fljúga flugvél og ferðast um allan heim, síðan skemmir útsýnið ekki fyrir.“ Birta segir að allt við flugnámið hafi verið skemmtilegt. Lítið að tækifærum í Covid Birta fór í samtvinnaða atvinnuflugnámið í Flugakademíunni í Keili og stóðst hún færniprófið sitt með glæsibrag. „Þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi nám þar sem að við lærum svo mikið á stuttum tíma.“ Það skemmtilegasta fannst henni samt að fá að fljúga flugvélum. „Næst hjá mér er MCC námskeið (multi crew co-operation) og síðan ætla ég að skrá mig í flugkennarann,“ segir Birta um framhaldið. Hún ætlar að halda áfram í námi og samhliða því að vinna og fljúga eins mikið og hún getur. „Heimsfaraldurinn hefur haft veruleg áhrif á námið mitt og seinkað því um ár. Hann hefur einnig haft þau áhrif á að það verður erfitt fyrir mig og aðra flugmenn að fá vinnu.“
Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Skóla - og menntamál Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira