Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2021 09:45 John Kerry, sérstakur erindreki Bandaríkjanna varðandi loftslagsmál. AP/Sendiráð Bandaríkjanna í Suður-Kóreu Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. John Kerry, sérstakur erindreki Bandaríkjanna varðandi veðurfarsbreytingar hefur fundað stíft með Xie Zhenhua, erindreka Kína, í Sjanghaí undanfarna viku, í aðdraganda fjarráðstefnu Hvíta hússins um loftslagsmál sem haldin verður í næstu viku. Niðurstaða funda Kerry og Xie er að Bandaríkin og Kína stefna að því að tækla veðurfarsbreytingar í sameiningu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að báðir aðilar telji nauðsynlegt að takast á við vandamálið af þeim alvarleika og ákafa sem það krefst. AP fréttaveitan hefur eftir Kerry, sem ræddi við blaðamenn í Suður-Kóreu í morgun, að yfirlýsing hans og Xie sé stóryrt, enda sé tilefni til. Hann hafi hins vegar fyrir löngu síðan lært að leggja meiri áherslu á gjörðir en orð. Hér má sjá viðtal Sky News við Kerry frá því í morgun. Kína losar mestan koltvísýring út í andrúmsloftið en Bandaríkin fylgja þeim fast á hæla. Samkvæmt AP fréttaveitunni losa ríkin tvö um helming þeirra gróðurhúsalofttegunda sem eru að hita andrúmsloft jarðarinnar. Samstarf ríkjanna á þessu sviði þykir gífurlega mikilvægt fyrir baráttuna gegn veðurfarsbreytingum en samband þeirra hefur beðið töluverða hnekki á undanförnum árum sem rekja má meðal annars til tilkalls Kínverja til Taívans og Suður-Kínahafs, viðskiptadeilna og mannréttindabrota. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur boðið fjörutíu þjóðarleiðtogum og þar á meðal Xi Jinping, forseta Kína, á fjarráðstefnu um veðurfarsbreytingar í vikunni. Þar stendur til að ræða og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Le Yucheng, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, gaf í skyn á föstudaginn að Kína myndi ekki samþykkja að draga úr losun á ráðstefnunni. Sagði hann að slíkt myndi reynast 1,4 milljarða manna þjóð erfitt og kröfur í garð Kína væru óraunhæfar. Bandaríkin Kína Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
John Kerry, sérstakur erindreki Bandaríkjanna varðandi veðurfarsbreytingar hefur fundað stíft með Xie Zhenhua, erindreka Kína, í Sjanghaí undanfarna viku, í aðdraganda fjarráðstefnu Hvíta hússins um loftslagsmál sem haldin verður í næstu viku. Niðurstaða funda Kerry og Xie er að Bandaríkin og Kína stefna að því að tækla veðurfarsbreytingar í sameiningu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að báðir aðilar telji nauðsynlegt að takast á við vandamálið af þeim alvarleika og ákafa sem það krefst. AP fréttaveitan hefur eftir Kerry, sem ræddi við blaðamenn í Suður-Kóreu í morgun, að yfirlýsing hans og Xie sé stóryrt, enda sé tilefni til. Hann hafi hins vegar fyrir löngu síðan lært að leggja meiri áherslu á gjörðir en orð. Hér má sjá viðtal Sky News við Kerry frá því í morgun. Kína losar mestan koltvísýring út í andrúmsloftið en Bandaríkin fylgja þeim fast á hæla. Samkvæmt AP fréttaveitunni losa ríkin tvö um helming þeirra gróðurhúsalofttegunda sem eru að hita andrúmsloft jarðarinnar. Samstarf ríkjanna á þessu sviði þykir gífurlega mikilvægt fyrir baráttuna gegn veðurfarsbreytingum en samband þeirra hefur beðið töluverða hnekki á undanförnum árum sem rekja má meðal annars til tilkalls Kínverja til Taívans og Suður-Kínahafs, viðskiptadeilna og mannréttindabrota. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur boðið fjörutíu þjóðarleiðtogum og þar á meðal Xi Jinping, forseta Kína, á fjarráðstefnu um veðurfarsbreytingar í vikunni. Þar stendur til að ræða og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Le Yucheng, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, gaf í skyn á föstudaginn að Kína myndi ekki samþykkja að draga úr losun á ráðstefnunni. Sagði hann að slíkt myndi reynast 1,4 milljarða manna þjóð erfitt og kröfur í garð Kína væru óraunhæfar.
Bandaríkin Kína Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira