Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frettir-hadegis_1080x720
vísir

Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að um bakslag sé að ræða. Ekki séu öll kurl komin til grafar og býst hann við að þeim fjölgi sem þurfa í sóttkví. Við ræðum við Víði og stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Tékkar vísuðu í gær fjölda rússneskra erindreka úr landi og saka Rússa um að hafa komið að stærðarinnar sprengingu í vopnageymslu árið 2014. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum. 

Þá tökum við stöðuna á faraldri herpesveiru í Evrópu, sem dregið hefur íslenska hesta í Þýskalandi til dauða, og athugum með farfuglana sem nú streyma til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×