Fær Gylfi óvænt tækifæri í Meistaradeildinni vegna stofnunar ofurdeildarinnar? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Everton í 2-2 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á föstudaginn. epa/Clive Brunskill Ef ensku félögunum sem eru stofnmeðlimir nýju ofurdeildarinnar verður sparkað út úr Meistaradeildinni gætu Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fengið tækifæri í keppninni á næsta tímabili. Rætt hefur verið um að Knattspyrnusamband Evrópu muni meina félögunum sem tóku þátt í að stofna ofurdeildina að taka þátt í Meistaradeildinni og jafnvel í deildakeppni sinna landa. Sex ensk félög eru á meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar: Manchester United, Liverpool, Manchester City, Tottenham, Arsenal og Chelsea. Ef þessum félögum verður sparkað út úr Meistaradeildinni fá Leicester City, West Ham United, Everton og Leeds United sæti Englands í keppninni á næsta tímabili. Þetta eru liðin í sætum þrjú, fjögur, átta og tíu í ensku úrvalsdeildinni. Þetta myndi þýða að Gylfi fengi sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeildinni á ferlinum. Everton komst síðast í Meistaradeildina tímabilið 2005-06 en mistókst þá að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Leeds myndi spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn frá því um aldamótin og West Ham í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester lék í fyrsta og eina sinn í Meistaradeildinni tímabilið 2016-17 og komst þá í átta liða úrslit keppninnar. So next season then:#UCL Leicester, West Ham, Everton, Leeds Atalanta, Napoli, Lazio, Roma Sevilla, Villarreal, Betis, Sociedad#UEL Aston Villa, Wolves, Crystal Palace Sassuolo, Verona, Sampdoria Granada, Levante, Celta Vigo— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) April 18, 2021 Atalanta, Napoli, Lazio og Roma yrðu fulltrúar Ítalíu í Meistaradeildinni ef Inter, AC Milan og Juventus verður sparkað úr keppninni og Sevilla, Villarreal, Real Betis og Real Sociedad tækju sæti Spánar. Real Madrid, Barcelona og Atlético Madrid eru meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar. Stærstu félögin í Þýskalandi og Frakklandi, Bayern München og Paris Saint-Germain, tóku ekki þátt í að stofna ofurdeildina og eru ekki í þeim hópi, allavega eins og sakir standa. Ofurdeildin á að vera skipuð tuttugu liðum, þar af fimmtán liðum sem eru með fastan þátttökurétt í keppninni. Ofurdeildin Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Rætt hefur verið um að Knattspyrnusamband Evrópu muni meina félögunum sem tóku þátt í að stofna ofurdeildina að taka þátt í Meistaradeildinni og jafnvel í deildakeppni sinna landa. Sex ensk félög eru á meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar: Manchester United, Liverpool, Manchester City, Tottenham, Arsenal og Chelsea. Ef þessum félögum verður sparkað út úr Meistaradeildinni fá Leicester City, West Ham United, Everton og Leeds United sæti Englands í keppninni á næsta tímabili. Þetta eru liðin í sætum þrjú, fjögur, átta og tíu í ensku úrvalsdeildinni. Þetta myndi þýða að Gylfi fengi sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeildinni á ferlinum. Everton komst síðast í Meistaradeildina tímabilið 2005-06 en mistókst þá að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Leeds myndi spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn frá því um aldamótin og West Ham í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester lék í fyrsta og eina sinn í Meistaradeildinni tímabilið 2016-17 og komst þá í átta liða úrslit keppninnar. So next season then:#UCL Leicester, West Ham, Everton, Leeds Atalanta, Napoli, Lazio, Roma Sevilla, Villarreal, Betis, Sociedad#UEL Aston Villa, Wolves, Crystal Palace Sassuolo, Verona, Sampdoria Granada, Levante, Celta Vigo— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) April 18, 2021 Atalanta, Napoli, Lazio og Roma yrðu fulltrúar Ítalíu í Meistaradeildinni ef Inter, AC Milan og Juventus verður sparkað úr keppninni og Sevilla, Villarreal, Real Betis og Real Sociedad tækju sæti Spánar. Real Madrid, Barcelona og Atlético Madrid eru meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar. Stærstu félögin í Þýskalandi og Frakklandi, Bayern München og Paris Saint-Germain, tóku ekki þátt í að stofna ofurdeildina og eru ekki í þeim hópi, allavega eins og sakir standa. Ofurdeildin á að vera skipuð tuttugu liðum, þar af fimmtán liðum sem eru með fastan þátttökurétt í keppninni.
Ofurdeildin Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira