Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Eiður Þór Árnason skrifar 20. apríl 2021 12:24 Ekki hafa verið færri ríki með hvítum lit á korti Blaðamanna án landamæra frá árinu 2013. Skjáskot Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. Alls eiga 180 ríki sæti á listanum sem er gefinn út árlega og situr Ísland nálægt Eistlandi, Kanada og Austurríki. Hin Norðurlöndin skipa fjögur efstu sætin líkt og undanfarin ár og trónir Noregur á toppnum. Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland fellur niður listann en það var í 10. sæti árið 2017. Norður-Kórea vermir nú botninn ásamt Túrkmenistan og Kína. Bandaríkin falla niður um eitt sæti og er nú í 44. sæti en á lokaári Donalds Trump í Hvíta húsinu var skráður metfjöldi árása á blaðamenn þar í landi. Vísa sérstaklega til herferðar Samherja Í umfjöllun samtakanna um Ísland er meðal annars minnst á herferð Samherja gegn blaða- og fréttamönnum sem hafa fjallað um starfsemi útgerðar- og sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Þá er þess getið að erfitt rekstrarumhverfi haldi áfram að vera eitt helsta vandamál íslenskra fjölmiðla. Síðustu ár hafa samtökin sömuleiðis sagt að versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla sé ein ástæða fyrir því að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað. Að sögn Blaðamanna án landamæra er aðgengi fólks að fjölmiðlum nú takmarkað með einum eða öðrum hætti í 73% af þeim 180 löndum á listanum. Í samantekt samtakanna segir að merki séu um verulega afturför þegar kemur að aðgengi að upplýsingum og tilraunum til að tálma fréttaumfjöllun. Þar á meðal hafi stjórnvöld reynt að nýta kórónaveirufaraldurinn til að réttlæta aðgerðir sem hefta upplýsingaöflun blaða- og fréttamanna og koma í veg fyrir fréttaöflun á vettvangi. Gjalda samtökin varhug við að yfirvöld muni freista þess að halda slíkum takmörkunum til streitu eftir að faraldrinum lýkur. Vantraust á fjölmiðlum á uppleið Að sögn Blaðamanna án landamæra er víða sífellt erfiðara fyrir blaða- og fréttamenn að kafa ofan í og greina frá viðkvæmum málum, einkum í Asíu, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Með fjölmiðlafrelsislistanum er birt kort þar sem litur ríkis segir til um stöðu fjölmiðlafrelsis þar í landi. Aldrei hafa verið færri hvít ríki á kortinu frá árinu 2013 en það merkir að ástandið þar sé gott eða hagstætt fyrir blaða- og fréttamenn. Þá lýsa samtökin yfir áhyggjum sínum af því að vantraust til blaða- og fréttamanna færist víða í aukanna á sama tíma og upplýsingaóreiða og upplýsingafölsun eykst. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Alls eiga 180 ríki sæti á listanum sem er gefinn út árlega og situr Ísland nálægt Eistlandi, Kanada og Austurríki. Hin Norðurlöndin skipa fjögur efstu sætin líkt og undanfarin ár og trónir Noregur á toppnum. Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland fellur niður listann en það var í 10. sæti árið 2017. Norður-Kórea vermir nú botninn ásamt Túrkmenistan og Kína. Bandaríkin falla niður um eitt sæti og er nú í 44. sæti en á lokaári Donalds Trump í Hvíta húsinu var skráður metfjöldi árása á blaðamenn þar í landi. Vísa sérstaklega til herferðar Samherja Í umfjöllun samtakanna um Ísland er meðal annars minnst á herferð Samherja gegn blaða- og fréttamönnum sem hafa fjallað um starfsemi útgerðar- og sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Þá er þess getið að erfitt rekstrarumhverfi haldi áfram að vera eitt helsta vandamál íslenskra fjölmiðla. Síðustu ár hafa samtökin sömuleiðis sagt að versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla sé ein ástæða fyrir því að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað. Að sögn Blaðamanna án landamæra er aðgengi fólks að fjölmiðlum nú takmarkað með einum eða öðrum hætti í 73% af þeim 180 löndum á listanum. Í samantekt samtakanna segir að merki séu um verulega afturför þegar kemur að aðgengi að upplýsingum og tilraunum til að tálma fréttaumfjöllun. Þar á meðal hafi stjórnvöld reynt að nýta kórónaveirufaraldurinn til að réttlæta aðgerðir sem hefta upplýsingaöflun blaða- og fréttamanna og koma í veg fyrir fréttaöflun á vettvangi. Gjalda samtökin varhug við að yfirvöld muni freista þess að halda slíkum takmörkunum til streitu eftir að faraldrinum lýkur. Vantraust á fjölmiðlum á uppleið Að sögn Blaðamanna án landamæra er víða sífellt erfiðara fyrir blaða- og fréttamenn að kafa ofan í og greina frá viðkvæmum málum, einkum í Asíu, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Með fjölmiðlafrelsislistanum er birt kort þar sem litur ríkis segir til um stöðu fjölmiðlafrelsis þar í landi. Aldrei hafa verið færri hvít ríki á kortinu frá árinu 2013 en það merkir að ástandið þar sé gott eða hagstætt fyrir blaða- og fréttamenn. Þá lýsa samtökin yfir áhyggjum sínum af því að vantraust til blaða- og fréttamanna færist víða í aukanna á sama tíma og upplýsingaóreiða og upplýsingafölsun eykst.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11
Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00