Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Eiður Þór Árnason skrifar 20. apríl 2021 12:24 Ekki hafa verið færri ríki með hvítum lit á korti Blaðamanna án landamæra frá árinu 2013. Skjáskot Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. Alls eiga 180 ríki sæti á listanum sem er gefinn út árlega og situr Ísland nálægt Eistlandi, Kanada og Austurríki. Hin Norðurlöndin skipa fjögur efstu sætin líkt og undanfarin ár og trónir Noregur á toppnum. Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland fellur niður listann en það var í 10. sæti árið 2017. Norður-Kórea vermir nú botninn ásamt Túrkmenistan og Kína. Bandaríkin falla niður um eitt sæti og er nú í 44. sæti en á lokaári Donalds Trump í Hvíta húsinu var skráður metfjöldi árása á blaðamenn þar í landi. Vísa sérstaklega til herferðar Samherja Í umfjöllun samtakanna um Ísland er meðal annars minnst á herferð Samherja gegn blaða- og fréttamönnum sem hafa fjallað um starfsemi útgerðar- og sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Þá er þess getið að erfitt rekstrarumhverfi haldi áfram að vera eitt helsta vandamál íslenskra fjölmiðla. Síðustu ár hafa samtökin sömuleiðis sagt að versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla sé ein ástæða fyrir því að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað. Að sögn Blaðamanna án landamæra er aðgengi fólks að fjölmiðlum nú takmarkað með einum eða öðrum hætti í 73% af þeim 180 löndum á listanum. Í samantekt samtakanna segir að merki séu um verulega afturför þegar kemur að aðgengi að upplýsingum og tilraunum til að tálma fréttaumfjöllun. Þar á meðal hafi stjórnvöld reynt að nýta kórónaveirufaraldurinn til að réttlæta aðgerðir sem hefta upplýsingaöflun blaða- og fréttamanna og koma í veg fyrir fréttaöflun á vettvangi. Gjalda samtökin varhug við að yfirvöld muni freista þess að halda slíkum takmörkunum til streitu eftir að faraldrinum lýkur. Vantraust á fjölmiðlum á uppleið Að sögn Blaðamanna án landamæra er víða sífellt erfiðara fyrir blaða- og fréttamenn að kafa ofan í og greina frá viðkvæmum málum, einkum í Asíu, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Með fjölmiðlafrelsislistanum er birt kort þar sem litur ríkis segir til um stöðu fjölmiðlafrelsis þar í landi. Aldrei hafa verið færri hvít ríki á kortinu frá árinu 2013 en það merkir að ástandið þar sé gott eða hagstætt fyrir blaða- og fréttamenn. Þá lýsa samtökin yfir áhyggjum sínum af því að vantraust til blaða- og fréttamanna færist víða í aukanna á sama tíma og upplýsingaóreiða og upplýsingafölsun eykst. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Alls eiga 180 ríki sæti á listanum sem er gefinn út árlega og situr Ísland nálægt Eistlandi, Kanada og Austurríki. Hin Norðurlöndin skipa fjögur efstu sætin líkt og undanfarin ár og trónir Noregur á toppnum. Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland fellur niður listann en það var í 10. sæti árið 2017. Norður-Kórea vermir nú botninn ásamt Túrkmenistan og Kína. Bandaríkin falla niður um eitt sæti og er nú í 44. sæti en á lokaári Donalds Trump í Hvíta húsinu var skráður metfjöldi árása á blaðamenn þar í landi. Vísa sérstaklega til herferðar Samherja Í umfjöllun samtakanna um Ísland er meðal annars minnst á herferð Samherja gegn blaða- og fréttamönnum sem hafa fjallað um starfsemi útgerðar- og sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Þá er þess getið að erfitt rekstrarumhverfi haldi áfram að vera eitt helsta vandamál íslenskra fjölmiðla. Síðustu ár hafa samtökin sömuleiðis sagt að versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla sé ein ástæða fyrir því að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað. Að sögn Blaðamanna án landamæra er aðgengi fólks að fjölmiðlum nú takmarkað með einum eða öðrum hætti í 73% af þeim 180 löndum á listanum. Í samantekt samtakanna segir að merki séu um verulega afturför þegar kemur að aðgengi að upplýsingum og tilraunum til að tálma fréttaumfjöllun. Þar á meðal hafi stjórnvöld reynt að nýta kórónaveirufaraldurinn til að réttlæta aðgerðir sem hefta upplýsingaöflun blaða- og fréttamanna og koma í veg fyrir fréttaöflun á vettvangi. Gjalda samtökin varhug við að yfirvöld muni freista þess að halda slíkum takmörkunum til streitu eftir að faraldrinum lýkur. Vantraust á fjölmiðlum á uppleið Að sögn Blaðamanna án landamæra er víða sífellt erfiðara fyrir blaða- og fréttamenn að kafa ofan í og greina frá viðkvæmum málum, einkum í Asíu, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Með fjölmiðlafrelsislistanum er birt kort þar sem litur ríkis segir til um stöðu fjölmiðlafrelsis þar í landi. Aldrei hafa verið færri hvít ríki á kortinu frá árinu 2013 en það merkir að ástandið þar sé gott eða hagstætt fyrir blaða- og fréttamenn. Þá lýsa samtökin yfir áhyggjum sínum af því að vantraust til blaða- og fréttamanna færist víða í aukanna á sama tíma og upplýsingaóreiða og upplýsingafölsun eykst.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11
Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00