Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 11:23 Víðir og Þórólfur voru á sínum stað á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldurins rétt í þessu. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið yfir í tvo daga og hafa um 2.000 sýni verið tekin en enginn greinst með Covid-19. Þórólfur sagði 75 hafa greinst innanlands síðustu fjóra daga, þar af 58 í sóttkví. Um væri að ræða þrjár hópsýkingar sem komið hefðu upp á síðustu vikum en sú stærsta, sem hefur verið tengd leikskólanum Jörfa, teldi um 60 manns. Sú sýking teygði sig víða, meðal annars í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en hins vegar tengdist smit á Suðurlandi smit í grunnskólum fyrir nokkru, sem ekki hefði tekist að rekja til landamæranna. Þórólfur sagði mörg hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna hópsýkinganna. Þá hefðu umfangsmiklar skimanir verið gerðar í kringum hópsmitin og nokkrir greinst. Vonast til að aðgerðir stjórnvalda skili tilætluðum árangri Sóttvarnalæknir sagði smitrakningu ganga vel almennt og að svo virtist sem hópsmitin væru nokkuð vel afmörkuð. Hins vegar mætti vænta þess að fleiri smit greindust á næstu dögum. Hann sagði þessa næstu daga einmitt myndu skera úr um hvort ráðast þyrfti í harðari aðgerðir. Hann sagði að á þessari stundu teldi hann þess ekki nauðsyn en hann væri reiðubúin til að skila tillögum ef ástandið færi versnandi. Þórólfur ítrekaði mikilvægi þess að forðast hópamyndun á næstunni og huga vel að smitvörnum. Hann kom vék einnig að þeim breytingum sem lagðar hefðu verið fyrir þingið til að tryggja öryggi á landamærunum en benti á að endanleg útgáfa lægi ekki fyrir og þá væri ekki ljóst hvernig málið færi í þinginu. Þórólfur sagðist vonast til að frumvarpið skilaði tilætluðum árangri og sagðist lítast ágætlega á áætlanir stjórnvalda um afléttingar á aðgerðum samhliða auknum bólusetningum. Þróunin næstu vikur og mánuði myndi leiða í ljós hvort þær gengju upp. Hann sagði að árangur myndi aðeins nást með samheldni, árvekni, sóttvörnum og bólusetningum. Undir lok máls síns þakkaði sóttvarnalæknir sérstaklega starfsmönnum heilsugæslunnar og veirufræðideildar Landspítala, sem hann sagði hafa staðið í ströngu. Þá þakkaði hann Íslenskri erfðagreiningu fyrir sitt framlag og starfsmönnum landlæknisembættisins og almannvarnadeildar ríkisslögreglustjóra. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldurins rétt í þessu. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið yfir í tvo daga og hafa um 2.000 sýni verið tekin en enginn greinst með Covid-19. Þórólfur sagði 75 hafa greinst innanlands síðustu fjóra daga, þar af 58 í sóttkví. Um væri að ræða þrjár hópsýkingar sem komið hefðu upp á síðustu vikum en sú stærsta, sem hefur verið tengd leikskólanum Jörfa, teldi um 60 manns. Sú sýking teygði sig víða, meðal annars í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en hins vegar tengdist smit á Suðurlandi smit í grunnskólum fyrir nokkru, sem ekki hefði tekist að rekja til landamæranna. Þórólfur sagði mörg hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna hópsýkinganna. Þá hefðu umfangsmiklar skimanir verið gerðar í kringum hópsmitin og nokkrir greinst. Vonast til að aðgerðir stjórnvalda skili tilætluðum árangri Sóttvarnalæknir sagði smitrakningu ganga vel almennt og að svo virtist sem hópsmitin væru nokkuð vel afmörkuð. Hins vegar mætti vænta þess að fleiri smit greindust á næstu dögum. Hann sagði þessa næstu daga einmitt myndu skera úr um hvort ráðast þyrfti í harðari aðgerðir. Hann sagði að á þessari stundu teldi hann þess ekki nauðsyn en hann væri reiðubúin til að skila tillögum ef ástandið færi versnandi. Þórólfur ítrekaði mikilvægi þess að forðast hópamyndun á næstunni og huga vel að smitvörnum. Hann kom vék einnig að þeim breytingum sem lagðar hefðu verið fyrir þingið til að tryggja öryggi á landamærunum en benti á að endanleg útgáfa lægi ekki fyrir og þá væri ekki ljóst hvernig málið færi í þinginu. Þórólfur sagðist vonast til að frumvarpið skilaði tilætluðum árangri og sagðist lítast ágætlega á áætlanir stjórnvalda um afléttingar á aðgerðum samhliða auknum bólusetningum. Þróunin næstu vikur og mánuði myndi leiða í ljós hvort þær gengju upp. Hann sagði að árangur myndi aðeins nást með samheldni, árvekni, sóttvörnum og bólusetningum. Undir lok máls síns þakkaði sóttvarnalæknir sérstaklega starfsmönnum heilsugæslunnar og veirufræðideildar Landspítala, sem hann sagði hafa staðið í ströngu. Þá þakkaði hann Íslenskri erfðagreiningu fyrir sitt framlag og starfsmönnum landlæknisembættisins og almannvarnadeildar ríkisslögreglustjóra.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira