Ekkert nýtt undir sólinni Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 21. apríl 2021 17:00 Það er skýrt ákall yngri kynslóða að stjórnvöld leggi ríka áherslu á loftslagsmál. Það er sjálfsagt og eðlilegt, við erum að ala upp börnin sem munu þurfa að kljást við vanda af þeirri stærðargráðu sem við í dag sjáum ekkert endanlega fyrir. Stjórnvöld hafa ausið gríðarlegu fjármagni í málaflokkinn en samt virðist ekki alveg skýrt hvort gera eigi meira og setja eigi metnaðarfyllri markmið eða þá hvort talið er að það sem gert sé í dag „dugi til“. Grænir skattar Vinsælt stef vinstri manna virðist vera að leggja á skatta til að breyta hegðun. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Þegar skattar eru settir á til að breyta hegðun fólks þarf að gæta þess hvað skuli gera þegar markmiðinu er náð og hegðun neytenda raunverulega breytist. Þetta þýðir að hið opinbera má ekki lengur gera ráð fyrir tekjunum sem áður komu inn áður en að hækkunin breytti neyslumynstrinu. Ef gert er ráð fyrir því að tekjur grænna skatta eigi að vera til frambúðar getur það leitt til neikvæðrar niðurstöðu þegar búið er að reikna tekjurnar inn til fleiri ára án þess að gera ráð fyrir breyttri hegðun sem leiðir af sér samdrátt í tekjuflokknum. Grænir skattar eru ekki, og mega ekki vera, hrein tekjuöflun ríkisins. Líta skal á græna skatta sem átak í þágu loftslagsmarkmiða. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að tekjur sem fengnar eru úr grænni skattheimtu séu eyrnamerktar að fullu til aðgerða í loftslagsmálum. Það eru þær hins vegar ekki. Kolefnisgjaldið Það kemur reglulega til umræðu að hækka kolefnisgjaldið. Hækkun á kolefnisgjaldi hefur meiri áhrif á lágtekjufólk vegna þess að hlutfall neyslu lágtekjufólks á eldsneyti er hærra en hlutfall annarra. Kolefnisgjaldið hefur meiri áhrif á landsbyggðaríbúa en höfuðborgarbúa. Kolefnisgjaldið hefur áhrif á iðnaði sem berjast nú í bökkum, sér í lagi ferðaþjónustuna. Ég leggst því algjörlega gegn því að kolefnisgjaldið hækki enn frekar. Við þurfum að líta til annarra lausna. Stefna um græna skatta Það er íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtækinu í landinu að skattheimta sé flókin og í raun ógagnsæ. Einfalda þarf græna skattkerfið. Það er einnig einkenni neysluskatta að hlutirnir séu ekki kallaðir þeim nöfnum sem þeir í raun og veru eru. Það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að setja sér heildstæða stefnu í grænum sköttum, ef það er yfir höfuð markmiðið að beita þeim í viðbrögðum við loftslagsvánni, svo íbúar og fyrirtækin í landinu geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu þessar aðgerðir hafa og hvert á að stefna. Þegar skattheimta er lögð á til að ná settu markmiði þarf að fylgja þeim hækkunum eftir með lægri sköttum annarsstaðar eða ívilnunum svo ekki sé um að ræða ekki hreina tekjuöflun ríkisins. Orkuskiptin Leggja má meiri áherslu á jákvæðar hliðar orkuskiptanna. Orkumál eru einfaldlega loftslagsmál. Við eigum að leggja áherslu á að flýta orkuskiptum. Það ætti einnig að vera markmið Íslands að vera leiðandi í rannsóknum og framkvæmd á orkuskiptum í sjávarútvegi og ferða- og þjónustugeiranum. Við höfum öll tækifærin til að taka stór skref og nýta betur okkar grænu orkugjafa til framtíðar. Loftslagsváin Maður finnur það á eigin skinni að fólk er farið að þreytast hræðsluáróður vegna heimsfaraldursins. Hins vegar er mun einfaldara að fylgja leiðbeiningum og aðgerðum stjórnvalda í viðbrögðum gegn COVID-19 vegna þess að hættan er mun áþreifanlegri. Hún stendur okkur nærri. Hræðsluáróður í loftslagsmálum virðist ekki hafa sömu áhrif á fólk. Kannski er það vegna þess að einn fyrrum valdamesti maður heims viðurkenndi aldrei vandann og gerði ítrekað lítið úr þeim sem lögðu fram hlaðborð af rannsóknum máli sínu til sönnunar. En hver svo sem ástæðan er fyrir því er ljóst að það eru ekki nógu margir að hlusta. Því þarf að breyta um taktík. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er skýrt ákall yngri kynslóða að stjórnvöld leggi ríka áherslu á loftslagsmál. Það er sjálfsagt og eðlilegt, við erum að ala upp börnin sem munu þurfa að kljást við vanda af þeirri stærðargráðu sem við í dag sjáum ekkert endanlega fyrir. Stjórnvöld hafa ausið gríðarlegu fjármagni í málaflokkinn en samt virðist ekki alveg skýrt hvort gera eigi meira og setja eigi metnaðarfyllri markmið eða þá hvort talið er að það sem gert sé í dag „dugi til“. Grænir skattar Vinsælt stef vinstri manna virðist vera að leggja á skatta til að breyta hegðun. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Þegar skattar eru settir á til að breyta hegðun fólks þarf að gæta þess hvað skuli gera þegar markmiðinu er náð og hegðun neytenda raunverulega breytist. Þetta þýðir að hið opinbera má ekki lengur gera ráð fyrir tekjunum sem áður komu inn áður en að hækkunin breytti neyslumynstrinu. Ef gert er ráð fyrir því að tekjur grænna skatta eigi að vera til frambúðar getur það leitt til neikvæðrar niðurstöðu þegar búið er að reikna tekjurnar inn til fleiri ára án þess að gera ráð fyrir breyttri hegðun sem leiðir af sér samdrátt í tekjuflokknum. Grænir skattar eru ekki, og mega ekki vera, hrein tekjuöflun ríkisins. Líta skal á græna skatta sem átak í þágu loftslagsmarkmiða. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að tekjur sem fengnar eru úr grænni skattheimtu séu eyrnamerktar að fullu til aðgerða í loftslagsmálum. Það eru þær hins vegar ekki. Kolefnisgjaldið Það kemur reglulega til umræðu að hækka kolefnisgjaldið. Hækkun á kolefnisgjaldi hefur meiri áhrif á lágtekjufólk vegna þess að hlutfall neyslu lágtekjufólks á eldsneyti er hærra en hlutfall annarra. Kolefnisgjaldið hefur meiri áhrif á landsbyggðaríbúa en höfuðborgarbúa. Kolefnisgjaldið hefur áhrif á iðnaði sem berjast nú í bökkum, sér í lagi ferðaþjónustuna. Ég leggst því algjörlega gegn því að kolefnisgjaldið hækki enn frekar. Við þurfum að líta til annarra lausna. Stefna um græna skatta Það er íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtækinu í landinu að skattheimta sé flókin og í raun ógagnsæ. Einfalda þarf græna skattkerfið. Það er einnig einkenni neysluskatta að hlutirnir séu ekki kallaðir þeim nöfnum sem þeir í raun og veru eru. Það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að setja sér heildstæða stefnu í grænum sköttum, ef það er yfir höfuð markmiðið að beita þeim í viðbrögðum við loftslagsvánni, svo íbúar og fyrirtækin í landinu geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu þessar aðgerðir hafa og hvert á að stefna. Þegar skattheimta er lögð á til að ná settu markmiði þarf að fylgja þeim hækkunum eftir með lægri sköttum annarsstaðar eða ívilnunum svo ekki sé um að ræða ekki hreina tekjuöflun ríkisins. Orkuskiptin Leggja má meiri áherslu á jákvæðar hliðar orkuskiptanna. Orkumál eru einfaldlega loftslagsmál. Við eigum að leggja áherslu á að flýta orkuskiptum. Það ætti einnig að vera markmið Íslands að vera leiðandi í rannsóknum og framkvæmd á orkuskiptum í sjávarútvegi og ferða- og þjónustugeiranum. Við höfum öll tækifærin til að taka stór skref og nýta betur okkar grænu orkugjafa til framtíðar. Loftslagsváin Maður finnur það á eigin skinni að fólk er farið að þreytast hræðsluáróður vegna heimsfaraldursins. Hins vegar er mun einfaldara að fylgja leiðbeiningum og aðgerðum stjórnvalda í viðbrögðum gegn COVID-19 vegna þess að hættan er mun áþreifanlegri. Hún stendur okkur nærri. Hræðsluáróður í loftslagsmálum virðist ekki hafa sömu áhrif á fólk. Kannski er það vegna þess að einn fyrrum valdamesti maður heims viðurkenndi aldrei vandann og gerði ítrekað lítið úr þeim sem lögðu fram hlaðborð af rannsóknum máli sínu til sönnunar. En hver svo sem ástæðan er fyrir því er ljóst að það eru ekki nógu margir að hlusta. Því þarf að breyta um taktík. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun