Töframennirnir stöðvuðu Curry, stórleikur Embiid dugði ekki til og Doncic sá um Detroit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2021 11:30 Luka Dončić var frábær að venju í nótt. Tom Pennington/Getty Images Það fóru ekki nema tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Stephen Curry snöggkólnaði gegn Washington Wizards, Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers þrátt fyrir stórleik Joel Embiid og Luka Dončić var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Russell Westbrook bauð hins vegar upp á þrefalda tvennu er Washington Wizards unnu fjögurra stiga sigur á Golden State Warriors, lokatölur 118-114. Westbrook skoraði aðeins 14 stig en tók 20 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í liði Wizards. Stephen Curry tókst ekki að halda ótrúlegu gengi sínu áfram en hann hefur verið hreint ótrúlegur í aprílmánuði. Hann skoraði 18 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Kelly Oubre Jr. var stigahæstur í liði Warriors. 27th triple-double of the season for @russwest44! #DCAboveAll14 PTS | 20 REB | 10 AST pic.twitter.com/qmR4HCXlyB— NBA (@NBA) April 22, 2021 Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers í hörkuleik, lokatölur 116-113. Chris Paul átti mjög góðan leik að venju í liði Phoenix, hann skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 38 stig í liði 76ers ásamt því að taka 17 fráköst. Embiid var nálægt því að jafna leikinn eftir að Chris Paul klikkaði á vítaskoti undir lok leiks. Embiid náði boltanum og henti honum þvert yfir völlinn og var hársbreidd frá því að jafna metin. Joel Embiid was THIS CLOSE to sending it to OT in incredible fashion. pic.twitter.com/gw6eFGiml8— NBA (@NBA) April 22, 2021 Luka Dončić var að venju frábær í liði Dallas sem vann tíu stiga sigur á Detroit PIstons, lokatölur 127-117. Slóveninn ungi skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jerami Grant skoraði 26 stig í liði Pistons. New York Knicks vann einnig tíu stiga sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik, lokatölur 137-127. Julius Randle hefur verið nær óstöðvandi í liði Knicks undanfarnar vikur og var það enn á ný í nótt. Hann skoraði 40 stig og tók 11 fráköst. 40 PTS, 11 REB, 6 AST 8th consecutive victory NYK moves into 4th in EastJulius Randle lifts the @nyknicks in OT! pic.twitter.com/nfUc4aFoHY— NBA (@NBA) April 22, 2021 Clint Capela hélt áfram að taka fáránlega mörg fráköst í liði Atlanta, hann tók 22 slík ásamt því að skora 25 stig. Þá vann Denver Nuggets eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 106-105. Nikola Jokić skoraði 25 stig í liði Nuggets og tók 9 fráköst. Damian Lillard svar stigahæstur í liði Portland með 22 stig. 25 PTS, 9 REB, 5 AST from Jokic helps the @nuggets outlast Portland for their 4th straight W! #MileHighBasketball pic.twitter.com/JdefBJeugv— NBA (@NBA) April 22, 2021 Önnur úrslit Toronto Raptors 114-103 Brooklyn NetsIndiana Pacers 122-116 Oklahoma City ThunderCleveland Cavaliers 121-105 Chicago Bulls Houston Rockets 89-112 Utah Jazz San Antonio Spurs 87-107 Miami HeatSacramento Kings 128-125 Minnesota TimberwolvesLos Angeles Clippers 117-105 Memphis Grizzlies Staðan í deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Russell Westbrook bauð hins vegar upp á þrefalda tvennu er Washington Wizards unnu fjögurra stiga sigur á Golden State Warriors, lokatölur 118-114. Westbrook skoraði aðeins 14 stig en tók 20 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í liði Wizards. Stephen Curry tókst ekki að halda ótrúlegu gengi sínu áfram en hann hefur verið hreint ótrúlegur í aprílmánuði. Hann skoraði 18 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Kelly Oubre Jr. var stigahæstur í liði Warriors. 27th triple-double of the season for @russwest44! #DCAboveAll14 PTS | 20 REB | 10 AST pic.twitter.com/qmR4HCXlyB— NBA (@NBA) April 22, 2021 Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers í hörkuleik, lokatölur 116-113. Chris Paul átti mjög góðan leik að venju í liði Phoenix, hann skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 38 stig í liði 76ers ásamt því að taka 17 fráköst. Embiid var nálægt því að jafna leikinn eftir að Chris Paul klikkaði á vítaskoti undir lok leiks. Embiid náði boltanum og henti honum þvert yfir völlinn og var hársbreidd frá því að jafna metin. Joel Embiid was THIS CLOSE to sending it to OT in incredible fashion. pic.twitter.com/gw6eFGiml8— NBA (@NBA) April 22, 2021 Luka Dončić var að venju frábær í liði Dallas sem vann tíu stiga sigur á Detroit PIstons, lokatölur 127-117. Slóveninn ungi skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jerami Grant skoraði 26 stig í liði Pistons. New York Knicks vann einnig tíu stiga sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik, lokatölur 137-127. Julius Randle hefur verið nær óstöðvandi í liði Knicks undanfarnar vikur og var það enn á ný í nótt. Hann skoraði 40 stig og tók 11 fráköst. 40 PTS, 11 REB, 6 AST 8th consecutive victory NYK moves into 4th in EastJulius Randle lifts the @nyknicks in OT! pic.twitter.com/nfUc4aFoHY— NBA (@NBA) April 22, 2021 Clint Capela hélt áfram að taka fáránlega mörg fráköst í liði Atlanta, hann tók 22 slík ásamt því að skora 25 stig. Þá vann Denver Nuggets eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 106-105. Nikola Jokić skoraði 25 stig í liði Nuggets og tók 9 fráköst. Damian Lillard svar stigahæstur í liði Portland með 22 stig. 25 PTS, 9 REB, 5 AST from Jokic helps the @nuggets outlast Portland for their 4th straight W! #MileHighBasketball pic.twitter.com/JdefBJeugv— NBA (@NBA) April 22, 2021 Önnur úrslit Toronto Raptors 114-103 Brooklyn NetsIndiana Pacers 122-116 Oklahoma City ThunderCleveland Cavaliers 121-105 Chicago Bulls Houston Rockets 89-112 Utah Jazz San Antonio Spurs 87-107 Miami HeatSacramento Kings 128-125 Minnesota TimberwolvesLos Angeles Clippers 117-105 Memphis Grizzlies Staðan í deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira