Um klám, vændi og menntun Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 26. apríl 2021 09:31 Ég hef unnið að menntun ungmenna í 15 ár. Það er engu líkt eiga samtal við nemendur sína, læra af þeim, miðla til þeirra og sjá þá eflast og þroskast. Þegar ég byrjaði að kenna kynja- og jafnréttisfræðsluna fyrir 14 árum grunaði mig ekki að nemendur mínir (sem í upphafi voru aðallega stúlkur) upplifðu þá valdeflingu sem raunin varð. Valdeflingin fólst í því að átta sig á hvernig samfélagið funkeraði. Hvernig hlutverk kvenna og karla (veit af tvíhyggjunni hér) hafa verið og eru. Hvernig við erum öll ófrjáls í kynjakerfinu. Markmiðið mitt var að kortleggja samfélagið okkar, menninguna, út frá kynjafræðilegum forsendum. Vinnumarkaðurinn, stjórnmálin, fréttirnar, íþróttirnar, sjálfsmyndin, auglýsingarnar, poppkúlturinn, tónlistin, kynlífið, klámið og ótalmart fleira var og er á dagskrá kynjafræðinnar. Að skoða umhverfi sitt og rýna í það með kynjagleraugunum er bæði áhugavert, vekjandi og góð þjálfun í gagnrýnni hugsun. Fegrunaraðgerðir eru enn annað dæmi um viðfangsefni kennslustunda, eins og öll vitum þá eru fegrunaraðgerðir mjög kynjað fyrirbæri, þ.e. konur eru í meirihluta þeirra sem undirgangast slíkar aðgerðir. Öll vitum við líka að fegrunaraðgerðir miða langflestar að því að konur öðlist sama útlitið, hvort sem það eru brjóst, varir eða annað. Þannig verður ákveðið útlit í tísku. Sjálfsmynd okkar verður alltaf til í samspili við umhverfi okkar og þannig fá stúlkur og konur ítrekuð skilaboð um að þær þurfi að hafa ákveðið útlit til að flokkast fallegar og kynþokkafullar, sem er búið að skilgreina í þaula. Í ofanálag eru konur fyrst og fremst skilgreindar útfrá útliti sínu og líkamlegu aðdráttarafli svo pressan er mikil. Undir engum kringumstæðum eru konur sem kjósa að fara í fegrunaraðgerðir dæmdar eða gert lítið úr þeim í greiningunni. En það er frelsandi að átta sig á þessu skrauthlutverki sem hefur fylgt konum í gegnum söguna, gefur ákveðinn skjöld gegn þessum þrýstingi. Auglýsingar sýna okkur einmitt hvernig útlit er talið æskilegt fyrir konur. Í þrástefi eru líkamar kvenna hlutgerðir í auglýsingum og óraunhæfar likamsmyndir dregnar upp. Er hægt að tala um frjálst val um fegrunaraðgerðir við þessi skilyrði sem stúlkum og konum eru gefnar og eru alltumlykjandi? Ég held ekki. Í umræðunni um klámið eru hlutverk kynjanna skoðuð og greind – og hlutverkin eru mjög kynjuð. Eins og í menningunni almennt, þá eru konur undirskipaðar í klámi, eru niðurlægðar og beittar ofbeldi. Í greiningunni á klámi eru neytendur kláms að sjálfsögðu ekki fordæmdir og ekki heldur þau sem taka þátt í því fyrir framan myndavélina. Það er líka kýrskýrt að klám og klámvæðing hefur áhrif á kynímynd fólks og kynhegðun. Væntingar til kynjanna um kynhegðun er gjörólík og viðbrögð samfélagsins sömuleiðis. Konur eru drusluskammaðar og körlum hampað fyrir nákvæmlega sömu hegðun. Það er valdeflandi fyrir öll kyn að átta sig á þessu ranglæti. Það er nauðsynlegt að taka þá umræðu í öruggu rými kennslustofunnar. Vændi er nátengt klámi og sum segja að klám sé vændi fyrir framan myndavélar. Eins og í klámi er aðkoma kynjanna að vændi er ólík – þar eru konur gjarnan að selja líkama sína og karlar sem kaupa. Það er mikilvægt að skilja að afleiðingar af klámi og vændi á konur eru þær sömu og eftir kynferðisofbeldi. Að normalísera vændi og klám getur ekki gagnast konum og verður alltaf bakslag í baráttunni fyrir jafnrétti. Í þeirri valdaskekkju sem ríkir, kynhlutverkum og menningu sem hefur viðgengist, er ekki mögulegt að snúa þessum aðstæðum uppí valdeflandi frjálst val fyrir konur að taka þátt í. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef unnið að menntun ungmenna í 15 ár. Það er engu líkt eiga samtal við nemendur sína, læra af þeim, miðla til þeirra og sjá þá eflast og þroskast. Þegar ég byrjaði að kenna kynja- og jafnréttisfræðsluna fyrir 14 árum grunaði mig ekki að nemendur mínir (sem í upphafi voru aðallega stúlkur) upplifðu þá valdeflingu sem raunin varð. Valdeflingin fólst í því að átta sig á hvernig samfélagið funkeraði. Hvernig hlutverk kvenna og karla (veit af tvíhyggjunni hér) hafa verið og eru. Hvernig við erum öll ófrjáls í kynjakerfinu. Markmiðið mitt var að kortleggja samfélagið okkar, menninguna, út frá kynjafræðilegum forsendum. Vinnumarkaðurinn, stjórnmálin, fréttirnar, íþróttirnar, sjálfsmyndin, auglýsingarnar, poppkúlturinn, tónlistin, kynlífið, klámið og ótalmart fleira var og er á dagskrá kynjafræðinnar. Að skoða umhverfi sitt og rýna í það með kynjagleraugunum er bæði áhugavert, vekjandi og góð þjálfun í gagnrýnni hugsun. Fegrunaraðgerðir eru enn annað dæmi um viðfangsefni kennslustunda, eins og öll vitum þá eru fegrunaraðgerðir mjög kynjað fyrirbæri, þ.e. konur eru í meirihluta þeirra sem undirgangast slíkar aðgerðir. Öll vitum við líka að fegrunaraðgerðir miða langflestar að því að konur öðlist sama útlitið, hvort sem það eru brjóst, varir eða annað. Þannig verður ákveðið útlit í tísku. Sjálfsmynd okkar verður alltaf til í samspili við umhverfi okkar og þannig fá stúlkur og konur ítrekuð skilaboð um að þær þurfi að hafa ákveðið útlit til að flokkast fallegar og kynþokkafullar, sem er búið að skilgreina í þaula. Í ofanálag eru konur fyrst og fremst skilgreindar útfrá útliti sínu og líkamlegu aðdráttarafli svo pressan er mikil. Undir engum kringumstæðum eru konur sem kjósa að fara í fegrunaraðgerðir dæmdar eða gert lítið úr þeim í greiningunni. En það er frelsandi að átta sig á þessu skrauthlutverki sem hefur fylgt konum í gegnum söguna, gefur ákveðinn skjöld gegn þessum þrýstingi. Auglýsingar sýna okkur einmitt hvernig útlit er talið æskilegt fyrir konur. Í þrástefi eru líkamar kvenna hlutgerðir í auglýsingum og óraunhæfar likamsmyndir dregnar upp. Er hægt að tala um frjálst val um fegrunaraðgerðir við þessi skilyrði sem stúlkum og konum eru gefnar og eru alltumlykjandi? Ég held ekki. Í umræðunni um klámið eru hlutverk kynjanna skoðuð og greind – og hlutverkin eru mjög kynjuð. Eins og í menningunni almennt, þá eru konur undirskipaðar í klámi, eru niðurlægðar og beittar ofbeldi. Í greiningunni á klámi eru neytendur kláms að sjálfsögðu ekki fordæmdir og ekki heldur þau sem taka þátt í því fyrir framan myndavélina. Það er líka kýrskýrt að klám og klámvæðing hefur áhrif á kynímynd fólks og kynhegðun. Væntingar til kynjanna um kynhegðun er gjörólík og viðbrögð samfélagsins sömuleiðis. Konur eru drusluskammaðar og körlum hampað fyrir nákvæmlega sömu hegðun. Það er valdeflandi fyrir öll kyn að átta sig á þessu ranglæti. Það er nauðsynlegt að taka þá umræðu í öruggu rými kennslustofunnar. Vændi er nátengt klámi og sum segja að klám sé vændi fyrir framan myndavélar. Eins og í klámi er aðkoma kynjanna að vændi er ólík – þar eru konur gjarnan að selja líkama sína og karlar sem kaupa. Það er mikilvægt að skilja að afleiðingar af klámi og vændi á konur eru þær sömu og eftir kynferðisofbeldi. Að normalísera vændi og klám getur ekki gagnast konum og verður alltaf bakslag í baráttunni fyrir jafnrétti. Í þeirri valdaskekkju sem ríkir, kynhlutverkum og menningu sem hefur viðgengist, er ekki mögulegt að snúa þessum aðstæðum uppí valdeflandi frjálst val fyrir konur að taka þátt í. Höfundur er kennari.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun