Skreytum hús: „Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. apríl 2021 08:25 Soffía Dögg tók fyrir strákaherbergi í Skreytum hús í gær Skreytum hús Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á strákaherbergi. Það er óhætt að fullyrða að hann Jóhann Ingimarsson, 9 ára, er dásamlegasti viðmælandi sem sést hefur í þessum þáttum. Soffía Dögg sá fyrir sér penan skrifborðsstól og einfalda lýsingu en Jóhann óskaði eftir stórum tölvuleikjastól og marglitum LED-ljósaborða. Útkoman var ótrúlega vel heppnuð eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. „Það fór ekki framhjá neinum hvað var aðal áhugamálið hjá Jóhanni, fótbolti, fótbolti, fótbolti,“ segir Soffía Dögg um verkefnið. „Mig langar í nýtt skrifborð og kannski einhverja aðra hillu. Mig langar að breyta ljósinu,“ sagði Jóhann um sínar óskir áður en farið var af stað í verslunarleiðangur. Einnig langaði hann í rúmgafl. „Það er nefnilega alveg magnað hvað mörgum finnst erfitt að gera strákaherbergi. Af hverju ætli það sé?“ velti Soffía Dögg fyrir sér. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og eins og alltaf mælum við með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram. Klippa: Skreytum hús - Strákaherbergið i í Kópavogi „Mér datt í hug að kaupa einhvern fallegan og penan stól til þess að hafa við skrifborð. Jóhann hann var með aðrar hugmyndir.“ Inni í herberginu er leikjatölva, sjónvarp og tölvuleikir ásamt tilheyrandi fylgihlutum en Soffía Dögg náði að koma öllu vel fyrir, þannig að það væri samt líka aðgengilegt fyrir hann sjálfan. „Í krakkaherbergjum, eins og náttúrulega flestum rýmum, þá skiptir ótrúlega miklu máli að vera með góðar geymslur,“ segir Soffía Dögg. Þiljur úr við settu sterkan svip á rýmið og Soffía Dögg notaði sömu þiljur til að klæða kommóðuna og á vegginn við hlið sjónvarpsins. Þetta gerði gráa herbergið strax hlýlegra. Ofan á skrifborðið og kommóðuna setti Soffía Dögg líka eins viðarplötu og tengdi það rýmið allt saman. Ljósaborðarnir við rúmið náðu svo að uppfylla drauma Jóhanns, sem var í skýjunum með herbergið sitt eftir breytinguna. „LED-ljósaborðarnir eru náttúrulega heitasta trendið hjá krökkum í dag,“ útskýrði Soffía Dögg. Staðsetning borðanna var þannig að þegar það er slökkt á þeim, sjást þeir varla. „Vá,“voru fyrstu viðbrögð Jóhanns þegar hann fékk að sjá herbergið sitt. „Ég var bara ánægður með allt, sagði Jóhann. „Mjög flott.“ „Mér finnst þetta geggjað. Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi.“ Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+ efnisveituna. Skreytum hús Börn og uppeldi Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Kom á óvart hvað lítið þurfti til að gera mikla breytingu „Fyrst að við ætlum að fara undir stigann að laga til þar, eigum við þá ekki bara að laga til í allri stofunni í leiðinni,“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún gerði breytingar á íbúð í Árbænum. 24. apríl 2021 12:00 Skreytum hús: Tók andköf þegar hún sá dásamlega barnaherbergið „Leikföng eru að taka yfir heimilið og við þurfum að koma skipulagi á þetta,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir um verkefnið sitt í nýjasta þættinum af Skreytum hús. Þar gerði hún skemmtilegar breytingar á barnaherbergi í Árbænum. 21. apríl 2021 07:00 Gjörbreytt sjónvarpsherbergi: „Þetta er bara fullkomið“ Í þætti vikunnar af Skreytum hús fékk Soffía Dögg það verkefni að taka í gegn fjölskylduherbergi í Breiðholti. 18. apríl 2021 20:31 Skreytum hús: „Það er svolítið eins og það sé vatnshalli á rýminu“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fékk Soffía Dögg það verkefni að taka í gegn sjónvarpsherbergi í Breiðholti sem „veit eiginlega ekki alveg hvernig það vill vera.“ 14. apríl 2021 08:00 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Soffía Dögg sá fyrir sér penan skrifborðsstól og einfalda lýsingu en Jóhann óskaði eftir stórum tölvuleikjastól og marglitum LED-ljósaborða. Útkoman var ótrúlega vel heppnuð eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. „Það fór ekki framhjá neinum hvað var aðal áhugamálið hjá Jóhanni, fótbolti, fótbolti, fótbolti,“ segir Soffía Dögg um verkefnið. „Mig langar í nýtt skrifborð og kannski einhverja aðra hillu. Mig langar að breyta ljósinu,“ sagði Jóhann um sínar óskir áður en farið var af stað í verslunarleiðangur. Einnig langaði hann í rúmgafl. „Það er nefnilega alveg magnað hvað mörgum finnst erfitt að gera strákaherbergi. Af hverju ætli það sé?“ velti Soffía Dögg fyrir sér. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og eins og alltaf mælum við með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram. Klippa: Skreytum hús - Strákaherbergið i í Kópavogi „Mér datt í hug að kaupa einhvern fallegan og penan stól til þess að hafa við skrifborð. Jóhann hann var með aðrar hugmyndir.“ Inni í herberginu er leikjatölva, sjónvarp og tölvuleikir ásamt tilheyrandi fylgihlutum en Soffía Dögg náði að koma öllu vel fyrir, þannig að það væri samt líka aðgengilegt fyrir hann sjálfan. „Í krakkaherbergjum, eins og náttúrulega flestum rýmum, þá skiptir ótrúlega miklu máli að vera með góðar geymslur,“ segir Soffía Dögg. Þiljur úr við settu sterkan svip á rýmið og Soffía Dögg notaði sömu þiljur til að klæða kommóðuna og á vegginn við hlið sjónvarpsins. Þetta gerði gráa herbergið strax hlýlegra. Ofan á skrifborðið og kommóðuna setti Soffía Dögg líka eins viðarplötu og tengdi það rýmið allt saman. Ljósaborðarnir við rúmið náðu svo að uppfylla drauma Jóhanns, sem var í skýjunum með herbergið sitt eftir breytinguna. „LED-ljósaborðarnir eru náttúrulega heitasta trendið hjá krökkum í dag,“ útskýrði Soffía Dögg. Staðsetning borðanna var þannig að þegar það er slökkt á þeim, sjást þeir varla. „Vá,“voru fyrstu viðbrögð Jóhanns þegar hann fékk að sjá herbergið sitt. „Ég var bara ánægður með allt, sagði Jóhann. „Mjög flott.“ „Mér finnst þetta geggjað. Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi.“ Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+ efnisveituna.
Skreytum hús Börn og uppeldi Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Kom á óvart hvað lítið þurfti til að gera mikla breytingu „Fyrst að við ætlum að fara undir stigann að laga til þar, eigum við þá ekki bara að laga til í allri stofunni í leiðinni,“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún gerði breytingar á íbúð í Árbænum. 24. apríl 2021 12:00 Skreytum hús: Tók andköf þegar hún sá dásamlega barnaherbergið „Leikföng eru að taka yfir heimilið og við þurfum að koma skipulagi á þetta,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir um verkefnið sitt í nýjasta þættinum af Skreytum hús. Þar gerði hún skemmtilegar breytingar á barnaherbergi í Árbænum. 21. apríl 2021 07:00 Gjörbreytt sjónvarpsherbergi: „Þetta er bara fullkomið“ Í þætti vikunnar af Skreytum hús fékk Soffía Dögg það verkefni að taka í gegn fjölskylduherbergi í Breiðholti. 18. apríl 2021 20:31 Skreytum hús: „Það er svolítið eins og það sé vatnshalli á rýminu“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fékk Soffía Dögg það verkefni að taka í gegn sjónvarpsherbergi í Breiðholti sem „veit eiginlega ekki alveg hvernig það vill vera.“ 14. apríl 2021 08:00 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Kom á óvart hvað lítið þurfti til að gera mikla breytingu „Fyrst að við ætlum að fara undir stigann að laga til þar, eigum við þá ekki bara að laga til í allri stofunni í leiðinni,“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún gerði breytingar á íbúð í Árbænum. 24. apríl 2021 12:00
Skreytum hús: Tók andköf þegar hún sá dásamlega barnaherbergið „Leikföng eru að taka yfir heimilið og við þurfum að koma skipulagi á þetta,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir um verkefnið sitt í nýjasta þættinum af Skreytum hús. Þar gerði hún skemmtilegar breytingar á barnaherbergi í Árbænum. 21. apríl 2021 07:00
Gjörbreytt sjónvarpsherbergi: „Þetta er bara fullkomið“ Í þætti vikunnar af Skreytum hús fékk Soffía Dögg það verkefni að taka í gegn fjölskylduherbergi í Breiðholti. 18. apríl 2021 20:31
Skreytum hús: „Það er svolítið eins og það sé vatnshalli á rýminu“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fékk Soffía Dögg það verkefni að taka í gegn sjónvarpsherbergi í Breiðholti sem „veit eiginlega ekki alveg hvernig það vill vera.“ 14. apríl 2021 08:00