Handbolti

Þannig séð er þetta skyldu­sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Pálmarsson, fyrirliði (t.h.) og Ýmir Örn Gíslason í leik kvöldsins.
Aron Pálmarsson, fyrirliði (t.h.) og Ýmir Örn Gíslason í leik kvöldsins. HSÍ

Fyrirliðinn Aron Pálmarsson átti góðan leik er Ísland vann þægilegan tíu marka sigur á Ísrael ytra í undankeppni Evrópumótsins 2022. Lokatölur leiksins 30-20 og Ísland komið á topp undanriðils fjögur.

„Við gerðum þetta vel, þetta er auðvitað þannig séð skyldusigur og allt það en við ákváðum að koma inn í þetta af krafti og gera þetta vel,“ sagði Aron í viðtali við RÚV að leik loknum.

Aron skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur sex í kvöld. Hann var sáttur með þjálfarateymið og hvernig það nýtti leikmannahópinn í kvöld.

„Það er gott að geta rúllað á mannskapnum þar sem við erum að fara í þrjá leiki á sex dögum. Við tókum undirtökin í leiknum snemma og kláruðum þetta bara hægt og bítandi.“

„Það er lítið mál að einbeita sér, það er auðvitað lítill undirbúningur en við erum atvinnumenn og einbeitingin, það verður ekkert vesen,“ sagði Aron að lokum. Viðtal hans má sjá í heild sinni á íþróttavef RÚV.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×