Sala Elko jókst um 25 prósent milli ára Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2021 16:29 Forstjóri félagsins segir niðurstöðuna vera mjög ánægjulegu miðað við aðstæður. Festi Festi hagnaðist um 289 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 53 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1,5 milljarður króna samanborið við 1,0 milljarð á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem jafngildir 47,5% hækkun milli ára. Framlegð af vöru- og þjónustusölu Festar nam 5,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi og hækkaði um 19,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Festar sem birt var í dag en félagið rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum Krónunnar, N1 og Elko. Alls jókst vöru- og þjónustusala um 11,1% milli ára og nam 20,9 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Framlegð af vörusölu var 24,6% á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 22,9% á sama tíma í fyrra. Umtalsverð söluaukning í raftækjum og dagvöru Tekjur af dagvörusölu, á borð við matvöru, hækkuðu um 18,1% á fjórðungnum og tekjur af raftækjasölu um 25,2%. Á sama tíma lækkuðu tekjur af eldsneyti og rafmagni um 8,3%. Tekjur af öðrum vörum og þjónustu lækkuðu um 4,2% milli ára. Tekjur nýrra verslana skýra 1,1 milljarð króna af aukningu milli ára en alls jókst vöru- og þjónustusala Festar um 2,1 milljarð króna milli fyrsta ársfjórðungs 2021 og 2020. Kostnaður vegna heimsfaraldurs Covid-19 var metinn 37 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en var 48 milljónir í fyrra. Eigið fé í lok mars var 29,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 34,8% samanborið við 35,7% í lok árs 2020. Rekstrarkostnaður hækkaði um 436 milljónir og var 4.094 milljónir króna. Þar af hækkaði launakostnaður um 210 milljónir milli fjórðunga vegna samningsbundinna launahækkana Vonast til að sjá aukin umsvif Haft er eftir Eggert Þór Kristóferssyni, forstjóra Festi, í tilkynningu að öll félög samstæðunnar hafi bætt rekstur sinn samanborið við fyrsta ársfjórðung 2020 þrátt fyrir samkomutakmarkanir. „Nú hillir undir lokin á heimsfaraldrinum þar sem bólusetningar ganga betur og vonandi getum við farið að horfa til betri tíma um mitt ár og aukin umsvif. ELKO hefur verið að auka söluna í gegnum vefverslun og sýnir fyrirtækið mikla aðlögunarhæfni við mjög breyttar aðstæður. Krónan hefur verið leiðandi í að bjóða upp á aukin ferskleika og heilsusamlega valkosti sem viðskiptavinir hafa tekið vel. N1 hefur þurft að fækka starfsfólki vegna samkomutakmarkana en kaupin á Ísey skyrbar hafa aukið umsvif á þjónustustöðvum félagsins.“ N1 keypti rekstur Ísey skyrbar á fjórum þjónustustöðvum sínum af Skyrboozt ehf. í júlí í fyrra. Skyrboozt rekur áfram skyrbari í verslunum Hagkaups. Markaðir Verslun Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Framlegð af vöru- og þjónustusölu Festar nam 5,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi og hækkaði um 19,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Festar sem birt var í dag en félagið rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum Krónunnar, N1 og Elko. Alls jókst vöru- og þjónustusala um 11,1% milli ára og nam 20,9 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Framlegð af vörusölu var 24,6% á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 22,9% á sama tíma í fyrra. Umtalsverð söluaukning í raftækjum og dagvöru Tekjur af dagvörusölu, á borð við matvöru, hækkuðu um 18,1% á fjórðungnum og tekjur af raftækjasölu um 25,2%. Á sama tíma lækkuðu tekjur af eldsneyti og rafmagni um 8,3%. Tekjur af öðrum vörum og þjónustu lækkuðu um 4,2% milli ára. Tekjur nýrra verslana skýra 1,1 milljarð króna af aukningu milli ára en alls jókst vöru- og þjónustusala Festar um 2,1 milljarð króna milli fyrsta ársfjórðungs 2021 og 2020. Kostnaður vegna heimsfaraldurs Covid-19 var metinn 37 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en var 48 milljónir í fyrra. Eigið fé í lok mars var 29,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 34,8% samanborið við 35,7% í lok árs 2020. Rekstrarkostnaður hækkaði um 436 milljónir og var 4.094 milljónir króna. Þar af hækkaði launakostnaður um 210 milljónir milli fjórðunga vegna samningsbundinna launahækkana Vonast til að sjá aukin umsvif Haft er eftir Eggert Þór Kristóferssyni, forstjóra Festi, í tilkynningu að öll félög samstæðunnar hafi bætt rekstur sinn samanborið við fyrsta ársfjórðung 2020 þrátt fyrir samkomutakmarkanir. „Nú hillir undir lokin á heimsfaraldrinum þar sem bólusetningar ganga betur og vonandi getum við farið að horfa til betri tíma um mitt ár og aukin umsvif. ELKO hefur verið að auka söluna í gegnum vefverslun og sýnir fyrirtækið mikla aðlögunarhæfni við mjög breyttar aðstæður. Krónan hefur verið leiðandi í að bjóða upp á aukin ferskleika og heilsusamlega valkosti sem viðskiptavinir hafa tekið vel. N1 hefur þurft að fækka starfsfólki vegna samkomutakmarkana en kaupin á Ísey skyrbar hafa aukið umsvif á þjónustustöðvum félagsins.“ N1 keypti rekstur Ísey skyrbar á fjórum þjónustustöðvum sínum af Skyrboozt ehf. í júlí í fyrra. Skyrboozt rekur áfram skyrbari í verslunum Hagkaups.
Markaðir Verslun Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira