Tölum um dauðann Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 29. apríl 2021 08:01 Eitt er það sem við Íslendingar nefnum sjaldan á nafn sem er þó óhjákvæmilegur atburður í lífi okkar allra – dauðinn. Flest vonumst við til að það sé langt í að við skiljum við lífið og við hugum sjaldan að endalokunum. Því miður er þó hópur fólks sem tekur þá ákvörðun að binda enda á eigið líf og sér þá jafnvel ekki aðra lausn úr þeim vanda sem það býr við. En heilt yfir má segja að dauðinn sé að mörgu leyti orðinn okkur fjarlægur, ekki bara vegna þess að við tölum lítið um hann heldur einnig vegna þess að útfararþjónustur sjá yfirleitt um mest allan undirbúning fyrir útför þess látna. Meðan við vorum í torfkofunum ekki alls fyrir löngu var sá látni innan veggja heimilisins fram að útför hans og var þá dauðinn áþreifanlegri í lífi hvers og eins einstaklings. Ungbarnadauði var miklu algengari og húsakostur oft slæmur sem hafði áhrif á heilsufar, öryggi og lífslengd fólks. Með auknum lífsgæðum og hækkandi lífaldri upplifum við sjaldnar dauðann og oft hugum við ekki að honum fyrr en við neyðumst til að takast á við hann, til dæmis þegar ástvinur okkar kveður þessa jarðvist. Mörg okkar kannast við þá tilfinningu að þegar við fregnum af andláti einhvers sem við þekktum að upp koma hugsanir um mikilvægi þess að njóta lífsins meðan það varir. Við vitum yfirleitt ekki fyrir fram hvenær líf okkar endar og kannski sem betur fer. Og þegar einstaklingar fá þær fregnir að þeir eigi lítið eftir ólifað, m.a. vegna ólæknandi sjúkdóms, er algengt að skipuleggja vel þær stundir sem eftir eru svo hægt sé að njóta þeirra sem best. En þegar við stöndum frammi fyrir því að ástvinir og nánir aðstandendur okkar deyja komumst við ekki hjá því að fjalla um dauðann. Fyrir utan það áfall, sorg og söknuð sem aðstandendur standa frammi fyrir bætast oft við fjárhagsáhyggjur. Kostnaðurinn við útför má áætla að sé frá um 300 þúsund til 1,5 milljón miðað við gjaldskrá útfararþjónustu. Það er svo sem enginn sem skikkar fólk til að hafa útför með öllum þeim kostnaðarliðum sem þar eru taldir fram og eflaust væri hægt að jarða ástvini sína með minni tilkostnaði. Það hafa hins vegar skapast ákveðnar hefðir í samfélaginu varðandi þessar athafnir og eðlilega vilja aðstandendur tryggja sínum látna ástvini útför í samræmi við þá staðla. Ef aðstandendur hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa straum af kostnaði er hægt að leita til félagsþjónustu sveitarfélaga. Ákveðinn hámarksstyrkur er þá veittur ef aðstandendur uppfylla þau skilyrði sem sett eru til að fá þann styrk. Ég tel mikilvægt að kostnaður við útfarir verði alfarið greiddur úr ríkissjóði. Vissulega er um mikla fjármuni að ræða miðað við hver núverandi kostnaður er við útfarir. En þar sem dauðinn er óhjákvæmilegur hjá okkur öllum ætti það að vera sjálfsagður hlutur að skattfé okkar sé varið í útfarir okkar. Það fyrirkomulag getur um leið gefið okkur tækifæri til að endurmeta hvernig tilhögun útfara er í dag og hvort við viljum skapa nýjar hefðir og venjur samhliða þeim. Áður en kórónuveiran hóf innreið sína var algengt að gestir við útfarir fóru beint í erfidrykkju þess látna og voru jafnvel búnir að borða sig sadda af brauðtertum, pönnukökum og marsípankökum áður en nánustu aðstandendur komu þangað úr kirkjugarðinum og jafnvel voru hluti gestanna þá farnir á brott. Því miður hefur tilstandið í kringum útfarir oft orðið til þess að það skortir persónulega nálgun en eftir standa ástvinir með bæði söknuð og háan reikning fyrir útförinni. Tölum um dauðann og tölum um hvernig við viljum hafa fyrirkomulag útfara. En tryggjum fyrst og fremst að fjárhagsáhyggjur vegna útfara bætist ekki á þær áhyggjur sem eftirlifandi ástvinir hafa. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Eitt er það sem við Íslendingar nefnum sjaldan á nafn sem er þó óhjákvæmilegur atburður í lífi okkar allra – dauðinn. Flest vonumst við til að það sé langt í að við skiljum við lífið og við hugum sjaldan að endalokunum. Því miður er þó hópur fólks sem tekur þá ákvörðun að binda enda á eigið líf og sér þá jafnvel ekki aðra lausn úr þeim vanda sem það býr við. En heilt yfir má segja að dauðinn sé að mörgu leyti orðinn okkur fjarlægur, ekki bara vegna þess að við tölum lítið um hann heldur einnig vegna þess að útfararþjónustur sjá yfirleitt um mest allan undirbúning fyrir útför þess látna. Meðan við vorum í torfkofunum ekki alls fyrir löngu var sá látni innan veggja heimilisins fram að útför hans og var þá dauðinn áþreifanlegri í lífi hvers og eins einstaklings. Ungbarnadauði var miklu algengari og húsakostur oft slæmur sem hafði áhrif á heilsufar, öryggi og lífslengd fólks. Með auknum lífsgæðum og hækkandi lífaldri upplifum við sjaldnar dauðann og oft hugum við ekki að honum fyrr en við neyðumst til að takast á við hann, til dæmis þegar ástvinur okkar kveður þessa jarðvist. Mörg okkar kannast við þá tilfinningu að þegar við fregnum af andláti einhvers sem við þekktum að upp koma hugsanir um mikilvægi þess að njóta lífsins meðan það varir. Við vitum yfirleitt ekki fyrir fram hvenær líf okkar endar og kannski sem betur fer. Og þegar einstaklingar fá þær fregnir að þeir eigi lítið eftir ólifað, m.a. vegna ólæknandi sjúkdóms, er algengt að skipuleggja vel þær stundir sem eftir eru svo hægt sé að njóta þeirra sem best. En þegar við stöndum frammi fyrir því að ástvinir og nánir aðstandendur okkar deyja komumst við ekki hjá því að fjalla um dauðann. Fyrir utan það áfall, sorg og söknuð sem aðstandendur standa frammi fyrir bætast oft við fjárhagsáhyggjur. Kostnaðurinn við útför má áætla að sé frá um 300 þúsund til 1,5 milljón miðað við gjaldskrá útfararþjónustu. Það er svo sem enginn sem skikkar fólk til að hafa útför með öllum þeim kostnaðarliðum sem þar eru taldir fram og eflaust væri hægt að jarða ástvini sína með minni tilkostnaði. Það hafa hins vegar skapast ákveðnar hefðir í samfélaginu varðandi þessar athafnir og eðlilega vilja aðstandendur tryggja sínum látna ástvini útför í samræmi við þá staðla. Ef aðstandendur hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa straum af kostnaði er hægt að leita til félagsþjónustu sveitarfélaga. Ákveðinn hámarksstyrkur er þá veittur ef aðstandendur uppfylla þau skilyrði sem sett eru til að fá þann styrk. Ég tel mikilvægt að kostnaður við útfarir verði alfarið greiddur úr ríkissjóði. Vissulega er um mikla fjármuni að ræða miðað við hver núverandi kostnaður er við útfarir. En þar sem dauðinn er óhjákvæmilegur hjá okkur öllum ætti það að vera sjálfsagður hlutur að skattfé okkar sé varið í útfarir okkar. Það fyrirkomulag getur um leið gefið okkur tækifæri til að endurmeta hvernig tilhögun útfara er í dag og hvort við viljum skapa nýjar hefðir og venjur samhliða þeim. Áður en kórónuveiran hóf innreið sína var algengt að gestir við útfarir fóru beint í erfidrykkju þess látna og voru jafnvel búnir að borða sig sadda af brauðtertum, pönnukökum og marsípankökum áður en nánustu aðstandendur komu þangað úr kirkjugarðinum og jafnvel voru hluti gestanna þá farnir á brott. Því miður hefur tilstandið í kringum útfarir oft orðið til þess að það skortir persónulega nálgun en eftir standa ástvinir með bæði söknuð og háan reikning fyrir útförinni. Tölum um dauðann og tölum um hvernig við viljum hafa fyrirkomulag útfara. En tryggjum fyrst og fremst að fjárhagsáhyggjur vegna útfara bætist ekki á þær áhyggjur sem eftirlifandi ástvinir hafa. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun