Handbolti

Lærisveinar Alfreðs tryggðu sér sigur í riðlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason var búinn að koma Þjóðverjum á EM í janúar en núna er liðið búið að vinna riðilinn sinn líka.
Alfreð Gíslason var búinn að koma Þjóðverjum á EM í janúar en núna er liðið búið að vinna riðilinn sinn líka. Getty/Bernd Thissen

Þýskaland tryggði sér endanlega sigur í sínum riðli í undankeppni EM í handbolta 2022 eftir tveggja marka sigur í Bosníu í dag.

Þjóðverjar unnu leikinn 26-24 eftir að staðan hafi verið jöfn, 15-15, í hálfleik. Alfreð Gíslason, þjálfari þýska liðsins, hefði kannski kosið minni spennu í lokin en leikmenn hans lönduðu sigri að lokum.

Þýska liðið hefur unnið alla fimm leiki sína í riðlinum en með sigri þá hefðu Bosníumenn enn átt möguleika á því að ná þeim af stigum.

Marcel Schiller var markahæstur í þýska landsliðinu með tíu mörk. Timo Kastening innsiglaði sigurinn með síðasta marki leiksins og var alls með sjö mörk í leiknum.

Bosníumenn eru ekki enn öruggir með sæti á EM því þeir eru þar í harðri baráttu við hin tvö liðin í riðlinum.

Bosnía er með 4 stig eða tveimur meira en Eistland og Austurríki sem mætast seinna í kvöld. Lokaleikur riðilsins er síðan á milli Austurríkis og Bosníu í Austurríki sem er líklegur úrslitaleikur um sæti á Evrópumótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×