Suns hirti toppsætið af Jazz, Lakers tapaði í endurkomu LeBron og Tatum jafnaði stigamet Larry Bird Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2021 09:31 Jayson Tatum jafnaði met Larry Bird í nótt. The Athletic Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann stórsigur á Utah Jazz og hirti þar með toppsæti Vesturdeildarinnar. Los Angeles Lakers tapaði gegn Sacramento Kings af öllum liðum í endurkomu LeBron James. Meisturunum hefur gengið skelfilega að undanförnu og eiga erfiða leiki á næstunni. Þá jafnaði Jayson Tatum stigamet Boston Celtics en hann skoraði 60 stig í framlengdum leik gegn San Antonio Spurs. Phoeniz Suns gerði sér lítið fyrir og skellti Utah Jazz með 21 stigs mun í nótt, lokatölur 121-100. Um var að ræða uppgjör toppliða Vesturdeildarinnar. Utah auðvitað enn án Donavan Mitchell og það sást í nótt. Suns var mun betri aðilinn frá upphafi og unnu sanngjarnan sigur. Devin Booker fór fyrir sínum mönnum í Suns með 31 stig. Chris Paul var með 12 stig og gaf níu stoðsendingar. Hjá Jazz var Bojan Bogdanović stigahæstur með 22 stig. 31 points for @DevinBook. 1st place out West for @Suns. pic.twitter.com/ERCYOMmyEy— NBA (@NBA) May 1, 2021 Jayson Tatum fór gjörsamlega á kostum í ótrúlegum leik Boston Celtics og San Antonio Spurs. Celtics vann þriggja stiga sigur í framlengdum leik, lokatölur 143-140 Celtics í vil. Tatum skoraði 60 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók átta fráköst í liði Boston. Þar með jafnaði hann stigamet Larry Bird fyrir Celtics. Jaylen Brown kom þar á eftir með 17 stig. Hjá Spurs var DeMar DeRozan stigahæstur með 30 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Þar á eftir komu Dejounte Murray og Lonnie Walker með 24 stig. 60 POINTS FOR JAYSON TATUM. Career high, ties BOS record (Bird) 31 PTS in 4th quarter & OT Leads @celtics 32-point comeback W pic.twitter.com/XxP9Sqf8cZ— NBA (@NBA) May 1, 2021 Russell Westbrook með þrennu er Washington Wizards vann Cleveland Cavaliers, lokatölur 122-93. Westbrook með 15 stig, 11 stoðsendingar og 12 fráköst. Philadelphia 76ers vann stórsigur á Atlanta Hawks, 126-104. Þeir Joel Embiid, Ben Simmons og Tobias Harris gerðu allir 18 stig fyrir 76ers en Dwight Howard stal senunni með 19 stigum og 11 fráköstum á aðeins 17 mínútum. Hjá Hawks var Trae Young með 32 stig á meðan Clitn Capela skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. CUE THAT SUPERMAN MUSIC@DwightHoward | #HereTheyCome pic.twitter.com/xRUD9cDAwl— Philadelphia 76ers (@sixers) May 1, 2021 LeBron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers og var ætlast til að meistararnir myndu rúlla yfir slakt lið Sacramento King, annað kom á daginn. Kings byrjaði leikinn betur en Lakers var yfir í hálfleik. Meistararnir virtust hafa gert út um leikinn í þriðja leikhluta en Kings vann fjórða leikhluta með 14 stiga mun og leikinn þar af leiðandi með fjórum stigum, lokatölur 110-106. LeBron James skoraði 16 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók átta fráköst í endurkomu sinni. Anthony Davis skoraði 22 stig og tók 11 fráköst. Hjá Kings var Tyrese Haliburton með 23 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Richaun Holmes með 22 stig. 23 points & 10 dimes from @TyHaliburton22 leads the @SacramentoKings to victory in Los Angeles. #SacramentoProud #NBARooks pic.twitter.com/8eayrNFbzp— NBA (@NBA) May 1, 2021 Lakers hefur aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og situr nú í 5. sæti Vesturdeildar með 36 sigra og 27 töp. Það er mjög stutt í Dallas Mavericks [35-27] og Portland [35-28]. Lakers mætir Toronto Raptors í næsta leik en í kjölfarið koma fimm mjög erfiðir leikir gegn Denver Nuggets, Los Angeles Clippers, Portland, Suns og Knicks. Meistararnir þurfa því að fara stíga upp ef þeir ætla sér ekki að enda í sjöunda eða áttunda sæti. Stöðuna í NBA-deildinni má sjá hér en Suns og Jazz eru efst í Vesturdeildinni með 45 sigra og 18 töp. Í Austurdeildinni er Nets efst með 43 sigra og 21 tap á meðan 76ers er í öðru sæti með 42 sigra og 21 tap. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Los Angeles Lakers tapaði gegn Sacramento Kings af öllum liðum í endurkomu LeBron James. Meisturunum hefur gengið skelfilega að undanförnu og eiga erfiða leiki á næstunni. Þá jafnaði Jayson Tatum stigamet Boston Celtics en hann skoraði 60 stig í framlengdum leik gegn San Antonio Spurs. Phoeniz Suns gerði sér lítið fyrir og skellti Utah Jazz með 21 stigs mun í nótt, lokatölur 121-100. Um var að ræða uppgjör toppliða Vesturdeildarinnar. Utah auðvitað enn án Donavan Mitchell og það sást í nótt. Suns var mun betri aðilinn frá upphafi og unnu sanngjarnan sigur. Devin Booker fór fyrir sínum mönnum í Suns með 31 stig. Chris Paul var með 12 stig og gaf níu stoðsendingar. Hjá Jazz var Bojan Bogdanović stigahæstur með 22 stig. 31 points for @DevinBook. 1st place out West for @Suns. pic.twitter.com/ERCYOMmyEy— NBA (@NBA) May 1, 2021 Jayson Tatum fór gjörsamlega á kostum í ótrúlegum leik Boston Celtics og San Antonio Spurs. Celtics vann þriggja stiga sigur í framlengdum leik, lokatölur 143-140 Celtics í vil. Tatum skoraði 60 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók átta fráköst í liði Boston. Þar með jafnaði hann stigamet Larry Bird fyrir Celtics. Jaylen Brown kom þar á eftir með 17 stig. Hjá Spurs var DeMar DeRozan stigahæstur með 30 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Þar á eftir komu Dejounte Murray og Lonnie Walker með 24 stig. 60 POINTS FOR JAYSON TATUM. Career high, ties BOS record (Bird) 31 PTS in 4th quarter & OT Leads @celtics 32-point comeback W pic.twitter.com/XxP9Sqf8cZ— NBA (@NBA) May 1, 2021 Russell Westbrook með þrennu er Washington Wizards vann Cleveland Cavaliers, lokatölur 122-93. Westbrook með 15 stig, 11 stoðsendingar og 12 fráköst. Philadelphia 76ers vann stórsigur á Atlanta Hawks, 126-104. Þeir Joel Embiid, Ben Simmons og Tobias Harris gerðu allir 18 stig fyrir 76ers en Dwight Howard stal senunni með 19 stigum og 11 fráköstum á aðeins 17 mínútum. Hjá Hawks var Trae Young með 32 stig á meðan Clitn Capela skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. CUE THAT SUPERMAN MUSIC@DwightHoward | #HereTheyCome pic.twitter.com/xRUD9cDAwl— Philadelphia 76ers (@sixers) May 1, 2021 LeBron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers og var ætlast til að meistararnir myndu rúlla yfir slakt lið Sacramento King, annað kom á daginn. Kings byrjaði leikinn betur en Lakers var yfir í hálfleik. Meistararnir virtust hafa gert út um leikinn í þriðja leikhluta en Kings vann fjórða leikhluta með 14 stiga mun og leikinn þar af leiðandi með fjórum stigum, lokatölur 110-106. LeBron James skoraði 16 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók átta fráköst í endurkomu sinni. Anthony Davis skoraði 22 stig og tók 11 fráköst. Hjá Kings var Tyrese Haliburton með 23 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Richaun Holmes með 22 stig. 23 points & 10 dimes from @TyHaliburton22 leads the @SacramentoKings to victory in Los Angeles. #SacramentoProud #NBARooks pic.twitter.com/8eayrNFbzp— NBA (@NBA) May 1, 2021 Lakers hefur aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og situr nú í 5. sæti Vesturdeildar með 36 sigra og 27 töp. Það er mjög stutt í Dallas Mavericks [35-27] og Portland [35-28]. Lakers mætir Toronto Raptors í næsta leik en í kjölfarið koma fimm mjög erfiðir leikir gegn Denver Nuggets, Los Angeles Clippers, Portland, Suns og Knicks. Meistararnir þurfa því að fara stíga upp ef þeir ætla sér ekki að enda í sjöunda eða áttunda sæti. Stöðuna í NBA-deildinni má sjá hér en Suns og Jazz eru efst í Vesturdeildinni með 45 sigra og 18 töp. Í Austurdeildinni er Nets efst með 43 sigra og 21 tap á meðan 76ers er í öðru sæti með 42 sigra og 21 tap. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn