Orkupakki fjögur frá Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar 1. maí 2021 20:01 Undanfarnar vikur hafa andstæðingar Evrópusambandsins verið að blása upp andstöðu við Orkupakka fjögur sem Ísland þarf að innleiða í lög á næstu mánuðum. Það eru nákvæmlega sömu mótrök notuð gegn orkupakka fjögur og voru notuð gegn orkupakka þrjú sem var innleiddur í íslensk lög fyrir nokkrum árum síðan. Auk þess sem þjóðremba og annar óþrifnaður er notaður sem mótrök gegn Orkupakka fjögur og Evrópusambandinu. Orkupakki fjögur er ekki flókinn. Þetta snýst að mestu leiti um umhverfisvæna orkugjafa. Tengingar smávirkjana inná stærri rafmagnsnet, kostnað og kröfur í kringum slíkar tengingar. Reikna má með að núverandi íslensk lög um sama málefni þurfi að víkja í heild sinni eða verða breytt verulega frá því sem er núna í dag. Þar sem lögin frá Evrópusambandinu ættu að gera smávirkjunum einfaldara að tengjast inná stærri rafmagnsnet og selja umframorku þar inn. Að auki er um venjulegar uppfærslu á eldri lagagreinum varðandi raforku eftir því sem þörf er á. Hjá Evrópusambandinu heitir Orkupakki fjögur, „Hrein orka fyrir alla Evrópubúa“ og helstu markmið eru að ná Evrópusambandinu og EES innan þeirra markmiða sem eru sett í Parísarsamkomulaginu varðandi takmörkun á gróðurhúsaloftegundum. Enda er útblástur á þeim að setja mannkynið allt í stórhættu ásamt öðru lífríki á Jörðinni. Annar hluti Orkupakka fjögur er að styrkja réttindi fólksins sem kaupir raforku, auka gagnsæi rafmagnsreikninga. Auk aukinna réttinda til fólks til þess að framleiða og geyma sína eigin raforku eins og ég nefni að ofan. Hversu mikið af þessu mun nákvæmlega ná til Íslendinga á eftir að koma í ljós enda er raforku markaðurinn á Íslandi einangraður og það mun ekkert breytast af landfræðilegum ástæðum. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa andstæðingar Evrópusambandsins verið að blása upp andstöðu við Orkupakka fjögur sem Ísland þarf að innleiða í lög á næstu mánuðum. Það eru nákvæmlega sömu mótrök notuð gegn orkupakka fjögur og voru notuð gegn orkupakka þrjú sem var innleiddur í íslensk lög fyrir nokkrum árum síðan. Auk þess sem þjóðremba og annar óþrifnaður er notaður sem mótrök gegn Orkupakka fjögur og Evrópusambandinu. Orkupakki fjögur er ekki flókinn. Þetta snýst að mestu leiti um umhverfisvæna orkugjafa. Tengingar smávirkjana inná stærri rafmagnsnet, kostnað og kröfur í kringum slíkar tengingar. Reikna má með að núverandi íslensk lög um sama málefni þurfi að víkja í heild sinni eða verða breytt verulega frá því sem er núna í dag. Þar sem lögin frá Evrópusambandinu ættu að gera smávirkjunum einfaldara að tengjast inná stærri rafmagnsnet og selja umframorku þar inn. Að auki er um venjulegar uppfærslu á eldri lagagreinum varðandi raforku eftir því sem þörf er á. Hjá Evrópusambandinu heitir Orkupakki fjögur, „Hrein orka fyrir alla Evrópubúa“ og helstu markmið eru að ná Evrópusambandinu og EES innan þeirra markmiða sem eru sett í Parísarsamkomulaginu varðandi takmörkun á gróðurhúsaloftegundum. Enda er útblástur á þeim að setja mannkynið allt í stórhættu ásamt öðru lífríki á Jörðinni. Annar hluti Orkupakka fjögur er að styrkja réttindi fólksins sem kaupir raforku, auka gagnsæi rafmagnsreikninga. Auk aukinna réttinda til fólks til þess að framleiða og geyma sína eigin raforku eins og ég nefni að ofan. Hversu mikið af þessu mun nákvæmlega ná til Íslendinga á eftir að koma í ljós enda er raforku markaðurinn á Íslandi einangraður og það mun ekkert breytast af landfræðilegum ástæðum. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar