10.000 boðaðir aukalega í vikunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. maí 2021 19:00 Bólusetningar við Covid fara að stærstum hluta fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm 10.000 fleiri verða bólusettir með AstraZeneca þessa vikuna en til stóð. Leik- og grunnskólakennarar verða bólusettir með Jansen og nú er fólk boðað í bólusetningu út frá lyfjasögu. 10.000 verða bólusettir með Pfizer á þriðjudag. Þar verður einblínt á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Á miðvikudag verða 6.000 bólusettir með Jansen-bóluefninu. Þar á meðal leik og grunnskólakennarar og hópar sem eiga erfitt með að mæta í seinni bólusetningu, svo sem jaðarhópum, flug- og skipaáhöfnum. Á fimmtudag verða 10.000 bólusettir með AstraZeneca og er markmiðið að komast niður í 55 ára aldur. Á föstudag fá 2.500 manns seinni skammtinn af Moderna. „Það var að bætast við að við bólusetjum með AstraZeneca á fimmtudag,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Grunnskólakennarar hafa staðið vaktina ásamt leikskólakennurum. Við erum að reyna að mæta þeim hópi þannig.“ Fólk undir fimmtugsaldri, sem kannast ekki við að vera í áhættuhópi, hefur fengið boðun í bólusetningu undanfarið. Í upphafi var tekið mið af sjúkrasögu til að finna fólk í áhættuhópum. Nú er einnig horft til lyfjasögu. Hafi einhver fengið úthlutað lyfi, sem fólk í áhættuhópum notar, fær viðkomandi nú boðun. „Þetta er allt miðað við forgangshópa og að finna undirliggjandi sjúkdóma sem fara illa út úr Covid.“ Þeir sem af einhverju ástæðum telja sig þurfa annað bóluefni en þeim er boðið, geta farið fram á það við heilsugæslu. Ástæðurnar þurfa þó að vera gildar. „Ekki bara eitthvert hugsanlegt ferðalag. Það þurfa að vera gildar ástæður fyrir því að fólk fari erlendis, til dæmis skurðaðgerð. En þá ráðleggjum við fólki að hafa samband við sína heilsugæslustöð.“ Sóttvarnalæknir skoðar nú hugmyndir um að ráðast í handahófskenndar bólusetningar, þegar bólusetningum forgangshópa er lokið. Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Sigríði Dóru að framhaldsskólakennarar væru ekki í forgangi. Það er ekki rétt. Þeir eru í forgangi en þó á eftir leik- og grunnskólakennurum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
10.000 verða bólusettir með Pfizer á þriðjudag. Þar verður einblínt á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Á miðvikudag verða 6.000 bólusettir með Jansen-bóluefninu. Þar á meðal leik og grunnskólakennarar og hópar sem eiga erfitt með að mæta í seinni bólusetningu, svo sem jaðarhópum, flug- og skipaáhöfnum. Á fimmtudag verða 10.000 bólusettir með AstraZeneca og er markmiðið að komast niður í 55 ára aldur. Á föstudag fá 2.500 manns seinni skammtinn af Moderna. „Það var að bætast við að við bólusetjum með AstraZeneca á fimmtudag,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Grunnskólakennarar hafa staðið vaktina ásamt leikskólakennurum. Við erum að reyna að mæta þeim hópi þannig.“ Fólk undir fimmtugsaldri, sem kannast ekki við að vera í áhættuhópi, hefur fengið boðun í bólusetningu undanfarið. Í upphafi var tekið mið af sjúkrasögu til að finna fólk í áhættuhópum. Nú er einnig horft til lyfjasögu. Hafi einhver fengið úthlutað lyfi, sem fólk í áhættuhópum notar, fær viðkomandi nú boðun. „Þetta er allt miðað við forgangshópa og að finna undirliggjandi sjúkdóma sem fara illa út úr Covid.“ Þeir sem af einhverju ástæðum telja sig þurfa annað bóluefni en þeim er boðið, geta farið fram á það við heilsugæslu. Ástæðurnar þurfa þó að vera gildar. „Ekki bara eitthvert hugsanlegt ferðalag. Það þurfa að vera gildar ástæður fyrir því að fólk fari erlendis, til dæmis skurðaðgerð. En þá ráðleggjum við fólki að hafa samband við sína heilsugæslustöð.“ Sóttvarnalæknir skoðar nú hugmyndir um að ráðast í handahófskenndar bólusetningar, þegar bólusetningum forgangshópa er lokið. Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Sigríði Dóru að framhaldsskólakennarar væru ekki í forgangi. Það er ekki rétt. Þeir eru í forgangi en þó á eftir leik- og grunnskólakennurum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira