Málaferli sem gætu gerbreytt forritaverslun Apple Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2021 09:06 Framleiðandi tölvuleiksins Fortnite vill að Apple hætti að krefjast þess að öll snjallforrit séu seld í gegnum forritaverslunina App Store og að hugbúnaðarfyrirtæki verði að nota greiðslukerfi Apple. Vísir/EPA Málflutningur á máli Epic, framleiðanda eins vinsælasta tölvuleiks í heimi, gegn tæknirisanum Apple hófst í gær með því að forstjóri Epic sakaði Apple um að hafa „öll völd“ yfir Iphone-símum. Epic sakar Apple um samkeppnisbrot og hafi það betur gæti Apple neyðst til þess að gerbreyta hvernig Iphone-eigendur nálgast snjallforrit. Upphaf málsins má rekja til þess að Apple taldi að Epic hefði brotið notendaskilmála sína þegar hugbúnaðarfyrirtækið tók upp eigið greiðslukerfi inni í tölvuleiknum Fornite sem margir Iphone-notendur spila á símanum sínum. Apple krefst ekki aðeins að öll forrit séu seld í gegnum App Store, forritaverslun sína, heldur að hugbúnaðarfyrirtækin notist aðeins við greiðslukerfi þess þar sem Apple smyr 30% þóknun ofan á verðið. Mikið er í húfi fyrir Epic því tekjur fyrirtækisins af Fortnite byggjast á því að notendur leiksins kaupi sér hluti innan hans eins og nýtt útlit á persónuna sem þeir spila. Ókeypis er að sækja og spila leikinn sjálfan en Epic hefur þénað fúlgur fjár eingöngu á hégóma spilaranna sem eru tilbúnir að punga út beinhörðum peningum til að líta sem best út á meðan þeir spila. Apple bannaði Epic í App Store fyrir að hafa tekið upp eigið greiðslukerfi. Epic stefndi því Apple fyrir umdæmisdómstól í Kaliforníu í fyrra og sakaði tæknirisann um samkeppnisbrot. Stefnan byggir meðal annars á því að Apple misnoti vald sitt yfir hugbúnaðarfyrirtækjum sem þróa snjallforrit með notendaskilmálum sínum og greiðslukerfi og skaði þannig samkeppni á milli þeirra. Vildu vekja athygli á viðskiptaháttum Apple Við upphaf málflutnings í gær hélt lögmaður Epic því fram að tilgangur App Store væri að Apple gæti kreist pening út úr hugbúnaðarfyrirtækjum sem vilja selja Iphone-notendum snjallforrit. Tim Sweeney, forstjóri Epic, sagðist hafa brotið skilmála Apple vísvitandi í fyrra til þess að vekja athygli á einokun Apple. „Ég vildi að heimurinn sæi að Apple hefur fullt vald yfir öllum hugbúnaði á Ios [stýrikerfi Apple] og að það getur beitt því valdi til að neita notendum um aðgang að forritum,“ sagði Sweeney fyrir dómi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Apple ber því við að skilmálar App Store tryggi öryggi notenda þegar þeir greiða hugbúnaðarfyrirtækjum sem þeir þekkja ekki fyrir þjónustu. Þannig hafi það skapað risavaxinn markað sem öll hugbúnaðarfyrirtæki njóti góðs af. Það sakar Epic um að hafa brotið reglurnar vegna þess að það vildi fá aðgang að Iphone-notendum sér að kostnaðarlausu. Búist er við því að málaferlin standi yfir í þrjár vikur. Epic krefst ekki bóta frá Apple en vill að dómari skipi Apple að leyfa Iphone-notendum að sækja sér forrit utan App Store líkt og notendur Android-síma geta þegar gert. Apple Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Upphaf málsins má rekja til þess að Apple taldi að Epic hefði brotið notendaskilmála sína þegar hugbúnaðarfyrirtækið tók upp eigið greiðslukerfi inni í tölvuleiknum Fornite sem margir Iphone-notendur spila á símanum sínum. Apple krefst ekki aðeins að öll forrit séu seld í gegnum App Store, forritaverslun sína, heldur að hugbúnaðarfyrirtækin notist aðeins við greiðslukerfi þess þar sem Apple smyr 30% þóknun ofan á verðið. Mikið er í húfi fyrir Epic því tekjur fyrirtækisins af Fortnite byggjast á því að notendur leiksins kaupi sér hluti innan hans eins og nýtt útlit á persónuna sem þeir spila. Ókeypis er að sækja og spila leikinn sjálfan en Epic hefur þénað fúlgur fjár eingöngu á hégóma spilaranna sem eru tilbúnir að punga út beinhörðum peningum til að líta sem best út á meðan þeir spila. Apple bannaði Epic í App Store fyrir að hafa tekið upp eigið greiðslukerfi. Epic stefndi því Apple fyrir umdæmisdómstól í Kaliforníu í fyrra og sakaði tæknirisann um samkeppnisbrot. Stefnan byggir meðal annars á því að Apple misnoti vald sitt yfir hugbúnaðarfyrirtækjum sem þróa snjallforrit með notendaskilmálum sínum og greiðslukerfi og skaði þannig samkeppni á milli þeirra. Vildu vekja athygli á viðskiptaháttum Apple Við upphaf málflutnings í gær hélt lögmaður Epic því fram að tilgangur App Store væri að Apple gæti kreist pening út úr hugbúnaðarfyrirtækjum sem vilja selja Iphone-notendum snjallforrit. Tim Sweeney, forstjóri Epic, sagðist hafa brotið skilmála Apple vísvitandi í fyrra til þess að vekja athygli á einokun Apple. „Ég vildi að heimurinn sæi að Apple hefur fullt vald yfir öllum hugbúnaði á Ios [stýrikerfi Apple] og að það getur beitt því valdi til að neita notendum um aðgang að forritum,“ sagði Sweeney fyrir dómi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Apple ber því við að skilmálar App Store tryggi öryggi notenda þegar þeir greiða hugbúnaðarfyrirtækjum sem þeir þekkja ekki fyrir þjónustu. Þannig hafi það skapað risavaxinn markað sem öll hugbúnaðarfyrirtæki njóti góðs af. Það sakar Epic um að hafa brotið reglurnar vegna þess að það vildi fá aðgang að Iphone-notendum sér að kostnaðarlausu. Búist er við því að málaferlin standi yfir í þrjár vikur. Epic krefst ekki bóta frá Apple en vill að dómari skipi Apple að leyfa Iphone-notendum að sækja sér forrit utan App Store líkt og notendur Android-síma geta þegar gert.
Apple Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira