Orsakir hækkunar verðlagsvísitölu: Misskilningur leiðréttur Erna Bjarnadóttir skrifar 4. maí 2021 11:00 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7% í apríl samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga mælist nú 4,6% en var 4,3% í mars og hefur ekki mælst meiri síðan í ársbyrjun 2013. Þessi hækkun er meiri en flestir greiningaraðilar höfðu spáð. Það er því von að þeir hrökkvi við og rýni í stöðuna. Það er vissulega áhyggjuefni ef verðbólgan er að ná sér á strik núna á vordögum 2021. Yfirlýsingar hagfræðings Íslandsbanka Á vefmiðlinum Vísi var eftirfarandi haft eftir hagfræðingi Íslandsbanka um orsakir hækkunar vísitölu neysluverðs: „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir [hún] verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Síðan segir hann og er að vísa til mjólkurverðs: „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd.“ Þetta er dálítið einkennileg áhersla hjá hagfræðingnum. Það er nefnilega svo að vaxtalækkanir Seðlabankans sem margir telja að eigi ríkan þátt í hækkun húsnæðisverðs og sem að sögn hagfræðingsins útskýrir þorra veðlagshækkunarinnar, er einnig ákveðnar af „miðlægri nefnd“, þ.e. peningastefnunefnd Seðlabankans. Það er greinilega ekki sama hver „miðlæga nefndin“ er að hans áliti. Verðlagsnefnd búvara sem ákvað umrædda hækkun á verði mjólkurvara hefur starfað áratugum saman. Hlutverk hennar er að tryggja að kjör bænda dragist ekki aftur úr kjörum viðmiðunarstétta. Í því skyni leiðréttir hún mjólkurverð í samræmi við þær kostnaðarhækkanir sem bændur hafa þurft að mæta. Þetta gerir hún eftir á, það er eftir að kostnaðarhækkanir hafa átt sér stað. Þessar verðleiðréttingar eru því viðbrögð við liðinni verðbólgu. Þær geta því ekki verið sjálfstæður verðbólguhvati eins og hagfræðingur Íslandsbanka virðist telja. Hvað orsakir verðbólgunnar snertir, ætti hagfræðingur Íslandsbanka miklu fremur að horfa til „miðlægra“ ákvarðana Seðlabankans, ríkis og sveitarfélaga um fjölmarga verðlagsþætti og launakjör sem vissulega hafa verið sjálfstæðir verðbólguhvatar á liðnum misserum. Erfitt er að taka alvarlega þá fullyrðingu hagfræðings Íslandsbanka að hækkun á verði mjólkurvara 1. apríl hafi komið á óvart. Eins og fyrr greinir er hækkunin eftir á og er til að mæta áföllnum kostnaðarhækkunum undanfarna mánuði. Því var hún algerlega fyrirsjáanleg. Þar að auki var hún auglýst opinberlega þann 1. apríl. Því hefði hún ekki átt að koma vökulum hagfræðingum á óvart. Mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs Mikilvægt er að átta sig á því að mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs og hefur sá hluti farið lækkandi yfir tíma. Á síðastliðnu ári var hlutdeild mjólkurvara í vísitölunni aðeins 2,7% (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Frá og með 1. apríl sl. var hlutdeild þeirra svo lækkuð í 2,6%. Af þessari ástæðu er afar langsótt svo ekki sé nú meira sagt að reyna að útskýra vaxandi verðbólgu með hækkun í verði mjólkurvara. Hefði til að mynda verð á mjólkurvörum alls ekki hækkað 1. apríl hefði ársverðbólgan numið 4,5% en ekki 4,6%. Tæplega hefði það gert gæfumuninn að áliti hagfræðings Íslandsbanka. Þá hefur sum staðar komið fram að verðbólguskotið nú megi rekja til verðhækkunar á smjöri. Hið rétta er að smjör vegur 19/10.000 í vísitölu neysluverðs (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Hækkun á smjöri nú útskýrir því vel innan við 0,02% af hækkun vísitölunnar. Bændur orðið fyrir kjaraskerðingu Sú hækkun á verði mjólkurvara sem Verðlagsnefnd búvara ákvað 1. apríl sl. er sú fyrsta síðan 1. júní 2020. Í millitíðinni hafa bændur orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu vegna hækkana á verði þeirra aðfanga sem þeir þurfa að nota í búrekstrinum. Öfugt við flestar aðrar stéttir hafa kjör bænda því versnað á tímabilinu en ekki batnað. Sú hækkun á mjólkurverði sem varð 1. apríl er til að færa kjör bænda aftur að kjörum viðmiðunarstéttanna. Tapið vegna kostnaðarhækkananna í millitíðinni verða þeir hins vegar að bera bótalaust. Vonandi tekst okkur að kveða verðbólgudrauginn niður en það eru skaðlegar grillur að kenna verðlagi á mjólkurafurðum um hann. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Verðlag Landbúnaður Íslenska krónan Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7% í apríl samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga mælist nú 4,6% en var 4,3% í mars og hefur ekki mælst meiri síðan í ársbyrjun 2013. Þessi hækkun er meiri en flestir greiningaraðilar höfðu spáð. Það er því von að þeir hrökkvi við og rýni í stöðuna. Það er vissulega áhyggjuefni ef verðbólgan er að ná sér á strik núna á vordögum 2021. Yfirlýsingar hagfræðings Íslandsbanka Á vefmiðlinum Vísi var eftirfarandi haft eftir hagfræðingi Íslandsbanka um orsakir hækkunar vísitölu neysluverðs: „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir [hún] verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Síðan segir hann og er að vísa til mjólkurverðs: „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd.“ Þetta er dálítið einkennileg áhersla hjá hagfræðingnum. Það er nefnilega svo að vaxtalækkanir Seðlabankans sem margir telja að eigi ríkan þátt í hækkun húsnæðisverðs og sem að sögn hagfræðingsins útskýrir þorra veðlagshækkunarinnar, er einnig ákveðnar af „miðlægri nefnd“, þ.e. peningastefnunefnd Seðlabankans. Það er greinilega ekki sama hver „miðlæga nefndin“ er að hans áliti. Verðlagsnefnd búvara sem ákvað umrædda hækkun á verði mjólkurvara hefur starfað áratugum saman. Hlutverk hennar er að tryggja að kjör bænda dragist ekki aftur úr kjörum viðmiðunarstétta. Í því skyni leiðréttir hún mjólkurverð í samræmi við þær kostnaðarhækkanir sem bændur hafa þurft að mæta. Þetta gerir hún eftir á, það er eftir að kostnaðarhækkanir hafa átt sér stað. Þessar verðleiðréttingar eru því viðbrögð við liðinni verðbólgu. Þær geta því ekki verið sjálfstæður verðbólguhvati eins og hagfræðingur Íslandsbanka virðist telja. Hvað orsakir verðbólgunnar snertir, ætti hagfræðingur Íslandsbanka miklu fremur að horfa til „miðlægra“ ákvarðana Seðlabankans, ríkis og sveitarfélaga um fjölmarga verðlagsþætti og launakjör sem vissulega hafa verið sjálfstæðir verðbólguhvatar á liðnum misserum. Erfitt er að taka alvarlega þá fullyrðingu hagfræðings Íslandsbanka að hækkun á verði mjólkurvara 1. apríl hafi komið á óvart. Eins og fyrr greinir er hækkunin eftir á og er til að mæta áföllnum kostnaðarhækkunum undanfarna mánuði. Því var hún algerlega fyrirsjáanleg. Þar að auki var hún auglýst opinberlega þann 1. apríl. Því hefði hún ekki átt að koma vökulum hagfræðingum á óvart. Mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs Mikilvægt er að átta sig á því að mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs og hefur sá hluti farið lækkandi yfir tíma. Á síðastliðnu ári var hlutdeild mjólkurvara í vísitölunni aðeins 2,7% (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Frá og með 1. apríl sl. var hlutdeild þeirra svo lækkuð í 2,6%. Af þessari ástæðu er afar langsótt svo ekki sé nú meira sagt að reyna að útskýra vaxandi verðbólgu með hækkun í verði mjólkurvara. Hefði til að mynda verð á mjólkurvörum alls ekki hækkað 1. apríl hefði ársverðbólgan numið 4,5% en ekki 4,6%. Tæplega hefði það gert gæfumuninn að áliti hagfræðings Íslandsbanka. Þá hefur sum staðar komið fram að verðbólguskotið nú megi rekja til verðhækkunar á smjöri. Hið rétta er að smjör vegur 19/10.000 í vísitölu neysluverðs (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Hækkun á smjöri nú útskýrir því vel innan við 0,02% af hækkun vísitölunnar. Bændur orðið fyrir kjaraskerðingu Sú hækkun á verði mjólkurvara sem Verðlagsnefnd búvara ákvað 1. apríl sl. er sú fyrsta síðan 1. júní 2020. Í millitíðinni hafa bændur orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu vegna hækkana á verði þeirra aðfanga sem þeir þurfa að nota í búrekstrinum. Öfugt við flestar aðrar stéttir hafa kjör bænda því versnað á tímabilinu en ekki batnað. Sú hækkun á mjólkurverði sem varð 1. apríl er til að færa kjör bænda aftur að kjörum viðmiðunarstéttanna. Tapið vegna kostnaðarhækkananna í millitíðinni verða þeir hins vegar að bera bótalaust. Vonandi tekst okkur að kveða verðbólgudrauginn niður en það eru skaðlegar grillur að kenna verðlagi á mjólkurafurðum um hann. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun