Orsakir hækkunar verðlagsvísitölu: Misskilningur leiðréttur Erna Bjarnadóttir skrifar 4. maí 2021 11:00 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7% í apríl samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga mælist nú 4,6% en var 4,3% í mars og hefur ekki mælst meiri síðan í ársbyrjun 2013. Þessi hækkun er meiri en flestir greiningaraðilar höfðu spáð. Það er því von að þeir hrökkvi við og rýni í stöðuna. Það er vissulega áhyggjuefni ef verðbólgan er að ná sér á strik núna á vordögum 2021. Yfirlýsingar hagfræðings Íslandsbanka Á vefmiðlinum Vísi var eftirfarandi haft eftir hagfræðingi Íslandsbanka um orsakir hækkunar vísitölu neysluverðs: „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir [hún] verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Síðan segir hann og er að vísa til mjólkurverðs: „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd.“ Þetta er dálítið einkennileg áhersla hjá hagfræðingnum. Það er nefnilega svo að vaxtalækkanir Seðlabankans sem margir telja að eigi ríkan þátt í hækkun húsnæðisverðs og sem að sögn hagfræðingsins útskýrir þorra veðlagshækkunarinnar, er einnig ákveðnar af „miðlægri nefnd“, þ.e. peningastefnunefnd Seðlabankans. Það er greinilega ekki sama hver „miðlæga nefndin“ er að hans áliti. Verðlagsnefnd búvara sem ákvað umrædda hækkun á verði mjólkurvara hefur starfað áratugum saman. Hlutverk hennar er að tryggja að kjör bænda dragist ekki aftur úr kjörum viðmiðunarstétta. Í því skyni leiðréttir hún mjólkurverð í samræmi við þær kostnaðarhækkanir sem bændur hafa þurft að mæta. Þetta gerir hún eftir á, það er eftir að kostnaðarhækkanir hafa átt sér stað. Þessar verðleiðréttingar eru því viðbrögð við liðinni verðbólgu. Þær geta því ekki verið sjálfstæður verðbólguhvati eins og hagfræðingur Íslandsbanka virðist telja. Hvað orsakir verðbólgunnar snertir, ætti hagfræðingur Íslandsbanka miklu fremur að horfa til „miðlægra“ ákvarðana Seðlabankans, ríkis og sveitarfélaga um fjölmarga verðlagsþætti og launakjör sem vissulega hafa verið sjálfstæðir verðbólguhvatar á liðnum misserum. Erfitt er að taka alvarlega þá fullyrðingu hagfræðings Íslandsbanka að hækkun á verði mjólkurvara 1. apríl hafi komið á óvart. Eins og fyrr greinir er hækkunin eftir á og er til að mæta áföllnum kostnaðarhækkunum undanfarna mánuði. Því var hún algerlega fyrirsjáanleg. Þar að auki var hún auglýst opinberlega þann 1. apríl. Því hefði hún ekki átt að koma vökulum hagfræðingum á óvart. Mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs Mikilvægt er að átta sig á því að mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs og hefur sá hluti farið lækkandi yfir tíma. Á síðastliðnu ári var hlutdeild mjólkurvara í vísitölunni aðeins 2,7% (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Frá og með 1. apríl sl. var hlutdeild þeirra svo lækkuð í 2,6%. Af þessari ástæðu er afar langsótt svo ekki sé nú meira sagt að reyna að útskýra vaxandi verðbólgu með hækkun í verði mjólkurvara. Hefði til að mynda verð á mjólkurvörum alls ekki hækkað 1. apríl hefði ársverðbólgan numið 4,5% en ekki 4,6%. Tæplega hefði það gert gæfumuninn að áliti hagfræðings Íslandsbanka. Þá hefur sum staðar komið fram að verðbólguskotið nú megi rekja til verðhækkunar á smjöri. Hið rétta er að smjör vegur 19/10.000 í vísitölu neysluverðs (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Hækkun á smjöri nú útskýrir því vel innan við 0,02% af hækkun vísitölunnar. Bændur orðið fyrir kjaraskerðingu Sú hækkun á verði mjólkurvara sem Verðlagsnefnd búvara ákvað 1. apríl sl. er sú fyrsta síðan 1. júní 2020. Í millitíðinni hafa bændur orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu vegna hækkana á verði þeirra aðfanga sem þeir þurfa að nota í búrekstrinum. Öfugt við flestar aðrar stéttir hafa kjör bænda því versnað á tímabilinu en ekki batnað. Sú hækkun á mjólkurverði sem varð 1. apríl er til að færa kjör bænda aftur að kjörum viðmiðunarstéttanna. Tapið vegna kostnaðarhækkananna í millitíðinni verða þeir hins vegar að bera bótalaust. Vonandi tekst okkur að kveða verðbólgudrauginn niður en það eru skaðlegar grillur að kenna verðlagi á mjólkurafurðum um hann. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Verðlag Landbúnaður Íslenska krónan Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7% í apríl samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga mælist nú 4,6% en var 4,3% í mars og hefur ekki mælst meiri síðan í ársbyrjun 2013. Þessi hækkun er meiri en flestir greiningaraðilar höfðu spáð. Það er því von að þeir hrökkvi við og rýni í stöðuna. Það er vissulega áhyggjuefni ef verðbólgan er að ná sér á strik núna á vordögum 2021. Yfirlýsingar hagfræðings Íslandsbanka Á vefmiðlinum Vísi var eftirfarandi haft eftir hagfræðingi Íslandsbanka um orsakir hækkunar vísitölu neysluverðs: „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir [hún] verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Síðan segir hann og er að vísa til mjólkurverðs: „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd.“ Þetta er dálítið einkennileg áhersla hjá hagfræðingnum. Það er nefnilega svo að vaxtalækkanir Seðlabankans sem margir telja að eigi ríkan þátt í hækkun húsnæðisverðs og sem að sögn hagfræðingsins útskýrir þorra veðlagshækkunarinnar, er einnig ákveðnar af „miðlægri nefnd“, þ.e. peningastefnunefnd Seðlabankans. Það er greinilega ekki sama hver „miðlæga nefndin“ er að hans áliti. Verðlagsnefnd búvara sem ákvað umrædda hækkun á verði mjólkurvara hefur starfað áratugum saman. Hlutverk hennar er að tryggja að kjör bænda dragist ekki aftur úr kjörum viðmiðunarstétta. Í því skyni leiðréttir hún mjólkurverð í samræmi við þær kostnaðarhækkanir sem bændur hafa þurft að mæta. Þetta gerir hún eftir á, það er eftir að kostnaðarhækkanir hafa átt sér stað. Þessar verðleiðréttingar eru því viðbrögð við liðinni verðbólgu. Þær geta því ekki verið sjálfstæður verðbólguhvati eins og hagfræðingur Íslandsbanka virðist telja. Hvað orsakir verðbólgunnar snertir, ætti hagfræðingur Íslandsbanka miklu fremur að horfa til „miðlægra“ ákvarðana Seðlabankans, ríkis og sveitarfélaga um fjölmarga verðlagsþætti og launakjör sem vissulega hafa verið sjálfstæðir verðbólguhvatar á liðnum misserum. Erfitt er að taka alvarlega þá fullyrðingu hagfræðings Íslandsbanka að hækkun á verði mjólkurvara 1. apríl hafi komið á óvart. Eins og fyrr greinir er hækkunin eftir á og er til að mæta áföllnum kostnaðarhækkunum undanfarna mánuði. Því var hún algerlega fyrirsjáanleg. Þar að auki var hún auglýst opinberlega þann 1. apríl. Því hefði hún ekki átt að koma vökulum hagfræðingum á óvart. Mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs Mikilvægt er að átta sig á því að mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs og hefur sá hluti farið lækkandi yfir tíma. Á síðastliðnu ári var hlutdeild mjólkurvara í vísitölunni aðeins 2,7% (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Frá og með 1. apríl sl. var hlutdeild þeirra svo lækkuð í 2,6%. Af þessari ástæðu er afar langsótt svo ekki sé nú meira sagt að reyna að útskýra vaxandi verðbólgu með hækkun í verði mjólkurvara. Hefði til að mynda verð á mjólkurvörum alls ekki hækkað 1. apríl hefði ársverðbólgan numið 4,5% en ekki 4,6%. Tæplega hefði það gert gæfumuninn að áliti hagfræðings Íslandsbanka. Þá hefur sum staðar komið fram að verðbólguskotið nú megi rekja til verðhækkunar á smjöri. Hið rétta er að smjör vegur 19/10.000 í vísitölu neysluverðs (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Hækkun á smjöri nú útskýrir því vel innan við 0,02% af hækkun vísitölunnar. Bændur orðið fyrir kjaraskerðingu Sú hækkun á verði mjólkurvara sem Verðlagsnefnd búvara ákvað 1. apríl sl. er sú fyrsta síðan 1. júní 2020. Í millitíðinni hafa bændur orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu vegna hækkana á verði þeirra aðfanga sem þeir þurfa að nota í búrekstrinum. Öfugt við flestar aðrar stéttir hafa kjör bænda því versnað á tímabilinu en ekki batnað. Sú hækkun á mjólkurverði sem varð 1. apríl er til að færa kjör bænda aftur að kjörum viðmiðunarstéttanna. Tapið vegna kostnaðarhækkananna í millitíðinni verða þeir hins vegar að bera bótalaust. Vonandi tekst okkur að kveða verðbólgudrauginn niður en það eru skaðlegar grillur að kenna verðlagi á mjólkurafurðum um hann. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun