Gestirnir í Juventus, þó ekki ítalska félaginu, byrjuðu leikinn mun betur en heimamenn og voru í raun sterkari aðilinn allan leikinn. Þeir voru tíu stigum eftir fyrsta leikhluta þar sem Siauliai skoraði aðeins 16 stig. Eftir það stigu Elvar Már og félagar á bensíngjöfina í sóknarleiknum en tókst ekki að spila jafn vel varnarlega.
Því fór sem fór en gestirnir unnu nokkuð þægilegan 18 stiga sigur, lokatölur 112-94 Juventus í vil.
Elvar Már átti eins og áður sagði frábæran leik og var stigahæstur allra á vellinum með 29 stig á þeim tæplega 29 mínútum sem hann spilaði. Enginn skoraði fleiri stig í leiknum. Þá gaf hann sjö stoðsendingar. Enginn leikmaður vallarins gaf jafn margar. Að lokum tók hann svo tvö fráköst.
Siauliai er sem stendur í 7. sæti deildarinnar en tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Það stefnir því allt í að Elvar Már og félagar komist í úrslitakeppnina en 8 af 10 liðum deildarinnar fara þangað.