Virkjum mannauðinn betur Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 5. maí 2021 08:01 Allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu. En það sem við erum góð í er misvel metið í samfélaginu. Þeir sem eru til dæmis góðir í fótbolta fá mikið lof og athygli fyrir það, verða stundum atvinnumenn í fótbolta og fá vel greitt fyrir þessa hæfni sína. Sumir eru góðir í að skrifa bækur og öðlast ákveðna viðurkenningu fyrir ritsnilld sína og svo eru aðrir góðir í að nota samfélagsmiðla og verða áhrifavaldar. Þrátt fyrir mismunandi styrkleika okkar virðast þeir ekki allir vera jafn mikils metnir. Þeir sem eru góðir í að hlusta á aðra og styðja í erfiðleikum fá yfirleitt ekki verðlaun fyrir það og þeir sem eru góðir í að mæta dags daglega í vinnuna og sinna henni af heilum hug fá ekki endilega hrós og umbun fyrir sín störf. Þar sem styrkleikar okkar eru misjafnlega vel metnir er sú hætta fyrir hendi að við missum af mikilvægum mannauði. Það sama má segja um allan þann mannauð sem býr á meðal öryrkja þessa lands. Því miður hefur öryrkjum vegna geðræns vanda aukist á undanförnum árum og er það mikið áhyggjuefni að andleg heilsa okkar fari versnandi. Við þurfum að staldra við og velta fyrir okkur hvað það er sem veldur aukinni vanlíðan og hverju þarf að breyta í samfélaginu til að sporna við því. Í starfshópi sem ég leiddi á vegum félags- og barnamálaráðuneytisins um samfélagslega virkni einstaklinga með geðrænan vanda skiluðum við tillögum um samþættingu kerfa, s.s. heilsugæslu, félagsþjónustu og virkniúrræða. Lagt var til að hugað yrði markvisst að því að virkja þennan hóp fólks með fjölbreyttum virkniúrræðum og þeim skipaður tengiliður til að halda utan um stöðu þeirra og líðan. Allt með það að markmiði að mannauður sem flestra fái sem best notið sín. Félags- og barnamálaráðherra hefur nú hrundið í framkvæmd sambærilegum tillögum í málefnum barna en nú er komið að því að huga að öryrkjunum. Langflestir vilja leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið og finna að þeirra framlag sé metið. Við þurfum því að taka miklu betur utan um öryrkja og styðja þá við að ná virkni á ný. Við þurfum að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti þeim stuðning við hæfi og þau úrræði sem þeim standa til boða sé af fjölbreyttum toga í samræmi við hvaða mannauð hver og einn býr yfir. Með mismunandi styrkleikum okkar sköpum við margbreytilegra samfélag sem er okkur öllum til heilla. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu. En það sem við erum góð í er misvel metið í samfélaginu. Þeir sem eru til dæmis góðir í fótbolta fá mikið lof og athygli fyrir það, verða stundum atvinnumenn í fótbolta og fá vel greitt fyrir þessa hæfni sína. Sumir eru góðir í að skrifa bækur og öðlast ákveðna viðurkenningu fyrir ritsnilld sína og svo eru aðrir góðir í að nota samfélagsmiðla og verða áhrifavaldar. Þrátt fyrir mismunandi styrkleika okkar virðast þeir ekki allir vera jafn mikils metnir. Þeir sem eru góðir í að hlusta á aðra og styðja í erfiðleikum fá yfirleitt ekki verðlaun fyrir það og þeir sem eru góðir í að mæta dags daglega í vinnuna og sinna henni af heilum hug fá ekki endilega hrós og umbun fyrir sín störf. Þar sem styrkleikar okkar eru misjafnlega vel metnir er sú hætta fyrir hendi að við missum af mikilvægum mannauði. Það sama má segja um allan þann mannauð sem býr á meðal öryrkja þessa lands. Því miður hefur öryrkjum vegna geðræns vanda aukist á undanförnum árum og er það mikið áhyggjuefni að andleg heilsa okkar fari versnandi. Við þurfum að staldra við og velta fyrir okkur hvað það er sem veldur aukinni vanlíðan og hverju þarf að breyta í samfélaginu til að sporna við því. Í starfshópi sem ég leiddi á vegum félags- og barnamálaráðuneytisins um samfélagslega virkni einstaklinga með geðrænan vanda skiluðum við tillögum um samþættingu kerfa, s.s. heilsugæslu, félagsþjónustu og virkniúrræða. Lagt var til að hugað yrði markvisst að því að virkja þennan hóp fólks með fjölbreyttum virkniúrræðum og þeim skipaður tengiliður til að halda utan um stöðu þeirra og líðan. Allt með það að markmiði að mannauður sem flestra fái sem best notið sín. Félags- og barnamálaráðherra hefur nú hrundið í framkvæmd sambærilegum tillögum í málefnum barna en nú er komið að því að huga að öryrkjunum. Langflestir vilja leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið og finna að þeirra framlag sé metið. Við þurfum því að taka miklu betur utan um öryrkja og styðja þá við að ná virkni á ný. Við þurfum að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti þeim stuðning við hæfi og þau úrræði sem þeim standa til boða sé af fjölbreyttum toga í samræmi við hvaða mannauð hver og einn býr yfir. Með mismunandi styrkleikum okkar sköpum við margbreytilegra samfélag sem er okkur öllum til heilla. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun