Duglegir og vinnusamir Grindvíkingar að taka við sér á hárréttum tíma Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2021 09:46 Grindvíkingar eru að vakna á frábærum tímapunkti. vísir/bára Framganga Grindavíkur í síðustu leikjum hefur verið frábær en liðið er að taka við sér skömmu fyrir úrslitakeppni. Frammistaða þeirra var rædd í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Grindavík hafði betur gegn Tindastól fyrir helgi en þeir hafa unnið þrjá leiki í röð; gegn ÍR, KR og nú síðast Tindastól. Þeir eru í fimmta sætinu með 22 stig í góðum málum. Framherjinn Kazembe Abif gekk í raðir þeirra gulklæddu undir lok febrúar og hann hefur komist betur og betur í takt við leik liðsins. „Það er gott þú nefnir hægt og rólega því hann gerir allt hægt og rólega. Ég talaði um fyrir tveimur þáttum síðan að hann væri lélegasti Kani deildarinnar en eins og margt sem maður segir, þá hefur maður kolrangt fyrir sér,“ sagði Sævar. Hann bætti við: „Það gekk allt upp hjá honum í þessum leik. Hann er mikill af burðum og ekkert lamb að leika sér við. Hann er með ágætis stroku, fínar hreyfingar. Það virkaði eins og hann væri ekki í formi en hann er mjög hægt og bítandi að komast í leikform. Það á hárréttum tíma.“ Benedikt Guðmundsson segir að það sé allt annað að sjá Grindavíkurliðið í síðustu leikjum. Margir hafi stigið upp eftir komu Kazembe. „Ég er ekki enn tilbúinn að kvittera undir að hann sé hæfileikaríkur leikmaður en hann má eiga það að hann er ofboðslega duglegur. Grindavíkurliðið í þessum sigurleikjum; eru bara allir duglegir.“ „Vinnusemin, dugnaðurinn. Það er ekki langt síðan að við vorum með Ólaf Ólafsson hérna í hverju viðtalinu á fætur öðru að hann væri tilbúinn að koma af bekknum ef að það hjálpaði einhverjum. Nú eru allir að berjast og þetta er ein heild,“ bætti Benedikt við. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Grindavík á uppleið Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Grindavík hafði betur gegn Tindastól fyrir helgi en þeir hafa unnið þrjá leiki í röð; gegn ÍR, KR og nú síðast Tindastól. Þeir eru í fimmta sætinu með 22 stig í góðum málum. Framherjinn Kazembe Abif gekk í raðir þeirra gulklæddu undir lok febrúar og hann hefur komist betur og betur í takt við leik liðsins. „Það er gott þú nefnir hægt og rólega því hann gerir allt hægt og rólega. Ég talaði um fyrir tveimur þáttum síðan að hann væri lélegasti Kani deildarinnar en eins og margt sem maður segir, þá hefur maður kolrangt fyrir sér,“ sagði Sævar. Hann bætti við: „Það gekk allt upp hjá honum í þessum leik. Hann er mikill af burðum og ekkert lamb að leika sér við. Hann er með ágætis stroku, fínar hreyfingar. Það virkaði eins og hann væri ekki í formi en hann er mjög hægt og bítandi að komast í leikform. Það á hárréttum tíma.“ Benedikt Guðmundsson segir að það sé allt annað að sjá Grindavíkurliðið í síðustu leikjum. Margir hafi stigið upp eftir komu Kazembe. „Ég er ekki enn tilbúinn að kvittera undir að hann sé hæfileikaríkur leikmaður en hann má eiga það að hann er ofboðslega duglegur. Grindavíkurliðið í þessum sigurleikjum; eru bara allir duglegir.“ „Vinnusemin, dugnaðurinn. Það er ekki langt síðan að við vorum með Ólaf Ólafsson hérna í hverju viðtalinu á fætur öðru að hann væri tilbúinn að koma af bekknum ef að það hjálpaði einhverjum. Nú eru allir að berjast og þetta er ein heild,“ bætti Benedikt við. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Grindavík á uppleið Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira