OnlyFans, klám og óskynsamlegar refsingar Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. maí 2021 13:30 Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni sem snúa að ólíkum aðstæðum ólíks fólks að gera ólíka hluti, með ólíkum afleiðingum; sumum alvarlegum. Kynfrelsi okkar er sérstök tegund af frelsi og þegar fólk neyðist til að gera eitthvað kynferðislegt sem það vill ekki, þá er augljós skaði fólginn í því. Viðhorf fólks og langanir í kynlífi eru hins vegar æði misjöfn. Við erum gríðarlega ólík þegar kemur að kynlífi. Það er allur gangur á því hvað okkur finnst ánægjulegt, hvað okkur finnst gróft, og þar á meðal hversu prívat við viljum hafa kynhegðun okkar. Sumt fólk leitast beinlínis eftir því að spóka sig fyrir öðrum. Sumt fólk leitast eftir því að horfa á annað fólk stunda kynlíf - jafnvel iðkanir sem öðrum þykja afbrigðilegar. Við erum allskonar og það segir sig sjálft í kjölfarinu, að aðstæður fólks í kynlífsiðnaði, þar á meðal klámframleiðslu, eru misjafnar. Þar er bæði að finna fólk sem starfar af fúsum og frjálsum vilja og allt yfir í fórnarlömb mansals sem er beinlínis neytt í kynlífsiðnað með hótunum, líkamlegu ofbeldi og frelsissviptingu. Síðan er flóra af aðstæðum þarna á milli sem eru einstaklingsbundnar og geta verið flóknar. Þær geta líka breyst yfir tímann. Það sem á einum tímapunkti er bara fjör og skemmtun getur breyst í kúgunarástand með tímanum. Rétt eins og kynferðisleg sambönd almennt. Hverjar sem aðstæður fólks í kynlífsiðnaði eru, hvort sem þær eru góðar (jafnvel ef bara tímabundið) eða vondar, þá er það ábyrgð yfirvalda að tryggja réttindi þess eftir fremsta megni. Tryggja að fólk hafi aðgang að hvers konar aðstoð, ekki bara til að komast úr aðstæðunum heldur líka heilbrigðisaðstoð, lögregluaðstoð og allri þeirri þjónustu og réttindavernd sem annað fólk tekur sem sjálfsögðum hlut. Lögbrjótarnir á OnlyFans Og þá að stöðunni eins og hún er. Klám er bannað á Íslandi. Fólk sem býr til klám og dreifir því á OnlyFans er í reynd að brjóta íslenska löggjöf. Við því liggja sektir og frelsissvipting, og mögulega eignaupptaka eins og farið er yfir í fréttum. Höfum alveg á hreinu, að það er ekki aðstoð við fólk í kynlífsvinnu, hvað þá fólki sem er í henni af nauðung, að gera eigur þess upptækar, sekta það eða frelsissvipta. Það stuðlar ekki að frelsi fórnarlamba mansals heldur dregur enn meira úr því. Það kennir fólki sem býr til klám af fúsum og frjálsum vilja ekki neitt um hættur kynlífsiðnaðarins né veitir þeim neina úrlausn ef það vill komast út úr honum seinna meir. Engan skyldi undra. Klámbannið snýst nefnilega ekki um að draga úr nauðung eins eða neins, heldur um að vernda meint siðgæði samfélagsins gegn hinu meinta ósiðlega. Áhrif þess eru minna frelsi kvenna, ekki meira - alveg sama í hvaða aðstæðum þær eru; meiri fordæming og útskúfun fólks sem mögulega þarf hjálp (og mögulega ekki). Það gerir nákvæmlega ekkert gagn og veldur einungis skaða. Það refsar engum sekum heldur einungis saklausum. Klámbannið í almennum hegningarlögum er vont ákvæði, og við eigum að fjarlægja það, alveg sama hvað okkur finnst um kynlífsiðnaðinn eða áhrif kláms á samfélagið. Óskynsamlegar refsingar Femínistar (og undirritaður er femínisti) hafa lengi rökrætt klám og kynlífsvinnu í gegnum tíðina og ekki er komin nein sýnileg, endanleg niðurstaða í þá umræðu - skyldi nú líka engan undra að ólík sjónarmið væru uppi um eitthvað jafn fjölbreytt og persónulegt og kynhegðun. Í þeirri umræðu læt ég duga í bili að hlusta á sjónarmið fólks sem annað hvort er í, eða hefur verið í kynlífsiðnaði, þá sérstaklega konur. En enga femíníska hugmynd þekki ég sem leiðir af sér skynsemi þess að beita fólk í kynlífsiðnaði eignaupptöku, sektum og frelsissviptingum. Þótt við þurfum að bregðast við áhrifum kláms á samfélagið, sér í lagi börn, til dæmis með aukinni fræðslu og breyttum viðhorfum til kynferðislegra samskipta, þá stendur eftir að það er einfaldlega ekki það sem klámbannið gerir, enda var það ekki einu sinni tilgangur þess eitraða meðals. Þvert á móti er klámbannið skilgetið afkvæmi feðraveldisins og sú staðreynd sést best á hvoru tveggja uppruna þess, og áhrifum. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni sem snúa að ólíkum aðstæðum ólíks fólks að gera ólíka hluti, með ólíkum afleiðingum; sumum alvarlegum. Kynfrelsi okkar er sérstök tegund af frelsi og þegar fólk neyðist til að gera eitthvað kynferðislegt sem það vill ekki, þá er augljós skaði fólginn í því. Viðhorf fólks og langanir í kynlífi eru hins vegar æði misjöfn. Við erum gríðarlega ólík þegar kemur að kynlífi. Það er allur gangur á því hvað okkur finnst ánægjulegt, hvað okkur finnst gróft, og þar á meðal hversu prívat við viljum hafa kynhegðun okkar. Sumt fólk leitast beinlínis eftir því að spóka sig fyrir öðrum. Sumt fólk leitast eftir því að horfa á annað fólk stunda kynlíf - jafnvel iðkanir sem öðrum þykja afbrigðilegar. Við erum allskonar og það segir sig sjálft í kjölfarinu, að aðstæður fólks í kynlífsiðnaði, þar á meðal klámframleiðslu, eru misjafnar. Þar er bæði að finna fólk sem starfar af fúsum og frjálsum vilja og allt yfir í fórnarlömb mansals sem er beinlínis neytt í kynlífsiðnað með hótunum, líkamlegu ofbeldi og frelsissviptingu. Síðan er flóra af aðstæðum þarna á milli sem eru einstaklingsbundnar og geta verið flóknar. Þær geta líka breyst yfir tímann. Það sem á einum tímapunkti er bara fjör og skemmtun getur breyst í kúgunarástand með tímanum. Rétt eins og kynferðisleg sambönd almennt. Hverjar sem aðstæður fólks í kynlífsiðnaði eru, hvort sem þær eru góðar (jafnvel ef bara tímabundið) eða vondar, þá er það ábyrgð yfirvalda að tryggja réttindi þess eftir fremsta megni. Tryggja að fólk hafi aðgang að hvers konar aðstoð, ekki bara til að komast úr aðstæðunum heldur líka heilbrigðisaðstoð, lögregluaðstoð og allri þeirri þjónustu og réttindavernd sem annað fólk tekur sem sjálfsögðum hlut. Lögbrjótarnir á OnlyFans Og þá að stöðunni eins og hún er. Klám er bannað á Íslandi. Fólk sem býr til klám og dreifir því á OnlyFans er í reynd að brjóta íslenska löggjöf. Við því liggja sektir og frelsissvipting, og mögulega eignaupptaka eins og farið er yfir í fréttum. Höfum alveg á hreinu, að það er ekki aðstoð við fólk í kynlífsvinnu, hvað þá fólki sem er í henni af nauðung, að gera eigur þess upptækar, sekta það eða frelsissvipta. Það stuðlar ekki að frelsi fórnarlamba mansals heldur dregur enn meira úr því. Það kennir fólki sem býr til klám af fúsum og frjálsum vilja ekki neitt um hættur kynlífsiðnaðarins né veitir þeim neina úrlausn ef það vill komast út úr honum seinna meir. Engan skyldi undra. Klámbannið snýst nefnilega ekki um að draga úr nauðung eins eða neins, heldur um að vernda meint siðgæði samfélagsins gegn hinu meinta ósiðlega. Áhrif þess eru minna frelsi kvenna, ekki meira - alveg sama í hvaða aðstæðum þær eru; meiri fordæming og útskúfun fólks sem mögulega þarf hjálp (og mögulega ekki). Það gerir nákvæmlega ekkert gagn og veldur einungis skaða. Það refsar engum sekum heldur einungis saklausum. Klámbannið í almennum hegningarlögum er vont ákvæði, og við eigum að fjarlægja það, alveg sama hvað okkur finnst um kynlífsiðnaðinn eða áhrif kláms á samfélagið. Óskynsamlegar refsingar Femínistar (og undirritaður er femínisti) hafa lengi rökrætt klám og kynlífsvinnu í gegnum tíðina og ekki er komin nein sýnileg, endanleg niðurstaða í þá umræðu - skyldi nú líka engan undra að ólík sjónarmið væru uppi um eitthvað jafn fjölbreytt og persónulegt og kynhegðun. Í þeirri umræðu læt ég duga í bili að hlusta á sjónarmið fólks sem annað hvort er í, eða hefur verið í kynlífsiðnaði, þá sérstaklega konur. En enga femíníska hugmynd þekki ég sem leiðir af sér skynsemi þess að beita fólk í kynlífsiðnaði eignaupptöku, sektum og frelsissviptingum. Þótt við þurfum að bregðast við áhrifum kláms á samfélagið, sér í lagi börn, til dæmis með aukinni fræðslu og breyttum viðhorfum til kynferðislegra samskipta, þá stendur eftir að það er einfaldlega ekki það sem klámbannið gerir, enda var það ekki einu sinni tilgangur þess eitraða meðals. Þvert á móti er klámbannið skilgetið afkvæmi feðraveldisins og sú staðreynd sést best á hvoru tveggja uppruna þess, og áhrifum. Höfundur er þingmaður Pírata
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun