Nei, ráðherra Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifa 12. maí 2021 08:00 Með hverjum deginum verður erfiðara að vinda ofan af afleiðingum ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að flytja rannsóknir leghálssýna til Danmerkur. Það verður erfiðara hvað varðar tækjabúnað, hvað varðar húsnæði og hvað varðar sérhæft starfsfólk. Í þessu máli hefur skort á samráð við þá aðila sem gátu komið með faglegar ráðleggingar og áttu að koma að málinu innan heilbrigðiskerfisins. Raunar virðist staðan í grunninn vera sú að flestir fagaðilar vildu færa rannsóknirnar á Landspítala en skoðun þeirra var algjörlega hunsuð. Þótt málið sé komið í ógöngur virðast stjórnvöld staðráðin í því að halda óbreyttri stefnu, þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem ætti að leiða til hinnar augljósu niðurstöðu: að bakka með málið. Allir þeir sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd Alþingis áttu það sameiginlegt að lýsa yfir áhyggjum af stöðu skimunar fyrir leghálskrabbameini. Áhyggjurnar snúast meðal annars um tíma, óvissu og óöryggi. Um samskiptaleysi og upplýsingaskort. Sérfræðingarnir hafa með öðrum orðum áhyggjur af heilbrigðisþjónustu sem varðar heilsu og velferð kvenna. Erfitt er að sjá hvernig þessi staða þjónar hagsmunum kvenna sem eiga að geta treyst því að þær njóti tryggrar heilbrigðisþjónustu. Vegna þessarar þungu gagnrýni lagði Viðreisn fram skýrslubeiðni á Alþingi ásamt 21 öðrum þingmanni. Markmiðið var að kynnt yrði skýrsla fyrir þinginu sem væri unnin af óháðum aðila um forsendur að baki þessari stefnu stjórnvalda um grundvallarheilbrigðisþjónustu kvenna og hvaða áhrif þessar breytingar hefðu. Nú þegar ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir þinglok er um leið ljóst að nauðsynlegt samtal um málið mun ekki fara fram á Alþingi, fyrr en jafnvel í haust. Konur eiga ekki að gjalda fyrir þessar tafir. Stjórnvöld verða að viðurkenna mistökin og snúa til baka. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Sjá meira
Með hverjum deginum verður erfiðara að vinda ofan af afleiðingum ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að flytja rannsóknir leghálssýna til Danmerkur. Það verður erfiðara hvað varðar tækjabúnað, hvað varðar húsnæði og hvað varðar sérhæft starfsfólk. Í þessu máli hefur skort á samráð við þá aðila sem gátu komið með faglegar ráðleggingar og áttu að koma að málinu innan heilbrigðiskerfisins. Raunar virðist staðan í grunninn vera sú að flestir fagaðilar vildu færa rannsóknirnar á Landspítala en skoðun þeirra var algjörlega hunsuð. Þótt málið sé komið í ógöngur virðast stjórnvöld staðráðin í því að halda óbreyttri stefnu, þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem ætti að leiða til hinnar augljósu niðurstöðu: að bakka með málið. Allir þeir sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd Alþingis áttu það sameiginlegt að lýsa yfir áhyggjum af stöðu skimunar fyrir leghálskrabbameini. Áhyggjurnar snúast meðal annars um tíma, óvissu og óöryggi. Um samskiptaleysi og upplýsingaskort. Sérfræðingarnir hafa með öðrum orðum áhyggjur af heilbrigðisþjónustu sem varðar heilsu og velferð kvenna. Erfitt er að sjá hvernig þessi staða þjónar hagsmunum kvenna sem eiga að geta treyst því að þær njóti tryggrar heilbrigðisþjónustu. Vegna þessarar þungu gagnrýni lagði Viðreisn fram skýrslubeiðni á Alþingi ásamt 21 öðrum þingmanni. Markmiðið var að kynnt yrði skýrsla fyrir þinginu sem væri unnin af óháðum aðila um forsendur að baki þessari stefnu stjórnvalda um grundvallarheilbrigðisþjónustu kvenna og hvaða áhrif þessar breytingar hefðu. Nú þegar ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir þinglok er um leið ljóst að nauðsynlegt samtal um málið mun ekki fara fram á Alþingi, fyrr en jafnvel í haust. Konur eiga ekki að gjalda fyrir þessar tafir. Stjórnvöld verða að viðurkenna mistökin og snúa til baka. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun