Einföld breyting sem skilar sér beint í vasa fólks Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. maí 2021 13:31 Fólk sem fær tekjur af eignum sínum, svo sem leigusalar og hlutabréfaeigendur, fær meiri skattaafslátt en þau okkar sem eingöngu hafa tekjur af laununum okkar. Í dag má fólk hafa fjármagnstekjur upp á 300 þúsund krónur á ári áður en það greiðir skatta af þessum tekjum, sem gerir samtals 66.000 kr. í skattaafslátt á ári. Í einföldu máli er þetta því skattaafsláttur sem gagnast öllum þeim sem t.d. eiga peninga á bankabók eða fá greiddan arð af hlutabréfum. Þar að auki getur fólk sem er með miklar fjármagnstekjur en engar launatekjur fært hluta af persónuafslætti sínum og gert hann að viðbótarafslætti af skattgreiðslum vegna fjármagnstekna. Hins vegar er mjög stór hluti Íslendinga ekki með nægilega háar fjármagnstekjur til þess að fullnýta þetta 300 þúsund krónu frítekjumark - og verður því af skattaafslættinum sem það hefur rétt á. Píratar vilja breyta því. Til einföldunar má sjá hér mynd sem útskýrir í grófum dráttum hvernig persónuafsláttur af launatekjum og frítekjumark fjármagnstekna spilar saman. Píratar hafa því lagt fram frumvarp sem leggur til einfalda breytingu á lögum um tekjuskatt. Hafi fólk ekki nýtt sér allt frítekjumarkið bætist það einfaldlega við persónuafsláttinn þeirra. Þannig njóta allir launþegar þessa skattaafsláttar til jafns við fjármagnseigendur. Þetta má gera með einni setningu, og þar af leiðandi bæta 66.000 krónum við persónuafslátt þeirra sem eingöngu hafa tekjur af launum sínum. Einfalt í framkvæmd og nýtist mörgum Sem fyrr segir nemur frítekjumark fjármagnstekna 300 þúsund krónum á ári. Hafi einstaklingur ekki gengið á frítekjumarkið að nokkru leyti myndi þetta því þýða að persónuafsláttur hans það árið myndi hækka um 66 þúsund krónur. Framkvæmdin yrði ekkert sérstaklega flókin að mati Pírata. Útreikningarnir færu fram samhliða skattalegu uppgjöri einstaklinga. Því myndi ónýtt frítekjumark ekki bætast við mánaðarlega nýtingu persónuafsláttar á árinu heldur raungerast í formi endurgreiðslu frá Skattinum um mitt næsta ár. Áætlað er, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum fyrir árin 2018 og 2019, að frumvarpið myndi kosta ríkissjóð um 4,4 milljarða á ári – sem rynni í staðinn beint í vasa fólks. Þessir peningar myndu einna helst nýtast annarri til sjöundu tekjutíund, en einstaklingar í lægstu tekjutíund myndu hins vegar bera skarðan hlut frá borði. Tekjur þeirra duga ekki til að fullnýta núverandi persónuafslátt, hvað þá viðbótina sem hér er boðuð. Ljóst er því að þetta frumvarp eitt og sér er ekki nógu gott sem verkfæri til að jafna tekjur einstaklinga. Möguleg lausn á því væri að breyta persónuafslætti fólks í útgreiðanlegan persónuarð eins og Píratar hafa lagt til, sem myndi kosta ríkissjóð 15 milljarða króna til viðbótar. Aftur á móti myndu 12 milljarðar króna af þeirri upphæð renna beint til allra fátækasta fólksins, þeirra í lægstu tekjutíundinni, sem myndu eftir breytinguna hafa um 435 þúsund krónur aukalega á milli handanna á ári. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Skattar og tollar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fólk sem fær tekjur af eignum sínum, svo sem leigusalar og hlutabréfaeigendur, fær meiri skattaafslátt en þau okkar sem eingöngu hafa tekjur af laununum okkar. Í dag má fólk hafa fjármagnstekjur upp á 300 þúsund krónur á ári áður en það greiðir skatta af þessum tekjum, sem gerir samtals 66.000 kr. í skattaafslátt á ári. Í einföldu máli er þetta því skattaafsláttur sem gagnast öllum þeim sem t.d. eiga peninga á bankabók eða fá greiddan arð af hlutabréfum. Þar að auki getur fólk sem er með miklar fjármagnstekjur en engar launatekjur fært hluta af persónuafslætti sínum og gert hann að viðbótarafslætti af skattgreiðslum vegna fjármagnstekna. Hins vegar er mjög stór hluti Íslendinga ekki með nægilega háar fjármagnstekjur til þess að fullnýta þetta 300 þúsund krónu frítekjumark - og verður því af skattaafslættinum sem það hefur rétt á. Píratar vilja breyta því. Til einföldunar má sjá hér mynd sem útskýrir í grófum dráttum hvernig persónuafsláttur af launatekjum og frítekjumark fjármagnstekna spilar saman. Píratar hafa því lagt fram frumvarp sem leggur til einfalda breytingu á lögum um tekjuskatt. Hafi fólk ekki nýtt sér allt frítekjumarkið bætist það einfaldlega við persónuafsláttinn þeirra. Þannig njóta allir launþegar þessa skattaafsláttar til jafns við fjármagnseigendur. Þetta má gera með einni setningu, og þar af leiðandi bæta 66.000 krónum við persónuafslátt þeirra sem eingöngu hafa tekjur af launum sínum. Einfalt í framkvæmd og nýtist mörgum Sem fyrr segir nemur frítekjumark fjármagnstekna 300 þúsund krónum á ári. Hafi einstaklingur ekki gengið á frítekjumarkið að nokkru leyti myndi þetta því þýða að persónuafsláttur hans það árið myndi hækka um 66 þúsund krónur. Framkvæmdin yrði ekkert sérstaklega flókin að mati Pírata. Útreikningarnir færu fram samhliða skattalegu uppgjöri einstaklinga. Því myndi ónýtt frítekjumark ekki bætast við mánaðarlega nýtingu persónuafsláttar á árinu heldur raungerast í formi endurgreiðslu frá Skattinum um mitt næsta ár. Áætlað er, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum fyrir árin 2018 og 2019, að frumvarpið myndi kosta ríkissjóð um 4,4 milljarða á ári – sem rynni í staðinn beint í vasa fólks. Þessir peningar myndu einna helst nýtast annarri til sjöundu tekjutíund, en einstaklingar í lægstu tekjutíund myndu hins vegar bera skarðan hlut frá borði. Tekjur þeirra duga ekki til að fullnýta núverandi persónuafslátt, hvað þá viðbótina sem hér er boðuð. Ljóst er því að þetta frumvarp eitt og sér er ekki nógu gott sem verkfæri til að jafna tekjur einstaklinga. Möguleg lausn á því væri að breyta persónuafslætti fólks í útgreiðanlegan persónuarð eins og Píratar hafa lagt til, sem myndi kosta ríkissjóð 15 milljarða króna til viðbótar. Aftur á móti myndu 12 milljarðar króna af þeirri upphæð renna beint til allra fátækasta fólksins, þeirra í lægstu tekjutíundinni, sem myndu eftir breytinguna hafa um 435 þúsund krónur aukalega á milli handanna á ári. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar