Einföld breyting sem skilar sér beint í vasa fólks Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. maí 2021 13:31 Fólk sem fær tekjur af eignum sínum, svo sem leigusalar og hlutabréfaeigendur, fær meiri skattaafslátt en þau okkar sem eingöngu hafa tekjur af laununum okkar. Í dag má fólk hafa fjármagnstekjur upp á 300 þúsund krónur á ári áður en það greiðir skatta af þessum tekjum, sem gerir samtals 66.000 kr. í skattaafslátt á ári. Í einföldu máli er þetta því skattaafsláttur sem gagnast öllum þeim sem t.d. eiga peninga á bankabók eða fá greiddan arð af hlutabréfum. Þar að auki getur fólk sem er með miklar fjármagnstekjur en engar launatekjur fært hluta af persónuafslætti sínum og gert hann að viðbótarafslætti af skattgreiðslum vegna fjármagnstekna. Hins vegar er mjög stór hluti Íslendinga ekki með nægilega háar fjármagnstekjur til þess að fullnýta þetta 300 þúsund krónu frítekjumark - og verður því af skattaafslættinum sem það hefur rétt á. Píratar vilja breyta því. Til einföldunar má sjá hér mynd sem útskýrir í grófum dráttum hvernig persónuafsláttur af launatekjum og frítekjumark fjármagnstekna spilar saman. Píratar hafa því lagt fram frumvarp sem leggur til einfalda breytingu á lögum um tekjuskatt. Hafi fólk ekki nýtt sér allt frítekjumarkið bætist það einfaldlega við persónuafsláttinn þeirra. Þannig njóta allir launþegar þessa skattaafsláttar til jafns við fjármagnseigendur. Þetta má gera með einni setningu, og þar af leiðandi bæta 66.000 krónum við persónuafslátt þeirra sem eingöngu hafa tekjur af launum sínum. Einfalt í framkvæmd og nýtist mörgum Sem fyrr segir nemur frítekjumark fjármagnstekna 300 þúsund krónum á ári. Hafi einstaklingur ekki gengið á frítekjumarkið að nokkru leyti myndi þetta því þýða að persónuafsláttur hans það árið myndi hækka um 66 þúsund krónur. Framkvæmdin yrði ekkert sérstaklega flókin að mati Pírata. Útreikningarnir færu fram samhliða skattalegu uppgjöri einstaklinga. Því myndi ónýtt frítekjumark ekki bætast við mánaðarlega nýtingu persónuafsláttar á árinu heldur raungerast í formi endurgreiðslu frá Skattinum um mitt næsta ár. Áætlað er, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum fyrir árin 2018 og 2019, að frumvarpið myndi kosta ríkissjóð um 4,4 milljarða á ári – sem rynni í staðinn beint í vasa fólks. Þessir peningar myndu einna helst nýtast annarri til sjöundu tekjutíund, en einstaklingar í lægstu tekjutíund myndu hins vegar bera skarðan hlut frá borði. Tekjur þeirra duga ekki til að fullnýta núverandi persónuafslátt, hvað þá viðbótina sem hér er boðuð. Ljóst er því að þetta frumvarp eitt og sér er ekki nógu gott sem verkfæri til að jafna tekjur einstaklinga. Möguleg lausn á því væri að breyta persónuafslætti fólks í útgreiðanlegan persónuarð eins og Píratar hafa lagt til, sem myndi kosta ríkissjóð 15 milljarða króna til viðbótar. Aftur á móti myndu 12 milljarðar króna af þeirri upphæð renna beint til allra fátækasta fólksins, þeirra í lægstu tekjutíundinni, sem myndu eftir breytinguna hafa um 435 þúsund krónur aukalega á milli handanna á ári. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Skattar og tollar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fólk sem fær tekjur af eignum sínum, svo sem leigusalar og hlutabréfaeigendur, fær meiri skattaafslátt en þau okkar sem eingöngu hafa tekjur af laununum okkar. Í dag má fólk hafa fjármagnstekjur upp á 300 þúsund krónur á ári áður en það greiðir skatta af þessum tekjum, sem gerir samtals 66.000 kr. í skattaafslátt á ári. Í einföldu máli er þetta því skattaafsláttur sem gagnast öllum þeim sem t.d. eiga peninga á bankabók eða fá greiddan arð af hlutabréfum. Þar að auki getur fólk sem er með miklar fjármagnstekjur en engar launatekjur fært hluta af persónuafslætti sínum og gert hann að viðbótarafslætti af skattgreiðslum vegna fjármagnstekna. Hins vegar er mjög stór hluti Íslendinga ekki með nægilega háar fjármagnstekjur til þess að fullnýta þetta 300 þúsund krónu frítekjumark - og verður því af skattaafslættinum sem það hefur rétt á. Píratar vilja breyta því. Til einföldunar má sjá hér mynd sem útskýrir í grófum dráttum hvernig persónuafsláttur af launatekjum og frítekjumark fjármagnstekna spilar saman. Píratar hafa því lagt fram frumvarp sem leggur til einfalda breytingu á lögum um tekjuskatt. Hafi fólk ekki nýtt sér allt frítekjumarkið bætist það einfaldlega við persónuafsláttinn þeirra. Þannig njóta allir launþegar þessa skattaafsláttar til jafns við fjármagnseigendur. Þetta má gera með einni setningu, og þar af leiðandi bæta 66.000 krónum við persónuafslátt þeirra sem eingöngu hafa tekjur af launum sínum. Einfalt í framkvæmd og nýtist mörgum Sem fyrr segir nemur frítekjumark fjármagnstekna 300 þúsund krónum á ári. Hafi einstaklingur ekki gengið á frítekjumarkið að nokkru leyti myndi þetta því þýða að persónuafsláttur hans það árið myndi hækka um 66 þúsund krónur. Framkvæmdin yrði ekkert sérstaklega flókin að mati Pírata. Útreikningarnir færu fram samhliða skattalegu uppgjöri einstaklinga. Því myndi ónýtt frítekjumark ekki bætast við mánaðarlega nýtingu persónuafsláttar á árinu heldur raungerast í formi endurgreiðslu frá Skattinum um mitt næsta ár. Áætlað er, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum fyrir árin 2018 og 2019, að frumvarpið myndi kosta ríkissjóð um 4,4 milljarða á ári – sem rynni í staðinn beint í vasa fólks. Þessir peningar myndu einna helst nýtast annarri til sjöundu tekjutíund, en einstaklingar í lægstu tekjutíund myndu hins vegar bera skarðan hlut frá borði. Tekjur þeirra duga ekki til að fullnýta núverandi persónuafslátt, hvað þá viðbótina sem hér er boðuð. Ljóst er því að þetta frumvarp eitt og sér er ekki nógu gott sem verkfæri til að jafna tekjur einstaklinga. Möguleg lausn á því væri að breyta persónuafslætti fólks í útgreiðanlegan persónuarð eins og Píratar hafa lagt til, sem myndi kosta ríkissjóð 15 milljarða króna til viðbótar. Aftur á móti myndu 12 milljarðar króna af þeirri upphæð renna beint til allra fátækasta fólksins, þeirra í lægstu tekjutíundinni, sem myndu eftir breytinguna hafa um 435 þúsund krónur aukalega á milli handanna á ári. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar