Ekkert lát virðist ætla að verða á virkni gossins sem hófst þann 19. mars síðastliðinn og hið sama á við um áhuga landsmanna og erlendra ferðamanna á sjónarspilinu. Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan eða fara beint á streymið.
Vísindaráð almannavarna greindi frá því á miðvikudag að nýjustu mælingar gefi til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni á svæðinu undanfarna daga og þeytast kvikustrókar 100 til 300 metra upp í loftið.
Bylgjan hljómar undir útsendingunni en einnig er hægt að fylgjast með henni á stöðinni Stöð 2 Vísi á myndlyklum Vodafone og Símans.
Hér má sjá allar helstu fréttir tengdar eldgosinu í Fagradalsfjalli: