Stytta sér leið með kaupunum á Lumina Eiður Þór Árnason skrifar 14. maí 2021 18:44 F.v. Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo, Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Lumina Medical Solutions, og Steingrímur Árnason, forstöðumaður tækniþróunar Lumina Medical Solutions. Aðsend Origo hefur keypt heilbrigðislausnina Lumina af Lumina Medical Solutions. Hyggst fyrirtækið nýta lausnina í áframhaldandi þróun á notendaviðmóti sjúkraskrárkerfisins Sögu sem er nýtt af meginhluta heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi. Samhliða því verður nafni Lumina Medical Solutions breytt í Dicino í tengslum við inngöngu á erlendan markað þar sem fyrra nafnið reyndist frátekið í alþjóðlegum gagnagrunni vörumerkja. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að heilbrigðislausnin Lumina geri læknum og hjúkrunarfræðingum kleift að greina og skrá upplýsingar um heilsufar sjúklings á fjölmörgum tungumálum, senda lyfseðla í apótek og tilmæli til sjúklings með mun hraðvirkari hætti en viðgengst í dag. Samhliða skráningu leiti lausnin að hugsanlegri sjúkdómagreiningu og fært um að styðja og leiðbeina um frekari rannsóknir, lyf eða spurningar. Enn fremur þýði lausnin skráninguna frá einu tungumáli yfir í annað í rauntíma. Kaupin stytti þeim leið „Heilbrigðisstarfsfólk eyðir að jafnaði tveimur klukkustundum á dag í skráningarvinnu. Prófanir voru framkvæmdar þar sem notkun á Lumina var borin saman við notkun á núverandi sjúkrakerfum. Niðurstöður sýndu að þátttakendur styttu að meðaltali 71% skráningartíma með notkun Lumina,“ segir í tilkynningunni. Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo, segir að félagið hafi lengi fylgst með þróun Lumina. „Undanfarin misseri hefur Origo unnið að umfangsmikilli endurhönnun sjúkraskrárkerfisins Sögu og við erum sannfærð um að þessi kaup hjálpi okkur og stytti okkur leið á þeirri vegferð,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Stefna á útrás Að sögn Lumina Medical Solutions þróar fyrirtækið núna nýja alþjóðlega heilbrigðislausn sem greini einkenni sjúklings óháð tungumáli og skrifar á sama tíma faglega og fjöltyngda læknaskýrslu fyrir viðkomandi lækni. „Markmið okkar með nýju lausninni er að efla þjónustu við sjúklinga, stytta skráningartíma lækna og biðtíma sjúklinga, minnka álag á lækna og lækka kostnað heilbrigðisstofnana,“ segir Steingrímur Árnason, forstöðumaður tækniþróunar Lumina Medical Solutions, í tilkynningu. Fyrst verði horft til Spánar og þaðan inn á aðra markaði. „Spánn er tilvalið land til að byrja á þar sem ríkisstjórn Spánar, héruð og einkarekin fyrirtækin hafa sett sér það að markmiði að stafræna heilbrigðiskerfið þar í landi. Spánn á einnig von á háum fjárhagslegum styrk frá Evrópusambandinu vegna COVID-19 til að mæta þessu markmiði,“ segir Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Lumina Medical Solutions. Fyrirtækið fékk 50 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði árið 2019 til þess að þróa Lumina-sjúkraskráningakerfið og hefur fengið 10 milljónir frá sjóðnum fyrir nýju lausnina til þess að sækja inn á markaðinn á Spáni. Hyggst fyrirtækið þar að auki sækja enn frekara fjármagn til þess hraða tækniþróuninni og efla sóknina á Spáni. Heilbrigðismál Tækni Nýsköpun Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Samhliða því verður nafni Lumina Medical Solutions breytt í Dicino í tengslum við inngöngu á erlendan markað þar sem fyrra nafnið reyndist frátekið í alþjóðlegum gagnagrunni vörumerkja. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að heilbrigðislausnin Lumina geri læknum og hjúkrunarfræðingum kleift að greina og skrá upplýsingar um heilsufar sjúklings á fjölmörgum tungumálum, senda lyfseðla í apótek og tilmæli til sjúklings með mun hraðvirkari hætti en viðgengst í dag. Samhliða skráningu leiti lausnin að hugsanlegri sjúkdómagreiningu og fært um að styðja og leiðbeina um frekari rannsóknir, lyf eða spurningar. Enn fremur þýði lausnin skráninguna frá einu tungumáli yfir í annað í rauntíma. Kaupin stytti þeim leið „Heilbrigðisstarfsfólk eyðir að jafnaði tveimur klukkustundum á dag í skráningarvinnu. Prófanir voru framkvæmdar þar sem notkun á Lumina var borin saman við notkun á núverandi sjúkrakerfum. Niðurstöður sýndu að þátttakendur styttu að meðaltali 71% skráningartíma með notkun Lumina,“ segir í tilkynningunni. Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo, segir að félagið hafi lengi fylgst með þróun Lumina. „Undanfarin misseri hefur Origo unnið að umfangsmikilli endurhönnun sjúkraskrárkerfisins Sögu og við erum sannfærð um að þessi kaup hjálpi okkur og stytti okkur leið á þeirri vegferð,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Stefna á útrás Að sögn Lumina Medical Solutions þróar fyrirtækið núna nýja alþjóðlega heilbrigðislausn sem greini einkenni sjúklings óháð tungumáli og skrifar á sama tíma faglega og fjöltyngda læknaskýrslu fyrir viðkomandi lækni. „Markmið okkar með nýju lausninni er að efla þjónustu við sjúklinga, stytta skráningartíma lækna og biðtíma sjúklinga, minnka álag á lækna og lækka kostnað heilbrigðisstofnana,“ segir Steingrímur Árnason, forstöðumaður tækniþróunar Lumina Medical Solutions, í tilkynningu. Fyrst verði horft til Spánar og þaðan inn á aðra markaði. „Spánn er tilvalið land til að byrja á þar sem ríkisstjórn Spánar, héruð og einkarekin fyrirtækin hafa sett sér það að markmiði að stafræna heilbrigðiskerfið þar í landi. Spánn á einnig von á háum fjárhagslegum styrk frá Evrópusambandinu vegna COVID-19 til að mæta þessu markmiði,“ segir Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Lumina Medical Solutions. Fyrirtækið fékk 50 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði árið 2019 til þess að þróa Lumina-sjúkraskráningakerfið og hefur fengið 10 milljónir frá sjóðnum fyrir nýju lausnina til þess að sækja inn á markaðinn á Spáni. Hyggst fyrirtækið þar að auki sækja enn frekara fjármagn til þess hraða tækniþróuninni og efla sóknina á Spáni.
Heilbrigðismál Tækni Nýsköpun Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira