Leikskólamál eru jafnréttismál Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. maí 2021 08:31 Hjá Reykjavíkurborg ríkir úrræðaleysi gagnvart fjölskyldufólki. Ár eftir ár sitja hundruð barna á biðlistum eftir leikskólaplássi í borginni. Margir njóta góðs af þjónustu dagforeldra, en framboð annar ekki eftirspurn. Litlar framfarir hafa orðið í daggæslu- og leikskólamálum í höfuðborginni síðustu ár. Á undanliðnum árum hefur farið fram áberandi umræða um mikilvægi þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Nýverið steig ríkisstjórnin mikilvægt skref með lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 mánuði. Reykjavíkurborg hefur ekki staðið við sinn hluta. Fjölgun leikskólaplássa fyrir 12 mánaða börn gengur hægt og illa. Á síðasta ári kynnti meirihluti borgarstjórnar áform um skertan opnunartíma á leikskólum. Sjálfstæðisflokkur lagðist hart gegn breytingunni og varaði við neikvæðum áhrifum skertrar þjónustu. Jafnréttismat staðfesti þessar áhyggjur, enda sýndi niðurstaðan vel þau neikvæðu áhrif sem breytingin myndi hafa á jafnrétti kynjanna. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna en karlmenn. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Mælingar sýna að barneignir hafa neikvæð áhrif á launaþróun kvenna sem ýtir undir kynbundinn launamun. Lausn leikskólavandans er því mikilvægt jafnréttismál. Skert leikskólaþjónusta var ekki síður köld kveðja til íbúa efri byggða enda sýndi jafnréttismat hvernig skertur opnunartími kemur fremur niður á foreldrum í efri byggðum sem ferðast þurfa langan veg til vinnu. Á haustdögum tók skertur opnunartími engu að síður gildi, að þessu sinni á grundvelli sóttvarna. Þrátt fyrir góðan árangur í baráttunni við sóttina hefur borgin ekki kynnt nein áform um afléttingar á þessum þjónustutakmörkunum. Hugurinn stendur augljóslega til að viðhalda skerðingunum, enda fyrirætlanir meirihlutans lengi snúið að langtímaskerðingum á leikskólaþjónustu. Reykjavíkurborg þarf að tryggja fjölskyldufólki betri þjónustu. Það er komið að borginni að brúa bilið og mæta lengra fæðingarorlofi með fjölgun leikskólarýma. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Það er mikilvægt jafnréttismál. Höfundur er hrl., varaborgarfulltrúi, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Leikskólar Jafnréttismál Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg ríkir úrræðaleysi gagnvart fjölskyldufólki. Ár eftir ár sitja hundruð barna á biðlistum eftir leikskólaplássi í borginni. Margir njóta góðs af þjónustu dagforeldra, en framboð annar ekki eftirspurn. Litlar framfarir hafa orðið í daggæslu- og leikskólamálum í höfuðborginni síðustu ár. Á undanliðnum árum hefur farið fram áberandi umræða um mikilvægi þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Nýverið steig ríkisstjórnin mikilvægt skref með lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 mánuði. Reykjavíkurborg hefur ekki staðið við sinn hluta. Fjölgun leikskólaplássa fyrir 12 mánaða börn gengur hægt og illa. Á síðasta ári kynnti meirihluti borgarstjórnar áform um skertan opnunartíma á leikskólum. Sjálfstæðisflokkur lagðist hart gegn breytingunni og varaði við neikvæðum áhrifum skertrar þjónustu. Jafnréttismat staðfesti þessar áhyggjur, enda sýndi niðurstaðan vel þau neikvæðu áhrif sem breytingin myndi hafa á jafnrétti kynjanna. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna en karlmenn. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Mælingar sýna að barneignir hafa neikvæð áhrif á launaþróun kvenna sem ýtir undir kynbundinn launamun. Lausn leikskólavandans er því mikilvægt jafnréttismál. Skert leikskólaþjónusta var ekki síður köld kveðja til íbúa efri byggða enda sýndi jafnréttismat hvernig skertur opnunartími kemur fremur niður á foreldrum í efri byggðum sem ferðast þurfa langan veg til vinnu. Á haustdögum tók skertur opnunartími engu að síður gildi, að þessu sinni á grundvelli sóttvarna. Þrátt fyrir góðan árangur í baráttunni við sóttina hefur borgin ekki kynnt nein áform um afléttingar á þessum þjónustutakmörkunum. Hugurinn stendur augljóslega til að viðhalda skerðingunum, enda fyrirætlanir meirihlutans lengi snúið að langtímaskerðingum á leikskólaþjónustu. Reykjavíkurborg þarf að tryggja fjölskyldufólki betri þjónustu. Það er komið að borginni að brúa bilið og mæta lengra fæðingarorlofi með fjölgun leikskólarýma. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Það er mikilvægt jafnréttismál. Höfundur er hrl., varaborgarfulltrúi, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar