Handbolti

Álaborg í undanúrslit Meistaradeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukas Sandel og félagar eru komnir í undanúrslitin.
Lukas Sandel og félagar eru komnir í undanúrslitin. Axel Heimken/Getty

Álaborg er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 33-29 tap gegn Flensburg í síðari leik liðanna í átta liða úrslitunum.

Álaborg er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 33-29 tap gegn Flensburg í síðari leik liðanna í átta liða úrslitunum.

Fyrri leiknum lauk með 26-21 sigri Álaborgar er liðin mættust í Danmörku.

Álaborg var 16-14 yfir í hálfleik en missti fótfestuna í síðari hálfleik. Þeir töpuðu þó „bara“ með fjögur mörkum og eru þar af leiðandi komnir áfram.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar en Alexander Petersson komst ekki á blað hjá Flensburg.

Fyrr í kvöld tryggði PSG sér sæti í undanúrslitunum með sex marka sigri á Kiel í síðari leik liðanna.

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar í Melsungen unnu 25-23 sigur á Bergrischer í Íslendingaslag.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði sex mörk fyrir Bergrischer en Arnar Freyr Arnarsson eitt fyrir Melsungen.

BMelsungen er í sjöunda sætinu með 32 stig. Bergrischer er í tíunda sætinu með 29 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×