Hvað verður um barnið mitt í sumar? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 20. maí 2021 11:31 Nú fer að nálgast sá tími árs að fjölskyldur fara að huga að sumarfríi og grunnskólar að skólalokum þetta skólaárið. Skólalokin eru ávallt þáttaskil í lífi hvers barns og nýtt upphaf hefst svo í sumarlok með nýjum áskorunum og nýjum verkefnum. En sumarið og sumarfríið er ekki eintóm sæla fyrir fjölskyldur. Flestir foreldrar starfa utan heimilis í 100% starfi enda eru fáir sem geta framfleytt fjölskyldunni án þess. Flestir foreldrar fá mest sex vikur í sumarfrí. Börn á grunnskólaaldri eiga hins vegar tvöfalt lengra sumarfrí en foreldrar þeirra auk allra frídaganna sem eru á skólaárinu. Nú er úr vöndu að ráða. Foreldrar bera jú megin ábyrgð á börnum sínum og ber að vernda þau og annast. Veldur þetta mikla ósamræmi í frídögum ábyrgum foreldrunum oft miklum kvíða og áhyggjum. Foreldrar vilja sinna börnum sínum og hafa það að leiðarljósi sem börnunum er fyrir bestu. Félagasamtök bjóða börnum upp á ýmis námskeið að sumri til. Nú þarf að leggjast yfir það sem er í boði og finna ótal námskeið til að fylla í skarðið. Mörg þeirra fyllast fljótt. Námskeiðin kosta mikið og ekki er á allra færi að standa straum af þeim kostnaði. Mörg þeirra eru jafnframt einungis hluta úr degi og jafnvel þarf að fara með börn um langan veg, skutla til og frá. Þetta fyrirkomulag er algjörlega ótækt og virðist miðast að samfélagi sem fyrir löngu er horfið, samfélagi þar sem atvinnuþátttaka mæðra var minni og jafnrétti kynjanna ekki hið sama og nú. Börn á yngsta stigi grunnskóla eiga kost á frístund eftir að skóladegi lýkur yfir veturinn, þar sem ekki er talið að þau eigi að sjá um sig sjálf og vera ein að loknum skóladegi. Flest sveitarfélög bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á þessa þjónustu auk fæðis á meðan á dvölinni stendur. Þessi þjónusta er ekki gjaldfrjáls en greiðsluþátttaka miðast víða við hversu mörg börn í fjölskyldunni þiggja þjónustu sveitarfélagsins. Frístund er mun kostnaðarminni en þau námskeið sem börn sækja að sumri til og tímasetningar miðast við vinnudag foreldra. Þar sem mikil röskun hefur orðið á skólastarfi víða um heim vegna heimsfaraldursins hefur staða barna víða versnað. Hið daglega líf þeirra hefur raskast og mörg þeirra hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa. Á Íslandi hefur staðan verið mun betri en víðast hvar. Víða hafa börn jafnvel ekki fengið næga næringu þar sem skólamáltíðin hefur verið eina næringarríka máltíð dagsins hjá sumum þeirra. Víða í Evrópu er umræða um mikilvægi þess að öllum börnum sé tryggð næringarrík máltíð á degi hverjum í fríum og gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld, ekki síst sveitarfélög til að taka til skoðunar að koma á uppbyggilegum úrræðum fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla í skólafríum. Þau má skipuleggja í samstarfi við tómstundafélög sveitarfélaganna og umfram allt vera á viðráðanlegu verði ef ekki gjaldfrjáls. Kjörið er fyrir atvinnulífið að styrkja slíka starfsemi. Slík úrræði þurfa jafnframt að vera í samræmi við það samfélag sem við búum við nú. Barnaheill hvetja jafnframt fyrirtæki og stofnanir að sýna foreldrum skilning þegar hliðra þarf til vegna frídaga barna. Móðir hvar er barnið þitt? Svo var eitt sinn kveðið og sungið af Bubba Mortens og margar mæður fengu sting í hjarta vegna umhyggju og jafnvel skömm yfir því að hafa ekki gætt barnsins síns nægilega vel. Látum mæður og feður 21. aldarinnar losna við skömmina, áhyggjur og úrræðaleysi sumarsins. Það er barninu fyrir bestu. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer að nálgast sá tími árs að fjölskyldur fara að huga að sumarfríi og grunnskólar að skólalokum þetta skólaárið. Skólalokin eru ávallt þáttaskil í lífi hvers barns og nýtt upphaf hefst svo í sumarlok með nýjum áskorunum og nýjum verkefnum. En sumarið og sumarfríið er ekki eintóm sæla fyrir fjölskyldur. Flestir foreldrar starfa utan heimilis í 100% starfi enda eru fáir sem geta framfleytt fjölskyldunni án þess. Flestir foreldrar fá mest sex vikur í sumarfrí. Börn á grunnskólaaldri eiga hins vegar tvöfalt lengra sumarfrí en foreldrar þeirra auk allra frídaganna sem eru á skólaárinu. Nú er úr vöndu að ráða. Foreldrar bera jú megin ábyrgð á börnum sínum og ber að vernda þau og annast. Veldur þetta mikla ósamræmi í frídögum ábyrgum foreldrunum oft miklum kvíða og áhyggjum. Foreldrar vilja sinna börnum sínum og hafa það að leiðarljósi sem börnunum er fyrir bestu. Félagasamtök bjóða börnum upp á ýmis námskeið að sumri til. Nú þarf að leggjast yfir það sem er í boði og finna ótal námskeið til að fylla í skarðið. Mörg þeirra fyllast fljótt. Námskeiðin kosta mikið og ekki er á allra færi að standa straum af þeim kostnaði. Mörg þeirra eru jafnframt einungis hluta úr degi og jafnvel þarf að fara með börn um langan veg, skutla til og frá. Þetta fyrirkomulag er algjörlega ótækt og virðist miðast að samfélagi sem fyrir löngu er horfið, samfélagi þar sem atvinnuþátttaka mæðra var minni og jafnrétti kynjanna ekki hið sama og nú. Börn á yngsta stigi grunnskóla eiga kost á frístund eftir að skóladegi lýkur yfir veturinn, þar sem ekki er talið að þau eigi að sjá um sig sjálf og vera ein að loknum skóladegi. Flest sveitarfélög bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á þessa þjónustu auk fæðis á meðan á dvölinni stendur. Þessi þjónusta er ekki gjaldfrjáls en greiðsluþátttaka miðast víða við hversu mörg börn í fjölskyldunni þiggja þjónustu sveitarfélagsins. Frístund er mun kostnaðarminni en þau námskeið sem börn sækja að sumri til og tímasetningar miðast við vinnudag foreldra. Þar sem mikil röskun hefur orðið á skólastarfi víða um heim vegna heimsfaraldursins hefur staða barna víða versnað. Hið daglega líf þeirra hefur raskast og mörg þeirra hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa. Á Íslandi hefur staðan verið mun betri en víðast hvar. Víða hafa börn jafnvel ekki fengið næga næringu þar sem skólamáltíðin hefur verið eina næringarríka máltíð dagsins hjá sumum þeirra. Víða í Evrópu er umræða um mikilvægi þess að öllum börnum sé tryggð næringarrík máltíð á degi hverjum í fríum og gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld, ekki síst sveitarfélög til að taka til skoðunar að koma á uppbyggilegum úrræðum fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla í skólafríum. Þau má skipuleggja í samstarfi við tómstundafélög sveitarfélaganna og umfram allt vera á viðráðanlegu verði ef ekki gjaldfrjáls. Kjörið er fyrir atvinnulífið að styrkja slíka starfsemi. Slík úrræði þurfa jafnframt að vera í samræmi við það samfélag sem við búum við nú. Barnaheill hvetja jafnframt fyrirtæki og stofnanir að sýna foreldrum skilning þegar hliðra þarf til vegna frídaga barna. Móðir hvar er barnið þitt? Svo var eitt sinn kveðið og sungið af Bubba Mortens og margar mæður fengu sting í hjarta vegna umhyggju og jafnvel skömm yfir því að hafa ekki gætt barnsins síns nægilega vel. Látum mæður og feður 21. aldarinnar losna við skömmina, áhyggjur og úrræðaleysi sumarsins. Það er barninu fyrir bestu. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun