Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2021 13:25 Hraunáin rennur yfir neyðarruðninginn í gær. Starfsmenn fylgjast með uppi í hlíðinni til hægri. Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. Hraunáin spratt undan storknuðu yfirborði hraunsins.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Starfsmenn verkfræðistofunnar Verkís, sem hafa umsjón með gerð varnargarðanna í syðsta Meradalnum, tóku eftir því um þrjúleytið í gær að fljótandi hraunelfur kom undan storknuðu hrauninu og tók á rás meðfram eystri jaðri hraunsins með vesturhlíðum fjallsins Stóra Hrúts og Langahryggs. Hraunáin flæðir yfir neyðargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Þegar séð var að hraunáin stefndi á eystri varnargarðinn var gripið til þess í skyndi að fá jarðýtu til að ryðja upp neyðargarði í von um að stöðva hana. Sá garður hægði aðeins á hraunrennslinu en fljótlega flæddi hraunið yfir hann, að sögn Ólafs Þór Rafnssonar, byggingartæknifræðings hjá Verkís. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, við eystri varnargarðinn í syðri Meradal fyrr í vikunni.Egill Aðalsteinsson Hraunið átti þá greiða leið að eystri varnargarðinum, sem kominn var upp í fjögurra metra hæð. Þar sem óttast var að hraunið kæmist yfir garðinn var ákveðið að fara strax í að bæta ofan á hann eins og hálfs metra háum neyðarruðningi. Hraunið er byrjað að staflast upp við eystri varnargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að þetta hafi verið mikill hasar frá miðjum degi og fram á nótt en unnið var að þessu fram yfir miðnætti. Önnur jarðýta var fengin á svæðið í gærkvöldi til að hjálpa til og eru þær núna tvær og ein grafa. Í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Hörn að hraunið væri núna komið upp að öllum eystri garðinum en væri ekki enn farið yfir hann. Hraun væri einnig að renna hægt að vestari garðinum. Ástandið virtist núna vera stöðugt en veður gæti skjótt skipast í lofti. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hraunáin spratt undan storknuðu yfirborði hraunsins.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Starfsmenn verkfræðistofunnar Verkís, sem hafa umsjón með gerð varnargarðanna í syðsta Meradalnum, tóku eftir því um þrjúleytið í gær að fljótandi hraunelfur kom undan storknuðu hrauninu og tók á rás meðfram eystri jaðri hraunsins með vesturhlíðum fjallsins Stóra Hrúts og Langahryggs. Hraunáin flæðir yfir neyðargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Þegar séð var að hraunáin stefndi á eystri varnargarðinn var gripið til þess í skyndi að fá jarðýtu til að ryðja upp neyðargarði í von um að stöðva hana. Sá garður hægði aðeins á hraunrennslinu en fljótlega flæddi hraunið yfir hann, að sögn Ólafs Þór Rafnssonar, byggingartæknifræðings hjá Verkís. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, við eystri varnargarðinn í syðri Meradal fyrr í vikunni.Egill Aðalsteinsson Hraunið átti þá greiða leið að eystri varnargarðinum, sem kominn var upp í fjögurra metra hæð. Þar sem óttast var að hraunið kæmist yfir garðinn var ákveðið að fara strax í að bæta ofan á hann eins og hálfs metra háum neyðarruðningi. Hraunið er byrjað að staflast upp við eystri varnargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að þetta hafi verið mikill hasar frá miðjum degi og fram á nótt en unnið var að þessu fram yfir miðnætti. Önnur jarðýta var fengin á svæðið í gærkvöldi til að hjálpa til og eru þær núna tvær og ein grafa. Í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Hörn að hraunið væri núna komið upp að öllum eystri garðinum en væri ekki enn farið yfir hann. Hraun væri einnig að renna hægt að vestari garðinum. Ástandið virtist núna vera stöðugt en veður gæti skjótt skipast í lofti.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04
Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44
Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11