Söguleg tímamót á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2021 19:41 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ræddu við fréttamenn í tilefni þess að Rússar hafi tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum. norðurskautsráðið Söguleg tímamót urðu á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í dag þegar gefin var út sameiginleg yfirlýsing og aðgerðaráætlun í fyrsta skipti í tuttugu og fimm ára sögu ráðsins. Rússar tóku við forystu í ráðinu til næstu tveggja ára úr höndum Íslendinga á fundinum og segjast vilja standa vörð um frið og sjálfbærni á Norðurskautinu. Átta utanríkisráðherrar Norðurskautsráðsins ásamt utanríkisráðherra Grænlands, Lögmanni Færeyja og fulltrúum frumbyggja víðs vegar af norðurslóðum tóku þátt í fundi ráðsins í Hörpu í dag. Segja má að Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hafi stolið senunni um leið og hann mætti til vinnukvöldverðar ráðherranna í gærkvöldi. Hann mætti einn ráðherra án grímu og heilsaði upp á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra með því að bjóða honum hnefann. Þegar fréttamaður skaut að honum hvort hann horfði bjartsýnn til fundarins svarði Lavrov að bragði: „Ég er að horfa beint á þig.“ Íslendingar hafa verið í forystu fyrir Norðurskautsráðinu síðast liðin tvö ár. Utanríkisráðherra sagði að hingað til hefðu ráðherrafundir aðeins gefið út stefnuyfirlýsingu til eins árs í senn. En nú þegar tuttugu og fimm ár væru liðin frástofnun ráðsins væri horft tíu ár fram í tíman með aðgerðaáætlun. „Ég er sérstaklega hreykinn af því að háttsettum embættismönnum ráðsins hefur tekist að ná samkomulagi um fyrstu framkvæmdaáætlun fyrir Norðurskautsráðið. Með áætluninni munum við í fyrsta skipti geta lagt fram leiðarvísir sem tilgreinir störf ráðsins til langs tíma," sagði Guðlaugur Þór. Sergei Lavrov kampakátur eftir að Guðlaugur Þór afhenti honum fundarhamarinn til merkis um að Rússar hefðu tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum.norðurskautsráðið Sergei Lavrov tók við fundarhamrinum sem Íslendingar gáfu ráðinu á sínum tíma úr hendi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til næstu tveggja ára. Í formannstíð Íslands hefur verið horft til sjálfbærrar þróunar á mörgum sviðum á Norðurskautinu þar sem í dag búa rúmar fjórar milljónir manna. Verkefnin hafi meðal annars náð til samfélagsþróunar og réttinda frumbyggja, mengunar hafsins, loftlagsmála, jafnréttis kynjanna og stöðu hinsegin fólks. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna skrifaði síðastur undir Reykjavíkuryfirlýsinguna og veifaði pennanum stoltur að undirritun lokinni.norðurskautsráðið Lavrov kynnti ítarlega áætlun Rússa til næstu tveggja ára og sagði að áfram yrði haldið á braut samvinnu til að treysta samband allra aðildarríkjanna. „Ég vil ítreka að Rússland er tilbúið að vinna með öllum aðildarríkjunum, fastafulltrúum og áheyrnaraðilum og öllum öðrum hagsmunaaðilum að málefnum Norðurskautsins," sagði Lavrov. Ráðherrarnir undirrituðu síðan Reykjavíkuryfirlýsinguna eins og hún er kölluð hver og einn þar sem þess var gætt að sótthreinsa pennan á milli undirskrifta. Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Norðurslóðir Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsingu í Hörpu Rússland tók við formennsku Norðurskautsráðsins á fundi þess sem hófst í Hörpu klukkan níu í morgun. Aðildarríkin átta gáfu út sameiginlega yfirlýsingu og samþykktu stefnu til tíu ára. 20. maí 2021 12:01 Mótmæla stefnu Rússa í málefnum hinsegin fólks við Hörpu Hópur fólks mótmælir nú stefnu rússneskra stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks fyrir utan Hörpu í Reykjavík þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer nú fram. Í hópi fundargesta er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. 20. maí 2021 08:50 „Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. 19. maí 2021 22:10 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira
Átta utanríkisráðherrar Norðurskautsráðsins ásamt utanríkisráðherra Grænlands, Lögmanni Færeyja og fulltrúum frumbyggja víðs vegar af norðurslóðum tóku þátt í fundi ráðsins í Hörpu í dag. Segja má að Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hafi stolið senunni um leið og hann mætti til vinnukvöldverðar ráðherranna í gærkvöldi. Hann mætti einn ráðherra án grímu og heilsaði upp á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra með því að bjóða honum hnefann. Þegar fréttamaður skaut að honum hvort hann horfði bjartsýnn til fundarins svarði Lavrov að bragði: „Ég er að horfa beint á þig.“ Íslendingar hafa verið í forystu fyrir Norðurskautsráðinu síðast liðin tvö ár. Utanríkisráðherra sagði að hingað til hefðu ráðherrafundir aðeins gefið út stefnuyfirlýsingu til eins árs í senn. En nú þegar tuttugu og fimm ár væru liðin frástofnun ráðsins væri horft tíu ár fram í tíman með aðgerðaáætlun. „Ég er sérstaklega hreykinn af því að háttsettum embættismönnum ráðsins hefur tekist að ná samkomulagi um fyrstu framkvæmdaáætlun fyrir Norðurskautsráðið. Með áætluninni munum við í fyrsta skipti geta lagt fram leiðarvísir sem tilgreinir störf ráðsins til langs tíma," sagði Guðlaugur Þór. Sergei Lavrov kampakátur eftir að Guðlaugur Þór afhenti honum fundarhamarinn til merkis um að Rússar hefðu tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum.norðurskautsráðið Sergei Lavrov tók við fundarhamrinum sem Íslendingar gáfu ráðinu á sínum tíma úr hendi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til næstu tveggja ára. Í formannstíð Íslands hefur verið horft til sjálfbærrar þróunar á mörgum sviðum á Norðurskautinu þar sem í dag búa rúmar fjórar milljónir manna. Verkefnin hafi meðal annars náð til samfélagsþróunar og réttinda frumbyggja, mengunar hafsins, loftlagsmála, jafnréttis kynjanna og stöðu hinsegin fólks. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna skrifaði síðastur undir Reykjavíkuryfirlýsinguna og veifaði pennanum stoltur að undirritun lokinni.norðurskautsráðið Lavrov kynnti ítarlega áætlun Rússa til næstu tveggja ára og sagði að áfram yrði haldið á braut samvinnu til að treysta samband allra aðildarríkjanna. „Ég vil ítreka að Rússland er tilbúið að vinna með öllum aðildarríkjunum, fastafulltrúum og áheyrnaraðilum og öllum öðrum hagsmunaaðilum að málefnum Norðurskautsins," sagði Lavrov. Ráðherrarnir undirrituðu síðan Reykjavíkuryfirlýsinguna eins og hún er kölluð hver og einn þar sem þess var gætt að sótthreinsa pennan á milli undirskrifta.
Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Norðurslóðir Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsingu í Hörpu Rússland tók við formennsku Norðurskautsráðsins á fundi þess sem hófst í Hörpu klukkan níu í morgun. Aðildarríkin átta gáfu út sameiginlega yfirlýsingu og samþykktu stefnu til tíu ára. 20. maí 2021 12:01 Mótmæla stefnu Rússa í málefnum hinsegin fólks við Hörpu Hópur fólks mótmælir nú stefnu rússneskra stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks fyrir utan Hörpu í Reykjavík þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer nú fram. Í hópi fundargesta er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. 20. maí 2021 08:50 „Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. 19. maí 2021 22:10 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira
Undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsingu í Hörpu Rússland tók við formennsku Norðurskautsráðsins á fundi þess sem hófst í Hörpu klukkan níu í morgun. Aðildarríkin átta gáfu út sameiginlega yfirlýsingu og samþykktu stefnu til tíu ára. 20. maí 2021 12:01
Mótmæla stefnu Rússa í málefnum hinsegin fólks við Hörpu Hópur fólks mótmælir nú stefnu rússneskra stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks fyrir utan Hörpu í Reykjavík þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer nú fram. Í hópi fundargesta er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. 20. maí 2021 08:50
„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. 19. maí 2021 22:10