Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Birgir Olgeirsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. maí 2021 17:17 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. Þorvaldur segir erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær hraun renni að Suðurstrandarvegi. Það fari eftir því hvort að flutningsrásir lokist „Það er erfitt að segja til á þessu stigi. Það fer alveg eftir því hvernig hraunið hagar sér í Nátthaga. Ef það fer að breiða úr sér í Nátthaga þá getur það tekið töluverðan tíma, kannski þrjár til fimm vikur. En ef það nær að mynda svona ákveðna rás í gegnum Nátthagann þá er tíminn miklu styttri. Þá gætum við verið að tala um eina til tvær vikur,“ sagði Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Ekki mikill tími til stefnu Hann segir að það væri skynsamlegt að reyna að stýra hraunflæðinu þannig að það rati beint út í sjó. Það væri hægt með góðum varnargörðum og réttri staðsetningu. „Ef hraunið heldur áfram í gegnum Nátthagann þá væri skynsamlegt af okkur að reyna að beina flæðinu í sem þrengstan farveg og þannig að það fari beint út í sjó.“ Slíkt væri skynsamlegt svo að sem minnst tjón verði. Hann segir að þá þurfi að hugsa til verks sem fyrst. Hvað höfum við langan tíma til að hanna slíkar varnir? „Við höfum ekki mikinn tíma í það.“ Hraun sést frá Suðurstrandarvegi Hraunið sést nú frá Suðurstrandarvegi líkt og sést á þessari mynd. Ekkert lát virðist á gosinu. Þorvaldur segir að breytingar hafi átt sér stað á undanfarinni viku. „Það eru fleiri flutningsrásir hraunsins að lokast og einangrast þannig það er að draga úr hitatapinu. Það þýðir einfaldlega að hraunið hefur meiri möguleika á að verða lengra því það kólnar ekki við flutninginn.“ Þorvaldur segir að þegar hraun hafi komið niður í Nátthaga hafi verið um apalhraun að ræða en apalhraun er seigt hraun sem fer hægar yfir. „Meðan það helst þá held ég að það taki töluverðan tíma fyrir það að komast í gegnum Nátthagann en ef flutningsrásin, niður brekkuna og út gilið niður í Nátthaga, ef sú flutningsrás lokast þá verður flæðið út úr Nátthaga og ferðin niður að Suðurstrandarvegi mikið hraðari.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Þorvaldur segir erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær hraun renni að Suðurstrandarvegi. Það fari eftir því hvort að flutningsrásir lokist „Það er erfitt að segja til á þessu stigi. Það fer alveg eftir því hvernig hraunið hagar sér í Nátthaga. Ef það fer að breiða úr sér í Nátthaga þá getur það tekið töluverðan tíma, kannski þrjár til fimm vikur. En ef það nær að mynda svona ákveðna rás í gegnum Nátthagann þá er tíminn miklu styttri. Þá gætum við verið að tala um eina til tvær vikur,“ sagði Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Ekki mikill tími til stefnu Hann segir að það væri skynsamlegt að reyna að stýra hraunflæðinu þannig að það rati beint út í sjó. Það væri hægt með góðum varnargörðum og réttri staðsetningu. „Ef hraunið heldur áfram í gegnum Nátthagann þá væri skynsamlegt af okkur að reyna að beina flæðinu í sem þrengstan farveg og þannig að það fari beint út í sjó.“ Slíkt væri skynsamlegt svo að sem minnst tjón verði. Hann segir að þá þurfi að hugsa til verks sem fyrst. Hvað höfum við langan tíma til að hanna slíkar varnir? „Við höfum ekki mikinn tíma í það.“ Hraun sést frá Suðurstrandarvegi Hraunið sést nú frá Suðurstrandarvegi líkt og sést á þessari mynd. Ekkert lát virðist á gosinu. Þorvaldur segir að breytingar hafi átt sér stað á undanfarinni viku. „Það eru fleiri flutningsrásir hraunsins að lokast og einangrast þannig það er að draga úr hitatapinu. Það þýðir einfaldlega að hraunið hefur meiri möguleika á að verða lengra því það kólnar ekki við flutninginn.“ Þorvaldur segir að þegar hraun hafi komið niður í Nátthaga hafi verið um apalhraun að ræða en apalhraun er seigt hraun sem fer hægar yfir. „Meðan það helst þá held ég að það taki töluverðan tíma fyrir það að komast í gegnum Nátthagann en ef flutningsrásin, niður brekkuna og út gilið niður í Nátthaga, ef sú flutningsrás lokast þá verður flæðið út úr Nátthaga og ferðin niður að Suðurstrandarvegi mikið hraðari.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira