Fjölmennt á frumsýningu Little Kingdom í gær Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. maí 2021 17:01 Leikkonan Ragga Ragnarsdóttir mætti á frumsýninguna en vinkona hennar, sænska ungstyrnið Alicia Agneson, fer með aðalhlutverk í myndinni. Í gær var myndin íslensk/slavneska myndin Little Kingdom frumsýnd á Stockfish Kvikmyndahátíðinni við frábærar undirtektir áhorfenda. Stockfish film festival fer fram 20.-30. maí. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá frumsýningunni. KOTUNGSRÍKIÐ (Little Kingdom) Íslensk-slóvakíska kvikmyndin Kotungsríkið (Little Kingdom / Malá rísa) gerist í þorpi í Slóvakíu í lok seinni heimsstyrjaldar. Við fylgjumst með Evu ungri konu sem vinnur baki brotnu í einu verksmiðju þorpsins sem er stýrt af smákónginum Bar sem allir eiga sitt undir og kúgar jafnt starfsmenn sem og þorpsbúa. Jack, ástmaður Evu, sinnir herskyldu en þegar honum berst bréf frá Evu um örlagaríkan viðburð í lífi þeirra ákveður hann að strjúka frá herdeildinni til að geta stutt ástina sína. Hann lætur sig hverfa þegar herdeildin kemur inn á vændishús í nágranna bæ þar sem vændiskonan Cat ræður ríkjum. Herdeildinni er veitt fyrirsát af andspyrnuhreyfingunni að undirlagi Cat. Jack er nú réttdræpur fyrir liðhlaup og gerir sér upp veikindi til að réttlæta fjarveru sína úr hernum. Hann hefur störf í hergagnaverksmiðju Bar við hlið Evu. Málin flækjast þegar Bar verksmiðjueigandi fellst á að giftast vændiskonunni Cat til að geta endurnýjað samning sinn við stjórnvöld. Það reynist vonlítið ástarsamband og Cat rennir hýru auga til Jack sem veit um þátt hennar í fyrirsát herdeildarinnar og að sama skapi veit Cat um liðhlaup Jacks. Dramatískt uppgjör söguhetjanna er óumflýjanlegt þegar Þjóðverjar missa tökin í stríðinu og þorpið bókstaflega logar í illdeilum. Söguhetjunnar berjast fyrir lífi sínu og þá standa mannleg reisn og sannleikurinn ansi völtum fótum. Á meðal leikara er sænska ungstirnið Alicia Agneson (Eva), Lachlan Nieboer (Jack), Brian Caspe (Bar), Klara Mucci (Cat) og Mark Fleischmann (Nemeth). Handritið er unnið upp úr dansverkinu EPIC og meistaralega staðfært af írska handritshöfundinum Ewan Glass. Leikstjórn er í höndum Peter Magat. FilmFrame er aðalframleiðandi myndarinnar en Loki kvikmyndagerð ehf. er meðframleiðandi. Valgeir Sigurðsson semur tónlistina og var hún nýlega gefin út sem sérstætt tónverk, KVIKA og vinylútgáfa KVIKU er væntanleg til landsins. Stiklu fyrir myndina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Sjá meira
Stockfish film festival fer fram 20.-30. maí. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá frumsýningunni. KOTUNGSRÍKIÐ (Little Kingdom) Íslensk-slóvakíska kvikmyndin Kotungsríkið (Little Kingdom / Malá rísa) gerist í þorpi í Slóvakíu í lok seinni heimsstyrjaldar. Við fylgjumst með Evu ungri konu sem vinnur baki brotnu í einu verksmiðju þorpsins sem er stýrt af smákónginum Bar sem allir eiga sitt undir og kúgar jafnt starfsmenn sem og þorpsbúa. Jack, ástmaður Evu, sinnir herskyldu en þegar honum berst bréf frá Evu um örlagaríkan viðburð í lífi þeirra ákveður hann að strjúka frá herdeildinni til að geta stutt ástina sína. Hann lætur sig hverfa þegar herdeildin kemur inn á vændishús í nágranna bæ þar sem vændiskonan Cat ræður ríkjum. Herdeildinni er veitt fyrirsát af andspyrnuhreyfingunni að undirlagi Cat. Jack er nú réttdræpur fyrir liðhlaup og gerir sér upp veikindi til að réttlæta fjarveru sína úr hernum. Hann hefur störf í hergagnaverksmiðju Bar við hlið Evu. Málin flækjast þegar Bar verksmiðjueigandi fellst á að giftast vændiskonunni Cat til að geta endurnýjað samning sinn við stjórnvöld. Það reynist vonlítið ástarsamband og Cat rennir hýru auga til Jack sem veit um þátt hennar í fyrirsát herdeildarinnar og að sama skapi veit Cat um liðhlaup Jacks. Dramatískt uppgjör söguhetjanna er óumflýjanlegt þegar Þjóðverjar missa tökin í stríðinu og þorpið bókstaflega logar í illdeilum. Söguhetjunnar berjast fyrir lífi sínu og þá standa mannleg reisn og sannleikurinn ansi völtum fótum. Á meðal leikara er sænska ungstirnið Alicia Agneson (Eva), Lachlan Nieboer (Jack), Brian Caspe (Bar), Klara Mucci (Cat) og Mark Fleischmann (Nemeth). Handritið er unnið upp úr dansverkinu EPIC og meistaralega staðfært af írska handritshöfundinum Ewan Glass. Leikstjórn er í höndum Peter Magat. FilmFrame er aðalframleiðandi myndarinnar en Loki kvikmyndagerð ehf. er meðframleiðandi. Valgeir Sigurðsson semur tónlistina og var hún nýlega gefin út sem sérstætt tónverk, KVIKA og vinylútgáfa KVIKU er væntanleg til landsins. Stiklu fyrir myndina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Sjá meira