Lífið

Brad Pitt fær sam­eigin­legt for­ræði yfir börnunum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Angelina Jolie og Brad Pitt árið 2015, þegar allt lék í lyndi. Þau hættu saman árið 2016.
Angelina Jolie og Brad Pitt árið 2015, þegar allt lék í lyndi. Þau hættu saman árið 2016. Getty/Jason LaVeris

Úrskurðað hefur verið í forræðisdeilu Brad Pitt og Angelinu Jolie.

Hjónin fyrrverandi munu samkvæmt úrskurðinum fara með sameiginlegt forræði yfir börnum þeirra. 

TMZ greinir frá því að úrskurðurinn sé mikill sigur fyrir Pitt og að hann sé himinlifandi. Jolie hefur barist fyrir fullu forræði og vildi hún um tíma að Pitt fengi einungis að heimsækja börnin undir eftirliti. 

Elsti sonur þeirra Maddox er orðinn 19 ára gamall og því tekur úrskurðurinn ekki til hans. Yngri börn þeirra eru Pax (sautján ára), Zahara (sextán ára), Shiloh (fjórtán ára) og tvíburanna Knox og Vivienne (tólf ára) og tekur úrskurðurinn til þeirra.

Brad Pitt og Angelina Jolie sóttu um skilnað árið 2016. Málið hefur all dregist mikið á langinn þar sem Jolie sætti sig ekki við ósk Pitts um jafnt forræði yfir börnunum. 

Í mars sagði Jolie að hún hefði sannanir fyrir því að hún hafi orðið fyrir heimilisofbeldi af hálfu Pitt. Jolie sakaði Pitt um að hafa slegið til þá fimmtán ára gamla sonar þeirra, Maddox, um borð í flugvél árið 2016. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakaði málið og lét það niður falla að lokinni rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.