Kallaði fram kjánahroll og minningar um gerviíþrótt í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 11:31 Björgvin Hafþór Ríkharðsson sést hér lenda á veggnum í Grindavík. S2 Sport Það hefur verið hart tekist á í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta en leikaraskapurinn er líka til staðar eins og sannaðist í Grindavík í síðasta leik. „Órúlegir hlutir gerast í körfubolta en ég hef aldrei séð þetta hérna,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds þegar hann kynnti inn myndband með Grindvíkingnum Björgvin Hafþóri Ríkharðssyni. Björgvin lenti út í vegg eftir samskipti sín við Ægi Þór Steinarsson í fjórða leik Grindavíkur og Stjörnunnar í einvígi liðanna í átta liða úrslitunum. Það fór hins vegar ekkert á milli mála að Björgvin kastaði sér á vegginn til að reyna að fiska eitthvað á Ægi. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi voru mjög hneykslaðir á Grindvíkingnum. S2 Sport „Ég veit ekki hvað drengurinn er að hugsa. Ég fékk svo ofsalegan kjánahroll í gær,“ sagði Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann togar vissulega aðeins í hann,“ skaut Kjartan Atli inn í. Það er satt en skýrir ekki af hverju Björgvin skellur í veggnum. „Ég hef oft séð svona en ekki í körfubolta samt. Það er til íþrótt í Bandaríkjunum sem heitir Wrestling sem fullt af fólki heldur að sé í alvöru en menn eru bara að kasta sér í hringnum. Svo fara þeir upp í kaðlana og hoppa á hvorn annan. Þetta minnti mig svolítið á það,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann þarf að fara í leikslistaskólann ef hann ætlar að vera betri í þessu. Þetta leit ekki vel út,“ sagði Kristinn kaldhæðinn. „Ég lék í Vodafone-auglýsingu í þessum sal fyrir tveimur til þremur árum. Ég er hugsanlega lélegasti leikari sem einhver leikstjóri hefur fengið í hendurnar. Þetta var lélegra en það,“ sagði Benedikt. Það má sjá leikaraskapinn og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Björgvin og veggurinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
„Órúlegir hlutir gerast í körfubolta en ég hef aldrei séð þetta hérna,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds þegar hann kynnti inn myndband með Grindvíkingnum Björgvin Hafþóri Ríkharðssyni. Björgvin lenti út í vegg eftir samskipti sín við Ægi Þór Steinarsson í fjórða leik Grindavíkur og Stjörnunnar í einvígi liðanna í átta liða úrslitunum. Það fór hins vegar ekkert á milli mála að Björgvin kastaði sér á vegginn til að reyna að fiska eitthvað á Ægi. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi voru mjög hneykslaðir á Grindvíkingnum. S2 Sport „Ég veit ekki hvað drengurinn er að hugsa. Ég fékk svo ofsalegan kjánahroll í gær,“ sagði Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann togar vissulega aðeins í hann,“ skaut Kjartan Atli inn í. Það er satt en skýrir ekki af hverju Björgvin skellur í veggnum. „Ég hef oft séð svona en ekki í körfubolta samt. Það er til íþrótt í Bandaríkjunum sem heitir Wrestling sem fullt af fólki heldur að sé í alvöru en menn eru bara að kasta sér í hringnum. Svo fara þeir upp í kaðlana og hoppa á hvorn annan. Þetta minnti mig svolítið á það,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann þarf að fara í leikslistaskólann ef hann ætlar að vera betri í þessu. Þetta leit ekki vel út,“ sagði Kristinn kaldhæðinn. „Ég lék í Vodafone-auglýsingu í þessum sal fyrir tveimur til þremur árum. Ég er hugsanlega lélegasti leikari sem einhver leikstjóri hefur fengið í hendurnar. Þetta var lélegra en það,“ sagði Benedikt. Það má sjá leikaraskapinn og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Björgvin og veggurinn
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira