Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 13:01 Stuðningsmenn Manchester United mótmæla hér eigendum félagsins en Glazer fjölskyldan er ekki vinsæl í þeirra hópi. Getty/Andy Barton Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. Tebas hefur talað gegn Ofurdeildinni síðan að hún var kynnt í apríl og hélt í vikunni ræðu í Madrid á fundi hjá samtaka deildanna í Evrópu. „Það sem pirrar mig mest persónulega er að þessi félög halda að við séum barnaleg og vitlaus. Það sem þau reyndu að gera var valdarán gegn evrópskum fótbolta,“ sagði Javier Tebas. LaLiga president Javier Tebas praises English football for stopping the European Super League https://t.co/Zfb0GUuSu0— MailOnline Sport (@MailSport) May 27, 2021 Knattspyrnusamband Evrópu hóf í vikunni mál gegn þeim þremur félögum sem neita að gefa sig í baráttunni fyrir Ofurdeildinni en það eru fyrrnefnd Real, Barca og Juventus. Þetta eru þrjú af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar en hin níu hafa öll dregið sig út úr verkefninu. Umrædd þrjú félög hafa svarað hótun UEFA og gagnrýnt sambandið sem gæti endað á að reka þau úr Meistaradeildinni fyrir næstu leiktíð. „La Liga mun virða allar þær ákvarðanir sem UEFA mun taka hvort sem það hafi áhrif á spænsk félög eða ekki. Þetta snýst ekki um þjóðerni heldur um staðreyndir og háttsemi og þá skiptir engu máli hvort þau eru spænsk, ítölsk eða hvað sem er,“ sagði Tebas. „Í þessari yfirlýsingu sinni þá eru þessi þrjú strönduðu félög, þótt að skip þeirra séu að sökkva, enn að reyna að kenna okkur hvernig fótboltinn þurfi að komast til nútímans eða allt glatist. Florentino Perez [Forseti Real], Joan Laporta [Forseti Barcelona] og Andrea Agnelli [Framkvæmdastjóri Juventus] kenna okkur ekki neitt. Það er ekki satt að fótboltinn sé á leið til glötunar,“ sagði Tebas. Hann er líka fullviss um það að fótboltinn geti lifað án félaga eins og Real Madrid, Barcelona og Juventus. "The #UCL can survive without Real Madrid, Barcelona and Juventus"Tebas has spoken out about the Super League threehttps://t.co/eIvzYQ3NYP pic.twitter.com/yPloSZPYJq— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) May 28, 2021 Javier Tebas hefur talað mikið um það að Gianni Infantino, forseti FIFA, sé einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina og hafi spilað lykilhlutverk á bak við tjöldin. Það er því að hans mati von á einhverju svipuðu í framtíðinni. „Ofurdeildin er ekki dauð. Ef við áttum okkur á því að Ofurdeildin sé fyrirkomulag fimmtán félaga í lokaðri deild með fimm boðsliðum og sé ætlað að koma í stað Meistaradeildarinnar þá er það einstaka dæmi dautt. En Ofurdeildin er ekki snið heldur hugmyndafræði. Hættan skapast ekki frá þessum þremur félögum heldur líka frá forseta FIFA,“ sagði Tebas. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Tebas hefur talað gegn Ofurdeildinni síðan að hún var kynnt í apríl og hélt í vikunni ræðu í Madrid á fundi hjá samtaka deildanna í Evrópu. „Það sem pirrar mig mest persónulega er að þessi félög halda að við séum barnaleg og vitlaus. Það sem þau reyndu að gera var valdarán gegn evrópskum fótbolta,“ sagði Javier Tebas. LaLiga president Javier Tebas praises English football for stopping the European Super League https://t.co/Zfb0GUuSu0— MailOnline Sport (@MailSport) May 27, 2021 Knattspyrnusamband Evrópu hóf í vikunni mál gegn þeim þremur félögum sem neita að gefa sig í baráttunni fyrir Ofurdeildinni en það eru fyrrnefnd Real, Barca og Juventus. Þetta eru þrjú af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar en hin níu hafa öll dregið sig út úr verkefninu. Umrædd þrjú félög hafa svarað hótun UEFA og gagnrýnt sambandið sem gæti endað á að reka þau úr Meistaradeildinni fyrir næstu leiktíð. „La Liga mun virða allar þær ákvarðanir sem UEFA mun taka hvort sem það hafi áhrif á spænsk félög eða ekki. Þetta snýst ekki um þjóðerni heldur um staðreyndir og háttsemi og þá skiptir engu máli hvort þau eru spænsk, ítölsk eða hvað sem er,“ sagði Tebas. „Í þessari yfirlýsingu sinni þá eru þessi þrjú strönduðu félög, þótt að skip þeirra séu að sökkva, enn að reyna að kenna okkur hvernig fótboltinn þurfi að komast til nútímans eða allt glatist. Florentino Perez [Forseti Real], Joan Laporta [Forseti Barcelona] og Andrea Agnelli [Framkvæmdastjóri Juventus] kenna okkur ekki neitt. Það er ekki satt að fótboltinn sé á leið til glötunar,“ sagði Tebas. Hann er líka fullviss um það að fótboltinn geti lifað án félaga eins og Real Madrid, Barcelona og Juventus. "The #UCL can survive without Real Madrid, Barcelona and Juventus"Tebas has spoken out about the Super League threehttps://t.co/eIvzYQ3NYP pic.twitter.com/yPloSZPYJq— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) May 28, 2021 Javier Tebas hefur talað mikið um það að Gianni Infantino, forseti FIFA, sé einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina og hafi spilað lykilhlutverk á bak við tjöldin. Það er því að hans mati von á einhverju svipuðu í framtíðinni. „Ofurdeildin er ekki dauð. Ef við áttum okkur á því að Ofurdeildin sé fyrirkomulag fimmtán félaga í lokaðri deild með fimm boðsliðum og sé ætlað að koma í stað Meistaradeildarinnar þá er það einstaka dæmi dautt. En Ofurdeildin er ekki snið heldur hugmyndafræði. Hættan skapast ekki frá þessum þremur félögum heldur líka frá forseta FIFA,“ sagði Tebas.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira