Jakob Örn: Klukkan hálf níu um morguninn er maður orðinn peppaður í leikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2021 07:01 KR - Valur. Domino's deild karla. Vetur 2020-2021. Körfubolti. Bára Dröfn Kristinsdóttir Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður KR, mætti í viðtal í Körfuboltakvöld eftir oddaleik KR og Vals á föstudaginn. Hann segir það mikinn létti að þessari rimmu sé lokið. „Þetta er bara mikill léttir að þetta sé búið. Andlega er þetta búið að vera svakaleg sería,“ sagði Jakob eftir sigurinn gegn Val. „Fyrst og fremst léttir og gleði.“ Eins og gefur að skilja hefur Jakob hugsað um lítið annað en þetta einvígi síðustu daga. „Í rauninni ekki. Maður er sjálfur alltaf að hugsa um þetta og svo eru allir sem maður hittir endalaust að tala um þetta. Ég fer með strákinn minn á leiksólann klukkan átta á morgnanna og það eru aðrir pabbar að koma inn með sín börn og þeir eru að peppa mig og spurja um leikinn þannig að bara klukkan hálf níu um morguninn er maður orðinn peppaður í leikinn. Þetta er bra búin að vera sturluð vika.“ Í valsliðinu eru margir fyrrum liðsfélagar Jakobs og hann segir að það hafi verið pínu skrýtið að mæta þeim. „Auðvitað er þetta skrýtið en inni á vellinu gleymir maður þessu. Maður er bara í leiknum og það er svo mikil einbeiting og svo mikill tími sem hefur farið í að undirbúa sig að þetta gleymist allt einhvernveginn.“ „En á milli leikja er alltaf verið að tala um þetta og auðvitað fer maður sjálfur að hugsa um það að þetta er svolítið skrýtið að vera orðinn þetta gamall að spila á móti strákum sem maður var að spila með þegar maður var 12-13 ára gamall og upp úr.“ Klippa: Jakob Örn eftir KR-Valur „Það var mjög auðvelt að gíra sig upp“ Benedikt Guðmundsson var einn af sérfræðingunum í setti, og hann hafði orð á því að hann hafi sjaldan séð lið jafn tilbúið í leik eins og KR liðið var alla þessa seríu. Jakob segir að það hafi alls ekki verið erfitt að gíra sig upp í leikina. „Það var eiginlega á hinn bóginn, að reyna að halda svona góðu spennustigi. Það var mjög auðvelt að gíra sig upp.“ „Eins og ég segi voru allir að minna mann á þetta og allir að tala um þetta þannig að maður þurfti einhvernveginn að halda einbeitingu og halda spennustiginu réttu. Maður þurfti að einblína á það hvað við vorum að tala um fyrir leiki og hvað við ætluðum að gera skipulega séð.“ „Svo var það auðvitað að reyna bara að njóta þess að spila. Við töluðum mikið um það fyrir þennan leik að njóta þess og reyna að vera svolítið svona „loose“. Ég veit ekki hvernig það gekk upp, þetta var auðvitað rosalegur leikur og rosa spenna sem maður sogast inn í, en mér fannst okkur ganga nokkuð vel með það.“ Benedikt spurði Jakob síðan hvort að það væri ekki mikið spennufall eftir svona leik og hvort að það yrði kki krefjandi að koma sér aftur í gang fyrir næsta einvígi. „Það verður auðvitað mjög krefjandi. Við þurfum bara einhvernveginn að finna mótiveringu. Það verður reyndar ekkert erfitt að finna mótiveringu því við viljum fara alla leið. Við erum ekkert hættir.“ „En þetta var það stór sería sem við vorum að ganga í gegnum og ég veit ekki hvort hún verði toppuð í úrslitakeppninni. Við sjáum til.“ „Það verður smá áskorun næstu tvo daga að koma sér aftur í gírinn og núllstilla sig. Það verður kannski ekki sama skipulag þannig að við þurfum að reyna að halda einbeitingu í því sem við ætlum að gera þar.“ „Hann hefur gefið íslenskum körfubolta ótrúlega mikið Jón Arnór Stefánsson tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur í körfubolta. Jakob segir að „Hann er að mínu mati besti leikmaður sem Ísland hefur átt. Hann hefur sýnt það hérna í vetur og í úrslitakeppninni að hann er ennþá ógeðslega góður.“ „En maður veit alltaf að það kemur sá tími að menn hætta og það er missir af honum. Hann hefur gefið íslenskum körfubolta ótrúlega mikið.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson eigast við í fjórða leik KR og Vals í átta liða úrslitum.Vísir/Bára Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla KR Valur Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór um síðasta leik ferilsins: „Var þarna með félögunum þó ég hafi verið í öðrum búning“ Jón Arnór Stefánsson, einn albesti íþróttamaður Íslandssögunnar, hætti í körfubolta eftir tap Vals gegn KR í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í gærkvöld. Hann ræddi við Körfuboltakvöld um leikinn, ferilinn og margt fleira að leik loknum. 29. maí 2021 11:30 Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. 28. maí 2021 22:52 Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Umfjöllun: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda 86-89. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi einvígi í úrslitakeppninni verið jafn ákaflega spiluð en bæði líkami og andi leikmanna fékk að finna fyrir því í einvíginu. 28. maí 2021 23:36 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Fleiri fréttir „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Sjá meira
„Þetta er bara mikill léttir að þetta sé búið. Andlega er þetta búið að vera svakaleg sería,“ sagði Jakob eftir sigurinn gegn Val. „Fyrst og fremst léttir og gleði.“ Eins og gefur að skilja hefur Jakob hugsað um lítið annað en þetta einvígi síðustu daga. „Í rauninni ekki. Maður er sjálfur alltaf að hugsa um þetta og svo eru allir sem maður hittir endalaust að tala um þetta. Ég fer með strákinn minn á leiksólann klukkan átta á morgnanna og það eru aðrir pabbar að koma inn með sín börn og þeir eru að peppa mig og spurja um leikinn þannig að bara klukkan hálf níu um morguninn er maður orðinn peppaður í leikinn. Þetta er bra búin að vera sturluð vika.“ Í valsliðinu eru margir fyrrum liðsfélagar Jakobs og hann segir að það hafi verið pínu skrýtið að mæta þeim. „Auðvitað er þetta skrýtið en inni á vellinu gleymir maður þessu. Maður er bara í leiknum og það er svo mikil einbeiting og svo mikill tími sem hefur farið í að undirbúa sig að þetta gleymist allt einhvernveginn.“ „En á milli leikja er alltaf verið að tala um þetta og auðvitað fer maður sjálfur að hugsa um það að þetta er svolítið skrýtið að vera orðinn þetta gamall að spila á móti strákum sem maður var að spila með þegar maður var 12-13 ára gamall og upp úr.“ Klippa: Jakob Örn eftir KR-Valur „Það var mjög auðvelt að gíra sig upp“ Benedikt Guðmundsson var einn af sérfræðingunum í setti, og hann hafði orð á því að hann hafi sjaldan séð lið jafn tilbúið í leik eins og KR liðið var alla þessa seríu. Jakob segir að það hafi alls ekki verið erfitt að gíra sig upp í leikina. „Það var eiginlega á hinn bóginn, að reyna að halda svona góðu spennustigi. Það var mjög auðvelt að gíra sig upp.“ „Eins og ég segi voru allir að minna mann á þetta og allir að tala um þetta þannig að maður þurfti einhvernveginn að halda einbeitingu og halda spennustiginu réttu. Maður þurfti að einblína á það hvað við vorum að tala um fyrir leiki og hvað við ætluðum að gera skipulega séð.“ „Svo var það auðvitað að reyna bara að njóta þess að spila. Við töluðum mikið um það fyrir þennan leik að njóta þess og reyna að vera svolítið svona „loose“. Ég veit ekki hvernig það gekk upp, þetta var auðvitað rosalegur leikur og rosa spenna sem maður sogast inn í, en mér fannst okkur ganga nokkuð vel með það.“ Benedikt spurði Jakob síðan hvort að það væri ekki mikið spennufall eftir svona leik og hvort að það yrði kki krefjandi að koma sér aftur í gang fyrir næsta einvígi. „Það verður auðvitað mjög krefjandi. Við þurfum bara einhvernveginn að finna mótiveringu. Það verður reyndar ekkert erfitt að finna mótiveringu því við viljum fara alla leið. Við erum ekkert hættir.“ „En þetta var það stór sería sem við vorum að ganga í gegnum og ég veit ekki hvort hún verði toppuð í úrslitakeppninni. Við sjáum til.“ „Það verður smá áskorun næstu tvo daga að koma sér aftur í gírinn og núllstilla sig. Það verður kannski ekki sama skipulag þannig að við þurfum að reyna að halda einbeitingu í því sem við ætlum að gera þar.“ „Hann hefur gefið íslenskum körfubolta ótrúlega mikið Jón Arnór Stefánsson tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur í körfubolta. Jakob segir að „Hann er að mínu mati besti leikmaður sem Ísland hefur átt. Hann hefur sýnt það hérna í vetur og í úrslitakeppninni að hann er ennþá ógeðslega góður.“ „En maður veit alltaf að það kemur sá tími að menn hætta og það er missir af honum. Hann hefur gefið íslenskum körfubolta ótrúlega mikið.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson eigast við í fjórða leik KR og Vals í átta liða úrslitum.Vísir/Bára Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla KR Valur Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór um síðasta leik ferilsins: „Var þarna með félögunum þó ég hafi verið í öðrum búning“ Jón Arnór Stefánsson, einn albesti íþróttamaður Íslandssögunnar, hætti í körfubolta eftir tap Vals gegn KR í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í gærkvöld. Hann ræddi við Körfuboltakvöld um leikinn, ferilinn og margt fleira að leik loknum. 29. maí 2021 11:30 Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. 28. maí 2021 22:52 Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Umfjöllun: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda 86-89. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi einvígi í úrslitakeppninni verið jafn ákaflega spiluð en bæði líkami og andi leikmanna fékk að finna fyrir því í einvíginu. 28. maí 2021 23:36 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Fleiri fréttir „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Sjá meira
Jón Arnór um síðasta leik ferilsins: „Var þarna með félögunum þó ég hafi verið í öðrum búning“ Jón Arnór Stefánsson, einn albesti íþróttamaður Íslandssögunnar, hætti í körfubolta eftir tap Vals gegn KR í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í gærkvöld. Hann ræddi við Körfuboltakvöld um leikinn, ferilinn og margt fleira að leik loknum. 29. maí 2021 11:30
Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. 28. maí 2021 22:52
Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25
Umfjöllun: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda 86-89. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi einvígi í úrslitakeppninni verið jafn ákaflega spiluð en bæði líkami og andi leikmanna fékk að finna fyrir því í einvíginu. 28. maí 2021 23:36