Hrakfallabálkur: Hvað gerðist í Samfylkingunni? Birgir Dýrfjörð skrifar 30. maí 2021 21:37 Leiðarljós: „Ef enginn segir neitt, þá breytist ekkert“ „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað, og ljóðin er þutu um þitt blóð frá draumi til draums, hvar urðu þau veðrinu að bráð“ (Jóhann Jónsson) Fyrir liðugum 20 árum heimsótti Sighvatur Björgvinsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins flestöll flokksfélögin í landinu. Ég var þeirrar ánægju aðnjótandi að vera honum samferða um kjördæmin á Norðurlandi og einnig um Reykjaneskjördæmi. Erindi Sighvatar var að ræða við Alþýðuflokksfólk um stofnun breiðfylkingar jafnaðarmanna. Í gamla Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum hafði lengi þotið um okkar blóð sá draumur, að jafnaðarmenn á Íslandi næðu að sameinast í einum stjórnmálaflokki. Okkur tókst,að láta drauminn rætast. Að viðbættum Þjóðvaka og Samtökum um kvennalista varð Samfylkingin til. Við fórum af stað með glæsibrag. Í fyrstu alþingiskosningum fékk flokkurinn umboð frá rúmum 30% kjósenda. Nýir flokkar Síðan hafa komið fram fjórar nýjar stjórnmálahreyfingar, sem allar játast í orði undir kenningar sígildrar jafnaðarstefnu. Jafnaðarstefnan nýtur því víðtækrar hylli. Hvað skýrir þá vaxandi fylgishrun Samfylkingarinnar? Hvað hefur valdið því að Samfylkingin, sem mældist í tæpum 20% í desember s.l. var í lok apríl fallinn í tæp 11% í fylgi? Hvaða ákvarðanir hafa valdið svo afdrifaríkum trúnaðarbresti milli Samfylkingarinnar og líklegra kjósenda hennar? Hvar urðu ljóð okkar og draumar veðrinu að bráð? - Hvar? Að hætti Stalíns Helstu ástæður fyrir þeim trúnaðarbresti milli kjósenda og Samfylkingarinnar, sem skoðanakannanir sýna nú, held ég að megi fyrst og fremst rekja til margra klaufalegra og rangra ákvarðana klíku í Reykjavík, sem hefur tekið sér boðvald í flokknum, og hagar sér eins og „nomenklatura“ á tímum Stalíns. Bátnum ruggað Í nóvember s.l. var gerð tilraun til að fella vinsælan varaformann flokksins úr starfi. Flokknum var stefnt í allsherjarkosningu með tilheyrandi átökum. Það var óheppilegt þegar minna en ár var til alþingiskosninga. Það varð töluverður hiti og mikið um hringingar stuðningsmanna beggja aðila í þessari kosningu. Kosningaþátttaka var 94% flokksmanna. Allur flokkurinn fékk því að heyra, eftir atvikum, hrós og sleggjudóma um frambjóðendur. Úrslit kosninganna sýndu ótvírætt, að það var rík andstaða í flokknum við þá tilraun að víkja sitjandi varaformanni úr starfi. Margar tilgátur lifnuðu um ástæður fyrir aðförinni að embætti varaformanns. Baknag og dylgjur skutu rótum, og tortryggni spillti einlægni í samskiptum. Trúnaður í samtölum beið skaða. Naprir vindar blésu um flokkinn. Hvað segir það okkur, þegar mætar konur, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir, sem báðar hafa gegnt kjörnum opinberum trúnaðarstörfum fyrir jafnaðarmenn, söðla um á ögurstundu, og taka 3. sæti á báðum listum Framsóknarflokksins í Reykjavík? Sami stofn... Þó það sé viðurkennt, að jafnaðarstefnan og samvinnustefnan séu sitt hvor greinin á sama stofninum, þá skyldi maður ætla að meira þyrfti til. Hættan er þó, að á kjördegi muni vonsviknir kjósendur Samfylkingarinnar velja þá leið, að renna í slóð þessara tveggja mætu fyrrum félaga okkar, og kjósa þær og Framsóknarflokkinn. Dylgjur um veikan þingflokk Í desember og fram í janúar birtu vefmiðlar, oftast Kjarninn, aftur og aftur, myndir af formanni Samfylkingarinnar ásamt texta um það, að hann væri að leita að nýjum hæfum frambjóðendum til að breikka og efla getu þingflokksins. Þessi rógur Kjarnans og annarra, að formaðurinn væri í viðvarandi leit, að hæfum þingmannavefnum, var niðurlægjandi fyrir þingflokk Samfylkingarinnar. Aldrei gerði neinn þingmaður eða formaðurinn athugasemdir við þessa skálduðu illkvitni, og dylgjur um getuleysi þingflokksins, og skort þar á hæfileikum. Þá lyfti enginn skildi eða gekk undir högg fyrir flokkinn okkar. Það var aumt. Axasköft þau atriði, sem nefnd eru hér að framan eru óvinafagnaður, og líklegur þáttur í því að rýra tiltrú kjósenda á Samfylkingunni. Því miður er sú upptalning þó ekki nema brot af öllum þeim afleikjum og axasköftum, sem hafa viðgengist á vegum flokksins, allt frá síðasta landsfundi. Valdaránið Ég vil taka það fram strax, að í þessari grein mun ég ekki fjalla um valdaránið í febrúar s.l. þegar ákveðin voru efstu sæti framboðslistanna í Reykjavík. Og ég fjalla heldur ekki hér um þá afskræmingu lýðræðis, sem viðhöfð var ,með galopnum augum, við samþykktir listanna á fundi í fulltrúaráðinu í Reykjavík. Um þau atriði mun ég skrifa síðar í sérstakri grein. Þau atriði gætu trúlega skýrt nokkuð vaxandi andúð kjósenda á Samfylkingunni. Fleiri axasköft Eitt af því, sem skaðað hefur áru flokksins eru eftirmál af brotthvarfi framkvæmdastjórans Karenar. Hún var geðþekk og afar vel liðin, og hélt góðu sambandi við fólkið í flokknum, sem álítur nú, að hún hafi hrakist úr starfi. Í pólitík er dýrmætt að fólk upplifi persónulega tengingu við flokkinn sinn. Að hrekja Karen frá flokknum skömmu fyrir kosningar var galinn afleikur. Kanúkabréf í sauðalitum Með Kanúkabréfi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar er vikið frá kjósendum hennar þeim kaleik, að þurfa, að hugsa djúpt. Í kanúkabréfinu segir orðrétt: „Frá og með þessari helgi snúast komandi kosningarnar um Samherja. Ertu með Samherja eða ertu á móti Samherja?“ - Sjáðuaðeins, svart eða hvítt. Mikið mega Bjarni Ben. Og Katrín vera framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar þakklát. Hún hefur samþykkt að ríkisstjórnin þurfi ekki að hafa áhyggjur í kosningabaráttunni af deilum við Samfylkinguna, um ríkisfjármál, heilbrigðismál, menntamál, samgöngumál, atvinnumál eða af málum öryrkja og aldraðra eða barnafólks, að maður tali nú ekki um smámál eins og sölu Íslandsbanka eða húsnæðismál og verðbólgu, og kvíðvænlegt atvinnuleysi. Það hlýtur að vera ríkisstjórn léttir í kosningunum, að Samfylkingin stimplar sig frá þessum stóru málum. Ætlar varla að ræða þau, - bara Samherja. Höfundur er í flokksstórn Samfylkingarinnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Birgir Dýrfjörð Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Leiðarljós: „Ef enginn segir neitt, þá breytist ekkert“ „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað, og ljóðin er þutu um þitt blóð frá draumi til draums, hvar urðu þau veðrinu að bráð“ (Jóhann Jónsson) Fyrir liðugum 20 árum heimsótti Sighvatur Björgvinsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins flestöll flokksfélögin í landinu. Ég var þeirrar ánægju aðnjótandi að vera honum samferða um kjördæmin á Norðurlandi og einnig um Reykjaneskjördæmi. Erindi Sighvatar var að ræða við Alþýðuflokksfólk um stofnun breiðfylkingar jafnaðarmanna. Í gamla Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum hafði lengi þotið um okkar blóð sá draumur, að jafnaðarmenn á Íslandi næðu að sameinast í einum stjórnmálaflokki. Okkur tókst,að láta drauminn rætast. Að viðbættum Þjóðvaka og Samtökum um kvennalista varð Samfylkingin til. Við fórum af stað með glæsibrag. Í fyrstu alþingiskosningum fékk flokkurinn umboð frá rúmum 30% kjósenda. Nýir flokkar Síðan hafa komið fram fjórar nýjar stjórnmálahreyfingar, sem allar játast í orði undir kenningar sígildrar jafnaðarstefnu. Jafnaðarstefnan nýtur því víðtækrar hylli. Hvað skýrir þá vaxandi fylgishrun Samfylkingarinnar? Hvað hefur valdið því að Samfylkingin, sem mældist í tæpum 20% í desember s.l. var í lok apríl fallinn í tæp 11% í fylgi? Hvaða ákvarðanir hafa valdið svo afdrifaríkum trúnaðarbresti milli Samfylkingarinnar og líklegra kjósenda hennar? Hvar urðu ljóð okkar og draumar veðrinu að bráð? - Hvar? Að hætti Stalíns Helstu ástæður fyrir þeim trúnaðarbresti milli kjósenda og Samfylkingarinnar, sem skoðanakannanir sýna nú, held ég að megi fyrst og fremst rekja til margra klaufalegra og rangra ákvarðana klíku í Reykjavík, sem hefur tekið sér boðvald í flokknum, og hagar sér eins og „nomenklatura“ á tímum Stalíns. Bátnum ruggað Í nóvember s.l. var gerð tilraun til að fella vinsælan varaformann flokksins úr starfi. Flokknum var stefnt í allsherjarkosningu með tilheyrandi átökum. Það var óheppilegt þegar minna en ár var til alþingiskosninga. Það varð töluverður hiti og mikið um hringingar stuðningsmanna beggja aðila í þessari kosningu. Kosningaþátttaka var 94% flokksmanna. Allur flokkurinn fékk því að heyra, eftir atvikum, hrós og sleggjudóma um frambjóðendur. Úrslit kosninganna sýndu ótvírætt, að það var rík andstaða í flokknum við þá tilraun að víkja sitjandi varaformanni úr starfi. Margar tilgátur lifnuðu um ástæður fyrir aðförinni að embætti varaformanns. Baknag og dylgjur skutu rótum, og tortryggni spillti einlægni í samskiptum. Trúnaður í samtölum beið skaða. Naprir vindar blésu um flokkinn. Hvað segir það okkur, þegar mætar konur, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir, sem báðar hafa gegnt kjörnum opinberum trúnaðarstörfum fyrir jafnaðarmenn, söðla um á ögurstundu, og taka 3. sæti á báðum listum Framsóknarflokksins í Reykjavík? Sami stofn... Þó það sé viðurkennt, að jafnaðarstefnan og samvinnustefnan séu sitt hvor greinin á sama stofninum, þá skyldi maður ætla að meira þyrfti til. Hættan er þó, að á kjördegi muni vonsviknir kjósendur Samfylkingarinnar velja þá leið, að renna í slóð þessara tveggja mætu fyrrum félaga okkar, og kjósa þær og Framsóknarflokkinn. Dylgjur um veikan þingflokk Í desember og fram í janúar birtu vefmiðlar, oftast Kjarninn, aftur og aftur, myndir af formanni Samfylkingarinnar ásamt texta um það, að hann væri að leita að nýjum hæfum frambjóðendum til að breikka og efla getu þingflokksins. Þessi rógur Kjarnans og annarra, að formaðurinn væri í viðvarandi leit, að hæfum þingmannavefnum, var niðurlægjandi fyrir þingflokk Samfylkingarinnar. Aldrei gerði neinn þingmaður eða formaðurinn athugasemdir við þessa skálduðu illkvitni, og dylgjur um getuleysi þingflokksins, og skort þar á hæfileikum. Þá lyfti enginn skildi eða gekk undir högg fyrir flokkinn okkar. Það var aumt. Axasköft þau atriði, sem nefnd eru hér að framan eru óvinafagnaður, og líklegur þáttur í því að rýra tiltrú kjósenda á Samfylkingunni. Því miður er sú upptalning þó ekki nema brot af öllum þeim afleikjum og axasköftum, sem hafa viðgengist á vegum flokksins, allt frá síðasta landsfundi. Valdaránið Ég vil taka það fram strax, að í þessari grein mun ég ekki fjalla um valdaránið í febrúar s.l. þegar ákveðin voru efstu sæti framboðslistanna í Reykjavík. Og ég fjalla heldur ekki hér um þá afskræmingu lýðræðis, sem viðhöfð var ,með galopnum augum, við samþykktir listanna á fundi í fulltrúaráðinu í Reykjavík. Um þau atriði mun ég skrifa síðar í sérstakri grein. Þau atriði gætu trúlega skýrt nokkuð vaxandi andúð kjósenda á Samfylkingunni. Fleiri axasköft Eitt af því, sem skaðað hefur áru flokksins eru eftirmál af brotthvarfi framkvæmdastjórans Karenar. Hún var geðþekk og afar vel liðin, og hélt góðu sambandi við fólkið í flokknum, sem álítur nú, að hún hafi hrakist úr starfi. Í pólitík er dýrmætt að fólk upplifi persónulega tengingu við flokkinn sinn. Að hrekja Karen frá flokknum skömmu fyrir kosningar var galinn afleikur. Kanúkabréf í sauðalitum Með Kanúkabréfi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar er vikið frá kjósendum hennar þeim kaleik, að þurfa, að hugsa djúpt. Í kanúkabréfinu segir orðrétt: „Frá og með þessari helgi snúast komandi kosningarnar um Samherja. Ertu með Samherja eða ertu á móti Samherja?“ - Sjáðuaðeins, svart eða hvítt. Mikið mega Bjarni Ben. Og Katrín vera framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar þakklát. Hún hefur samþykkt að ríkisstjórnin þurfi ekki að hafa áhyggjur í kosningabaráttunni af deilum við Samfylkinguna, um ríkisfjármál, heilbrigðismál, menntamál, samgöngumál, atvinnumál eða af málum öryrkja og aldraðra eða barnafólks, að maður tali nú ekki um smámál eins og sölu Íslandsbanka eða húsnæðismál og verðbólgu, og kvíðvænlegt atvinnuleysi. Það hlýtur að vera ríkisstjórn léttir í kosningunum, að Samfylkingin stimplar sig frá þessum stóru málum. Ætlar varla að ræða þau, - bara Samherja. Höfundur er í flokksstórn Samfylkingarinnarinnar.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar