Mikið réttlætismál að MS sæti ábyrgð á brotum sínum Árni Sæberg skrifar 2. júní 2021 16:28 Ólafur M. Magnússon er stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku. Stöð 2 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu MS í máli Mjólku gegn MS. Stofnandi Mjólku fagnar úrskurðinum. Málið á sér langa forsögu en Mjólka stefndi MS til greiðslu skaðabóta þann 30. júní 2020. Kröfu sína byggir Mjólka á meintum samkeppnislagabrotum MS í formi markaðsmisnotkunar á árunum 2008 til 2010. Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir markaðsmisnotkun MS hafa bitnað illa á fyrirtækinu og haft alvarlegar afleiðingar. Mjólka er nú í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en KS á 10% í MS. MS byggði frávísunarkröfu sína á þeim rökum að krafan væri fallin niður sökum fyrningar. Almenna reglan er sú að fyrning leiði frekar til sýknu en frávísunar. Hins vegar eru þess dæmi að málum sé vísað frá vegna fyrningar þar sem lögvarðir hagsmunir eru ekki lengur til staðar. Í úrskurði héraðsdóms segir að vafi leiki á hvenær fyrningarfrestur kröfunnar hófst að líða og því verði málið tekið til efnismeðferðar. MS þegar dæmd sekt vegna markaðsmisnotkunar Með dómi Hæstaréttar frá 4. mars 2021 var MS dæmt til að greiða 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna markaðsmisnotkunar. Í dómi Hæstaréttar segir að félagið hefði selt hrámjólk til tengdra aðila á mun lægra verði en ótengdum aðilum og sú mismunun hafi veitt hinum tengdu aðilum óeðlilegt forskot í samkeppni á markaði. MS ehf. var því talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og þannig veikt samkeppnisstöðu þeirra og með því brotið með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum. Mjólkursamsalan hefur verið dæmd til að greiða ríkissjóði 480 milljónir króna. Mjólka hafi rétt fram sáttarhönd Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir fyrirtækið hafa lýst sig reiðubúið til að ganga að sáttaborðinu til að forðast málarekstur. „Það er skammarleg framganga af hálfu MS að slá á útrétta sáttahönd. Það er okkur því fagnaðarefni að frávísunarkröfu MS sé hafnað og málið fái efnislega meðferð fyrir dómi.“ segir Ólafur um úrskurð héraðsdóms í morgun. Enn fremur segir hann: „Það er því mikið réttlætismál að MS verði látið sæta ábyrgð á brotum sínum, sem á sér áratuga sögu um ofríki gagnvart keppinautum sínum sem flestir hafa lotið í gras vegna þess.“ Aðalmeðferð í málinu fer fram föstudaginn 10. september næstkomandi kl. 09:15 í dómsal 201. Landbúnaður Dómsmál Tengdar fréttir Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19 Mjólka stefnir MS Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. 3. júlí 2020 12:27 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Málið á sér langa forsögu en Mjólka stefndi MS til greiðslu skaðabóta þann 30. júní 2020. Kröfu sína byggir Mjólka á meintum samkeppnislagabrotum MS í formi markaðsmisnotkunar á árunum 2008 til 2010. Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir markaðsmisnotkun MS hafa bitnað illa á fyrirtækinu og haft alvarlegar afleiðingar. Mjólka er nú í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en KS á 10% í MS. MS byggði frávísunarkröfu sína á þeim rökum að krafan væri fallin niður sökum fyrningar. Almenna reglan er sú að fyrning leiði frekar til sýknu en frávísunar. Hins vegar eru þess dæmi að málum sé vísað frá vegna fyrningar þar sem lögvarðir hagsmunir eru ekki lengur til staðar. Í úrskurði héraðsdóms segir að vafi leiki á hvenær fyrningarfrestur kröfunnar hófst að líða og því verði málið tekið til efnismeðferðar. MS þegar dæmd sekt vegna markaðsmisnotkunar Með dómi Hæstaréttar frá 4. mars 2021 var MS dæmt til að greiða 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna markaðsmisnotkunar. Í dómi Hæstaréttar segir að félagið hefði selt hrámjólk til tengdra aðila á mun lægra verði en ótengdum aðilum og sú mismunun hafi veitt hinum tengdu aðilum óeðlilegt forskot í samkeppni á markaði. MS ehf. var því talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og þannig veikt samkeppnisstöðu þeirra og með því brotið með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum. Mjólkursamsalan hefur verið dæmd til að greiða ríkissjóði 480 milljónir króna. Mjólka hafi rétt fram sáttarhönd Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir fyrirtækið hafa lýst sig reiðubúið til að ganga að sáttaborðinu til að forðast málarekstur. „Það er skammarleg framganga af hálfu MS að slá á útrétta sáttahönd. Það er okkur því fagnaðarefni að frávísunarkröfu MS sé hafnað og málið fái efnislega meðferð fyrir dómi.“ segir Ólafur um úrskurð héraðsdóms í morgun. Enn fremur segir hann: „Það er því mikið réttlætismál að MS verði látið sæta ábyrgð á brotum sínum, sem á sér áratuga sögu um ofríki gagnvart keppinautum sínum sem flestir hafa lotið í gras vegna þess.“ Aðalmeðferð í málinu fer fram föstudaginn 10. september næstkomandi kl. 09:15 í dómsal 201.
Landbúnaður Dómsmál Tengdar fréttir Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19 Mjólka stefnir MS Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. 3. júlí 2020 12:27 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19
Mjólka stefnir MS Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. 3. júlí 2020 12:27