Greiða Hillsborough-fjölskyldum bætur vegna yfirhylmingar Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 09:53 Minnisvarði með nöfnum þeirra 96 stuðningsmanna Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu við Anfield Road. Vísir/EPA Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins. Eftir að 96 stuðningsmenn Liverpool létust í miklum troðningi á Hillsborough-vellinum í Nottingham í Sheffield við upphaf undanúrslitaleiks liðsins gegn Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni reyndi lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri að koma sökinni á þá látnu. Hegðun stuðningsmannanna og ölvun hefði valdið troðningnum banvæna. Upphaflega komst dánardómstjóri að þeirri niðurstöðu að fólkið hefði látist af slysförum. Sá úrskurður var felldur úr gildi árið 2012. Réttarrannsókn komst síðan að þeirri niðurstöðu að lát fólksins hefði borið að með saknæmum hætti og hafnaði því að hegðun þeirra hefði verið um að kenna árið 2016. Slysið var rakið til stórfelldrar vanrækslu yfirlögregluþjóns sem stýrði aðgerðum lögreglu á leikdag. Bæturnar sem lögregluembættið hefur nú samþykkt að greiða eru vegna sálfræðilegs skaða sem eftirlifendur og aðstandendur urðu fyrir vegna herferðar þess til að koma sökinni á fórnarlömbin. Þær eiga að greiða fyrir meðferð eða ráðgjöf, að sögn The Guardian. Lögmenn fjölskyldnanna segja að í framferði lögreglu eftir Hillsborough-slysið hafi falist ein mesta og skammarlegasta yfirhylming í sögu bresku lögreglunnar. Hún hefði reynt að fela eigin ábyrgð á slysinu og kennt fórnarlömbunum um í staðinn. Tveir fyrrverandi lögreglumenn og lögfræðingur embættisins voru ákærðir fyrir að hafa átt við lögregluskýrslur eftir slysið og að hindra framgang réttvísinnar. Þeir voru sýknaðir í síðustu viku þar sem dómari sagði að það teldist ekki hindrun á framgangi réttvísinnar að afhenda falsaðar skýrslur til opinberrar rannsóknar sem fór fram á slysinu. Hillsborough-slysið England Enski boltinn Bretland Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Eftir að 96 stuðningsmenn Liverpool létust í miklum troðningi á Hillsborough-vellinum í Nottingham í Sheffield við upphaf undanúrslitaleiks liðsins gegn Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni reyndi lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri að koma sökinni á þá látnu. Hegðun stuðningsmannanna og ölvun hefði valdið troðningnum banvæna. Upphaflega komst dánardómstjóri að þeirri niðurstöðu að fólkið hefði látist af slysförum. Sá úrskurður var felldur úr gildi árið 2012. Réttarrannsókn komst síðan að þeirri niðurstöðu að lát fólksins hefði borið að með saknæmum hætti og hafnaði því að hegðun þeirra hefði verið um að kenna árið 2016. Slysið var rakið til stórfelldrar vanrækslu yfirlögregluþjóns sem stýrði aðgerðum lögreglu á leikdag. Bæturnar sem lögregluembættið hefur nú samþykkt að greiða eru vegna sálfræðilegs skaða sem eftirlifendur og aðstandendur urðu fyrir vegna herferðar þess til að koma sökinni á fórnarlömbin. Þær eiga að greiða fyrir meðferð eða ráðgjöf, að sögn The Guardian. Lögmenn fjölskyldnanna segja að í framferði lögreglu eftir Hillsborough-slysið hafi falist ein mesta og skammarlegasta yfirhylming í sögu bresku lögreglunnar. Hún hefði reynt að fela eigin ábyrgð á slysinu og kennt fórnarlömbunum um í staðinn. Tveir fyrrverandi lögreglumenn og lögfræðingur embættisins voru ákærðir fyrir að hafa átt við lögregluskýrslur eftir slysið og að hindra framgang réttvísinnar. Þeir voru sýknaðir í síðustu viku þar sem dómari sagði að það teldist ekki hindrun á framgangi réttvísinnar að afhenda falsaðar skýrslur til opinberrar rannsóknar sem fór fram á slysinu.
Hillsborough-slysið England Enski boltinn Bretland Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira