Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 22:45 Clippers er komið í undanúrslit Vesturdeildar. Kevork Djansezian/Getty Images Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. Að venju fór allur sóknarleikur Dallas í gegnum Dončić og hann brást ekki í fyrsta leikhluta. Hann skoraði 19 stig og sá til þess að Dallas var þremur stigum yfir að honum loknum, staðan þá 38-35 Dallas í vil. Heimamenn í Clippers bitu frá sér í öðrum leikhluta. Paul George fór mikinn í leikhlutanum og þá var Marcus Morris Sr. sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann skoraði alls 23 stig í leiknum. With this triple, Marcus Morris Sr. joins Steph Curry as the only players in GAME 7 HISTORY to hit 7 threes! #NBAPlayoffs #ThatsGameWIN or GO HOME GAME 7 on ABC pic.twitter.com/Dzfwy8cnTo— NBA (@NBA) June 6, 2021 Eftir frábæran annan leikhluta var Clippers komið átta stigum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá 70-62. Varnarleikur beggja liða ekki upp á marga fiska. Dallas byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti og tókst að jafna metin í 72-72 þegar tvær mínútur voru liðnar. Staðan var jöfn um miðbik leikhlutans en þá tóku heimamenn öll völd á vellinum og voru komnir 15 stigum yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins, staðan þá 100-85. Líkt og í öðrum leikjum einvígisins var Dončić einfaldlega búinn á því í fjórða leikhluta og virtist sem leikurinn væri tapaður. Hann náði hins vegar að setja niður stóra þriggja stiga körfu þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og munurinn kominn niður í sjö stig. Reggie Jackson setti niður enn stærri þriggja stiga körfu hinum megin á vellinum í kjölfarið og eftir það var allt loft úr Mavericks-mönnum. Clippers gekk frá leiknum í kjölfarið og vann 15 stiga sigur, lokatölur 126-115. Reggie and Mook coming up clutch. pic.twitter.com/8ycFesqdGP— LA Clippers (@LAClippers) June 6, 2021 Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig. Hann var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann tók 10 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Paul George var svo með 22 stig. Luka skoraði 46 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Dorian Finney-Smith kom þar á eftir með 18 stig. Clippers þar með komið áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar þar sem Utah Jazz bíður. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Að venju fór allur sóknarleikur Dallas í gegnum Dončić og hann brást ekki í fyrsta leikhluta. Hann skoraði 19 stig og sá til þess að Dallas var þremur stigum yfir að honum loknum, staðan þá 38-35 Dallas í vil. Heimamenn í Clippers bitu frá sér í öðrum leikhluta. Paul George fór mikinn í leikhlutanum og þá var Marcus Morris Sr. sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann skoraði alls 23 stig í leiknum. With this triple, Marcus Morris Sr. joins Steph Curry as the only players in GAME 7 HISTORY to hit 7 threes! #NBAPlayoffs #ThatsGameWIN or GO HOME GAME 7 on ABC pic.twitter.com/Dzfwy8cnTo— NBA (@NBA) June 6, 2021 Eftir frábæran annan leikhluta var Clippers komið átta stigum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá 70-62. Varnarleikur beggja liða ekki upp á marga fiska. Dallas byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti og tókst að jafna metin í 72-72 þegar tvær mínútur voru liðnar. Staðan var jöfn um miðbik leikhlutans en þá tóku heimamenn öll völd á vellinum og voru komnir 15 stigum yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins, staðan þá 100-85. Líkt og í öðrum leikjum einvígisins var Dončić einfaldlega búinn á því í fjórða leikhluta og virtist sem leikurinn væri tapaður. Hann náði hins vegar að setja niður stóra þriggja stiga körfu þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og munurinn kominn niður í sjö stig. Reggie Jackson setti niður enn stærri þriggja stiga körfu hinum megin á vellinum í kjölfarið og eftir það var allt loft úr Mavericks-mönnum. Clippers gekk frá leiknum í kjölfarið og vann 15 stiga sigur, lokatölur 126-115. Reggie and Mook coming up clutch. pic.twitter.com/8ycFesqdGP— LA Clippers (@LAClippers) June 6, 2021 Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig. Hann var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann tók 10 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Paul George var svo með 22 stig. Luka skoraði 46 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Dorian Finney-Smith kom þar á eftir með 18 stig. Clippers þar með komið áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar þar sem Utah Jazz bíður. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti