Hægt að spá fyrir um hvenær maður deyr með blóðprufu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2021 20:01 Hægt er að spá fyrir um það með talsverðri nákvæmni hvað fólk á langt eftir ólifað með því að skoða prótein í blóði, samkvæmt nýrri rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöðurnar gætu til dæmis nýst til lyfjaþróunar. Rannsóknin hófst fyrir tveimur árum en fræðigrein er væntanleg á næstu vikum. Mæld voru prótein, eða eggjahvítuefni, í blóði um fjörutíu þúsund Íslendinga. Hjá rúmlega helmingi var blóðinu safnað fyrir tuttugu árum og af þeim eru rúmlega sjö þúsund látnir. „Þá getum við fundið fimm prósent af fólki milli 60 og 80 ára sem eru með tæplega 90 prósent líkur á að deyja innan næstu fimm ára. Síðan getum við fundið önnur fimm prósent sem eiga raunverulega engar líkur á að deyja innan næstu fimm ára,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Og er það þá bara þannig að það væri hægt að taka blóðprufu úr manneskju og spá fyrir um hvenær hún deyr? „Það væri hægt að leiða líkum að því hvað hún komi til með að lifa lengi eða skamman tíma. En allar þessar tölur byggjast á meðaltali, þetta er þó ekki annað en spádómur sem er nokkuð nákvæmur. En þó með töluverða skekkju,“ segir Kári. Myndi ekki vilja vita sjálfur Líkur á því að deyja fljótlega tengjast ýmsum eiginleikum, að sögn Kára. Þeir sem séu líklegri til að eiga stutt eftir ólifað séu til dæmis með mun minni handstyrk en almennt gerist. „Þeir standa sig verr í úthaldsprófi, þeir standa sig verr á gáfnaprófum.“ En hvernig geta þessar niðurstöður nýst? Til dæmis til lyfjaþróunar, segir Kári, en kveðst þó ekki hafa áhuga á því sjálfur að vita ævi sína alla. „Ég er ekkert sérstaklega forvitinn um að vita hversu mikið ég á eftir. Ég vona að það verði sem mest en ég er búinn að lifa ágætu lífi. Það er allt í lagi þó að það verði búið.“ Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Rannsóknin hófst fyrir tveimur árum en fræðigrein er væntanleg á næstu vikum. Mæld voru prótein, eða eggjahvítuefni, í blóði um fjörutíu þúsund Íslendinga. Hjá rúmlega helmingi var blóðinu safnað fyrir tuttugu árum og af þeim eru rúmlega sjö þúsund látnir. „Þá getum við fundið fimm prósent af fólki milli 60 og 80 ára sem eru með tæplega 90 prósent líkur á að deyja innan næstu fimm ára. Síðan getum við fundið önnur fimm prósent sem eiga raunverulega engar líkur á að deyja innan næstu fimm ára,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Og er það þá bara þannig að það væri hægt að taka blóðprufu úr manneskju og spá fyrir um hvenær hún deyr? „Það væri hægt að leiða líkum að því hvað hún komi til með að lifa lengi eða skamman tíma. En allar þessar tölur byggjast á meðaltali, þetta er þó ekki annað en spádómur sem er nokkuð nákvæmur. En þó með töluverða skekkju,“ segir Kári. Myndi ekki vilja vita sjálfur Líkur á því að deyja fljótlega tengjast ýmsum eiginleikum, að sögn Kára. Þeir sem séu líklegri til að eiga stutt eftir ólifað séu til dæmis með mun minni handstyrk en almennt gerist. „Þeir standa sig verr í úthaldsprófi, þeir standa sig verr á gáfnaprófum.“ En hvernig geta þessar niðurstöður nýst? Til dæmis til lyfjaþróunar, segir Kári, en kveðst þó ekki hafa áhuga á því sjálfur að vita ævi sína alla. „Ég er ekkert sérstaklega forvitinn um að vita hversu mikið ég á eftir. Ég vona að það verði sem mest en ég er búinn að lifa ágætu lífi. Það er allt í lagi þó að það verði búið.“
Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira