Hvað hafa fordæmalausu tímarnir kennt okkur? Stöldrum við! Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar 9. júní 2021 07:00 Kröfurnar herja á okkur úr öllum áttum og fyrir mörg okkar er vinnudagurinn sannarlega ekki búinn þegar við stimplum okkur út. Mögulega þarf að klára einhverja vinnu heima, svara nokkrum póstum á milli baða hjá börnunum og aðeins ná upp lestrinum á fréttamiðlunum. Svo þarf að hlusta á hlaðvarpið sem vinnufélaginn mælti með. Þá tekur við fundur hjá einhverju félagasamtakanna, nefndarfundir ýmis konar, foreldrafélagið og bekkjarkvöld. Svo þarf hugsanlega að sinna veikum ættingja, já og klára háskólanámið eða bæta við sig diplómu í fjarnámi með vinnu, að ógleymdri ræktinni og vinahittingum ýmis konar, svo dæmi séu tekin. Þá á jafnframt eftir að finna tíma fyrir gæðastundir með börnunum sem mögulega flækjast með í allt hitt, jafn þreytt og úrill eftir daginn og við sjálf. Sum þeirra þurfa að vísu að skjótast í tómstundirnar á meðan mamma eða pabbi hlaupa í æðibunugangi um ganga matvöruverslana. Þá er það kvöldmaturinn sem á að innihalda staðgóða næringu og mæta þörfum allra í fjölskyldunni. Já og að ógleymdum makanum; það þarf jú að rækta sambandið og viðhalda nándinni. Svo koma upp hlutir sem við getum ekki stjórnað svo sem verkföll, veikindi og heimsfaraldur. Covid ofan á kröfurnar sem fyrir voru Líf okkar flestra var alveg nógu streituvaldandi fyrir — og ekki bætir úr skák að ofan á kröfurnar og verkefnin bætist við heill heimsfaraldur. Faraldurinn hefur sannarlega krafist mikils sveigjanleika af okkur og flækt allt sem talið er upp hér að ofan. Sumir þessara þátta hafa færst á rafrænt form, sem kallar á annars konar álag þar sem heimilið er í senn griðastaður fjölskyldunnar og fundarrými. Þá hefur það einnig skapað álag að þurfa að fylgjast með hvað fellur niður þennan daginn og hvort við sjálf og börnin eigum að mæta í okkar hefðbundnu dagskrá í raun- eða fjarheimum. Þetta allt eru streituvaldar, sér í lagi ef þeir koma í belg og biðu og sjaldan eða aldrei er ráðrúm til að staldra við. Okkur líður líka gjarnan eins og lítið verði við kröfurnar ráðið — við reynum bara að standast þær — jafnvel þjökuð af samviskubiti. Hvað veldur því að sum okkar virðumst taka allt að okkur, þrátt fyrir að ganga á okkur og mögulega ekki finnast við geta sinnt neinu á þann háttinn sem við hefðum helst kosið? Verum bara nógu fjandi dugleg! Mér hefur sjálfsmatið verið hugleikið upp á síðkastið, sér í lagi í samhengi við kröfurnar og streituna í samfélaginu. Sjálfsmatið er í stuttu máli skoðun okkar á okkur sjálfum og það mótast einkum á barndóms- og unglingsárum. Lágt sjálfsmat mótast af ýmis konar neikvæðri reynslu, svo sem áföllum, einelti og erfiðum samböndum við fólk og af þeim skilaboðum sem við fáum frá umhverfi okkar. Við bætist túlkun okkar sjálfra á eigin frammistöðu. Ein leið til að hafa taumhald á neikvæðum hugsunum um okkur sjálf er að vera bara nógu fjandi dugleg — jafn dugleg og það fólk sem við berum okkur saman við. Þetta gerum við oft á tíðum ómeðvitað, án þess að hafa forsendur til að meta raunverulegar aðstæður annarra, oft aðeins fyrir áhrif frá samfélagsmiðlum. Þetta gerum við líka í vinnunni. Sama tilfinning kemur upp þegar við erum beðin um að sitja í foreldraráði, vera virk í starfi félagasamtaka, raða upp stólum fyrir þorrablótið og við hinar ýmsu aðstæður. Við eigum jú að vera svo dugleg og leggja málefnunum lið. Dugleg, eins og öll hin! Hvað hefur Covid kennt okkur? En hefur heimsfaraldurinn mögulega hjálpað okkur lítillega þarna? Höfum við ef til vill lært að takmarka okkur á tímum takmarkana? Getur verið að kröfurnar hafi verið óeðlilegar og óraunhæfar fyrir? Það hefur fátt mátt upp á síðkastið, sem er í sjálfu sér ekki skemmtilegt. Það er þó stundum ágætt að gera tilraunir í lífinu og skoða hlutina frá öðru sjónarhorni, sem COVID hefur sannarlega fengið okkur öll til að gera. Ég geri mér grein fyrir að aðstæður eru gjörólíkar manna á milli, þessi dæmi eru mikil einföldun og ekki í samræmi við upplifanir allra. Mörg okkar þurfa að vinna fleiri en eina vinnu, önnur hafa misst vinnuna og þurfa að lifa allt öðru lífi en ég lýsi hér að ofan. Þrátt fyrir það tel ég mörg okkar kannist við þessa líðan og tilfinningu um að vera bara ekki alveg nógu dugleg, klár, falleg, mjó og með allt á hreinu! Sennilega þurfum við einna helst að vera duglegri við að vera ekki svona dugleg og sættast við að það sé í lagi. Hitt er ómögulegt til lengdar. Lærum af fordæmalausum tímum Ég segi: vöndum okkur þegar hjarðónæmi er náð og hugsum um hvernig við sjálf viljum hafa þetta. Veltum fyrir okkur kröfunum með gagnrýnni augum. Má eitthvað bíða betri tíma? Getum við forgangsraðað með einhverjum hætti? Verður meiri tími þegar börnin eru orðin aðeins eldri? Má þeim stundum leiðast? Hvað gerist ef við missum af fjölskylduboði eða vinahittingi stöku sinnum? Getum við varið minni tíma á samfélagsmiðlum? Er mögulegt að vinna vinnuna bara í vinnunni? Má stundum bara slaka á og hvíla sig án samviskubits? Má skoða kröfurnar í lífinu án stöðugrar sjálfsgagnrýni? Erum við kannski bara alveg nóg? Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál, tveggja barna móðir og eiginkona sem syngur með stórsveit, situr í nefnd, spilar gigg og langar að byrja aftur í skátunum en hefur notið þess upp á síðkastið að slaka meira á og njóta lífsins með kallinum og börnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Kröfurnar herja á okkur úr öllum áttum og fyrir mörg okkar er vinnudagurinn sannarlega ekki búinn þegar við stimplum okkur út. Mögulega þarf að klára einhverja vinnu heima, svara nokkrum póstum á milli baða hjá börnunum og aðeins ná upp lestrinum á fréttamiðlunum. Svo þarf að hlusta á hlaðvarpið sem vinnufélaginn mælti með. Þá tekur við fundur hjá einhverju félagasamtakanna, nefndarfundir ýmis konar, foreldrafélagið og bekkjarkvöld. Svo þarf hugsanlega að sinna veikum ættingja, já og klára háskólanámið eða bæta við sig diplómu í fjarnámi með vinnu, að ógleymdri ræktinni og vinahittingum ýmis konar, svo dæmi séu tekin. Þá á jafnframt eftir að finna tíma fyrir gæðastundir með börnunum sem mögulega flækjast með í allt hitt, jafn þreytt og úrill eftir daginn og við sjálf. Sum þeirra þurfa að vísu að skjótast í tómstundirnar á meðan mamma eða pabbi hlaupa í æðibunugangi um ganga matvöruverslana. Þá er það kvöldmaturinn sem á að innihalda staðgóða næringu og mæta þörfum allra í fjölskyldunni. Já og að ógleymdum makanum; það þarf jú að rækta sambandið og viðhalda nándinni. Svo koma upp hlutir sem við getum ekki stjórnað svo sem verkföll, veikindi og heimsfaraldur. Covid ofan á kröfurnar sem fyrir voru Líf okkar flestra var alveg nógu streituvaldandi fyrir — og ekki bætir úr skák að ofan á kröfurnar og verkefnin bætist við heill heimsfaraldur. Faraldurinn hefur sannarlega krafist mikils sveigjanleika af okkur og flækt allt sem talið er upp hér að ofan. Sumir þessara þátta hafa færst á rafrænt form, sem kallar á annars konar álag þar sem heimilið er í senn griðastaður fjölskyldunnar og fundarrými. Þá hefur það einnig skapað álag að þurfa að fylgjast með hvað fellur niður þennan daginn og hvort við sjálf og börnin eigum að mæta í okkar hefðbundnu dagskrá í raun- eða fjarheimum. Þetta allt eru streituvaldar, sér í lagi ef þeir koma í belg og biðu og sjaldan eða aldrei er ráðrúm til að staldra við. Okkur líður líka gjarnan eins og lítið verði við kröfurnar ráðið — við reynum bara að standast þær — jafnvel þjökuð af samviskubiti. Hvað veldur því að sum okkar virðumst taka allt að okkur, þrátt fyrir að ganga á okkur og mögulega ekki finnast við geta sinnt neinu á þann háttinn sem við hefðum helst kosið? Verum bara nógu fjandi dugleg! Mér hefur sjálfsmatið verið hugleikið upp á síðkastið, sér í lagi í samhengi við kröfurnar og streituna í samfélaginu. Sjálfsmatið er í stuttu máli skoðun okkar á okkur sjálfum og það mótast einkum á barndóms- og unglingsárum. Lágt sjálfsmat mótast af ýmis konar neikvæðri reynslu, svo sem áföllum, einelti og erfiðum samböndum við fólk og af þeim skilaboðum sem við fáum frá umhverfi okkar. Við bætist túlkun okkar sjálfra á eigin frammistöðu. Ein leið til að hafa taumhald á neikvæðum hugsunum um okkur sjálf er að vera bara nógu fjandi dugleg — jafn dugleg og það fólk sem við berum okkur saman við. Þetta gerum við oft á tíðum ómeðvitað, án þess að hafa forsendur til að meta raunverulegar aðstæður annarra, oft aðeins fyrir áhrif frá samfélagsmiðlum. Þetta gerum við líka í vinnunni. Sama tilfinning kemur upp þegar við erum beðin um að sitja í foreldraráði, vera virk í starfi félagasamtaka, raða upp stólum fyrir þorrablótið og við hinar ýmsu aðstæður. Við eigum jú að vera svo dugleg og leggja málefnunum lið. Dugleg, eins og öll hin! Hvað hefur Covid kennt okkur? En hefur heimsfaraldurinn mögulega hjálpað okkur lítillega þarna? Höfum við ef til vill lært að takmarka okkur á tímum takmarkana? Getur verið að kröfurnar hafi verið óeðlilegar og óraunhæfar fyrir? Það hefur fátt mátt upp á síðkastið, sem er í sjálfu sér ekki skemmtilegt. Það er þó stundum ágætt að gera tilraunir í lífinu og skoða hlutina frá öðru sjónarhorni, sem COVID hefur sannarlega fengið okkur öll til að gera. Ég geri mér grein fyrir að aðstæður eru gjörólíkar manna á milli, þessi dæmi eru mikil einföldun og ekki í samræmi við upplifanir allra. Mörg okkar þurfa að vinna fleiri en eina vinnu, önnur hafa misst vinnuna og þurfa að lifa allt öðru lífi en ég lýsi hér að ofan. Þrátt fyrir það tel ég mörg okkar kannist við þessa líðan og tilfinningu um að vera bara ekki alveg nógu dugleg, klár, falleg, mjó og með allt á hreinu! Sennilega þurfum við einna helst að vera duglegri við að vera ekki svona dugleg og sættast við að það sé í lagi. Hitt er ómögulegt til lengdar. Lærum af fordæmalausum tímum Ég segi: vöndum okkur þegar hjarðónæmi er náð og hugsum um hvernig við sjálf viljum hafa þetta. Veltum fyrir okkur kröfunum með gagnrýnni augum. Má eitthvað bíða betri tíma? Getum við forgangsraðað með einhverjum hætti? Verður meiri tími þegar börnin eru orðin aðeins eldri? Má þeim stundum leiðast? Hvað gerist ef við missum af fjölskylduboði eða vinahittingi stöku sinnum? Getum við varið minni tíma á samfélagsmiðlum? Er mögulegt að vinna vinnuna bara í vinnunni? Má stundum bara slaka á og hvíla sig án samviskubits? Má skoða kröfurnar í lífinu án stöðugrar sjálfsgagnrýni? Erum við kannski bara alveg nóg? Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál, tveggja barna móðir og eiginkona sem syngur með stórsveit, situr í nefnd, spilar gigg og langar að byrja aftur í skátunum en hefur notið þess upp á síðkastið að slaka meira á og njóta lífsins með kallinum og börnunum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun