Ráðherrar duglegir að kaupa auglýsingar af Zuckerberg Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 11:10 Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Þau voru duglegust frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í að kaupa sér auglýsingar á Facebook. vísir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra keypti auglýsingar fyrir tæpar 800 þúsund krónur á Facebook vegna prófkjörsbaráttunnar. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lögðu misjafnlega mikið í kaup á auglýsingum af Mark Zuckerberg og þeim hjá Facebook. Þetta má sjá ef litið er til skýrslu auglýsingasafns Facebook. Þau sem voru í slag um leiðtogasætið, ráðherrarnir Guðlaugur Þór og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, voru fremst í flokki í að velta fé til hinnar alþjóðlegu samfélagsmiðlaveitu. Ef miðað er við leitarskilyrði á tímabilinu 10. mars 2021 til 7. júní 2021 kemur í ljós að Guðlaugur Þór keypti auglýsingar fyrir 792 þúsund krónur meðan Áslaug Arna pungaði út 573 þúsund krónum. Sem segir ekki alla söguna, því til þess var tekið að það vakti athygli hversu áberandi Áslaug Arna var á öðrum samfélagsmiðlum svo sem Instagram og Twitter. Upplýsingar þar um liggja ekki fyrir. Hér má sjá hversu miklu fé þeir vörðu í auglýsingakaup á Facebook. Athygli vekur að Facebookstjarnan Brynjar Níelsson gaukaði ekki svo miklu sem þúsund krónum til Zuckerbergs.skjáskot Þá vekur athygli að sjálf Facebookstjarnan Brynjar Níelsson þingmaður kemur ekki í leitirnar á þessari skýrslu auglýsingasafns né heldur Birgir Ármannsson þingmaður. Aðrir frambjóðendur drógu hins vegar upp veskið og keyptu auglýsingar af Zuckerberg. Friðjón R. Friðjónsson almannatengill er í þriðja sæti með 396 krónur en aðrir minna. Sigríður Á. Andersen keypti auglýsingar fyrir liðlega hundrað þúsund krónur á Facebook sem og þau Diljá Mist Einarsdóttir, Kjartan Magnússon og Hildur Sverrisdóttir. Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna af erlendum samfélagsmiðlaveitum hafa verið gagnrýnd af formanni Blaðamannafélags Íslands, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, á þeim forsendum að veiturnar grafi beinlínis undan rekstrargrundvelli fjölmiðla á Íslandi. Og þannig megi draga í efa hvort stjórnmálaflokkarnir, sem hafa seilst ákaft í ríkissjóð eftir fjármagni til reksturs flokkanna, sýni með því samfélagslega ábyrgð. Hér neðar getur að líta yfirlit yfir fleiri frambjóðendur og auglýsingakaup þeirra: Það er svo eigi síðar en 5. september sem þau eiga að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar um kostnað við prófkjörið. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsleg ábyrgð Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26 Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42 Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lögðu misjafnlega mikið í kaup á auglýsingum af Mark Zuckerberg og þeim hjá Facebook. Þetta má sjá ef litið er til skýrslu auglýsingasafns Facebook. Þau sem voru í slag um leiðtogasætið, ráðherrarnir Guðlaugur Þór og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, voru fremst í flokki í að velta fé til hinnar alþjóðlegu samfélagsmiðlaveitu. Ef miðað er við leitarskilyrði á tímabilinu 10. mars 2021 til 7. júní 2021 kemur í ljós að Guðlaugur Þór keypti auglýsingar fyrir 792 þúsund krónur meðan Áslaug Arna pungaði út 573 þúsund krónum. Sem segir ekki alla söguna, því til þess var tekið að það vakti athygli hversu áberandi Áslaug Arna var á öðrum samfélagsmiðlum svo sem Instagram og Twitter. Upplýsingar þar um liggja ekki fyrir. Hér má sjá hversu miklu fé þeir vörðu í auglýsingakaup á Facebook. Athygli vekur að Facebookstjarnan Brynjar Níelsson gaukaði ekki svo miklu sem þúsund krónum til Zuckerbergs.skjáskot Þá vekur athygli að sjálf Facebookstjarnan Brynjar Níelsson þingmaður kemur ekki í leitirnar á þessari skýrslu auglýsingasafns né heldur Birgir Ármannsson þingmaður. Aðrir frambjóðendur drógu hins vegar upp veskið og keyptu auglýsingar af Zuckerberg. Friðjón R. Friðjónsson almannatengill er í þriðja sæti með 396 krónur en aðrir minna. Sigríður Á. Andersen keypti auglýsingar fyrir liðlega hundrað þúsund krónur á Facebook sem og þau Diljá Mist Einarsdóttir, Kjartan Magnússon og Hildur Sverrisdóttir. Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna af erlendum samfélagsmiðlaveitum hafa verið gagnrýnd af formanni Blaðamannafélags Íslands, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, á þeim forsendum að veiturnar grafi beinlínis undan rekstrargrundvelli fjölmiðla á Íslandi. Og þannig megi draga í efa hvort stjórnmálaflokkarnir, sem hafa seilst ákaft í ríkissjóð eftir fjármagni til reksturs flokkanna, sýni með því samfélagslega ábyrgð. Hér neðar getur að líta yfirlit yfir fleiri frambjóðendur og auglýsingakaup þeirra: Það er svo eigi síðar en 5. september sem þau eiga að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar um kostnað við prófkjörið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsleg ábyrgð Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26 Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42 Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26
Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42
Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28