Sektað um milljón evra fyrir að njósna um starfsfólk Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2021 09:35 Sannanir um athæfið komu fyrst fram árið 2012. Getty Dómstóll í Frakklandi hefur gert IKEA þar í landi að greiða eina milljón evra í sekt, um 150 milljónir króna, fyrir að hafa njósnað um starfsfólk á um tuttugu ára tímabili. Fyrrverandi forstjóri IKEA í Frakklandi, Jean-Louis Baillot, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, auk greiðslu 50 þúsund evra í miskabætur. Í dómi kemur meðal annars fram að forsvarsmenn IKEA í Frakklandi hafi ráðið einkaspæjara og lögreglumenn til að safna saman persónulegum upplýsingum um starfsfólk fyrirtækisins. Sannanir um athæfið komu fyrst fram árið 2012. Eftir að upp komst um málið voru fjórir framkvæmdastjórar reknir frá fyrirtækinu og ráðist í gerð nýrra siðareglna fyrir fyrirtækið. Sigldu undir fölsku flaggi Réttarhöld hófust í málinu í mars, en alls voru fimmtán manns á sakabekk í morgun, þeirra á meðal æðstu stjórnendur IKEA í Frakklandi og fyrrverandi framkvæmdastjórar einstakra verslana. Þar að auki var réttað yfir fjórum lögreglumönnum fyrir að hafa lekið trúnaðarupplýsingum til stjórnenda IKEA. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að stjórnendur IKEA hafi meðal annars fylgst með bankareikningum starfsfólks og notast við starfsmenn sem sigldu undir fölsku flaggi til að safna upplýsingum um aðra starfsmenn. Frakkland IKEA Tengdar fréttir Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið. 22. mars 2021 14:16 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri IKEA í Frakklandi, Jean-Louis Baillot, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, auk greiðslu 50 þúsund evra í miskabætur. Í dómi kemur meðal annars fram að forsvarsmenn IKEA í Frakklandi hafi ráðið einkaspæjara og lögreglumenn til að safna saman persónulegum upplýsingum um starfsfólk fyrirtækisins. Sannanir um athæfið komu fyrst fram árið 2012. Eftir að upp komst um málið voru fjórir framkvæmdastjórar reknir frá fyrirtækinu og ráðist í gerð nýrra siðareglna fyrir fyrirtækið. Sigldu undir fölsku flaggi Réttarhöld hófust í málinu í mars, en alls voru fimmtán manns á sakabekk í morgun, þeirra á meðal æðstu stjórnendur IKEA í Frakklandi og fyrrverandi framkvæmdastjórar einstakra verslana. Þar að auki var réttað yfir fjórum lögreglumönnum fyrir að hafa lekið trúnaðarupplýsingum til stjórnenda IKEA. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að stjórnendur IKEA hafi meðal annars fylgst með bankareikningum starfsfólks og notast við starfsmenn sem sigldu undir fölsku flaggi til að safna upplýsingum um aðra starfsmenn.
Frakkland IKEA Tengdar fréttir Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið. 22. mars 2021 14:16 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið. 22. mars 2021 14:16