Handbolti

Tólfhundruð mega sjá meistara krýnda á Ásvöllum

Sindri Sverrisson skrifar
Geir Guðmundsson með skot að marki Hauka en Einar Þorsteinn Ólafsson er til varnar. Ætla má að um 1.000 manns hafi mætt á fyrri leik Vals og Hauka en að hámarki 1.200 manns geta mætt á seinni leikinn.
Geir Guðmundsson með skot að marki Hauka en Einar Þorsteinn Ólafsson er til varnar. Ætla má að um 1.000 manns hafi mætt á fyrri leik Vals og Hauka en að hámarki 1.200 manns geta mætt á seinni leikinn. vísir/hulda margrét

Mikil spenna ríkir fyrir seinni leik Hauka og Vals í úrslitunum um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir þriggja marka sigur Vals á Hlíðarenda í gærkvöld, 32-29.

Haukar hafa nú auglýst hvernig miðasölu verður háttað fyrir lokaleik og hápunkt tímabilsins, sem er á föstudagskvöld.

Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, staðfesti það við íþróttadeild Vísis að Haukar muni geta tekið á móti 1.200 áhorfendum. Það þýðir að fjögur sóttvarnahólf verða mynduð á leiknum og verða inngangar í þau hólf aðskildir.

Miðasala á leikinn hefst í dag í appinu Stubbur en hægt verður að kaupa miða á Ásvöllum á milli kl. 13 og 16 á föstudag. Fyrir þau sem ekki komast á leikinn þá verður hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Haukar þurfa að lágmarki þriggja marka sigur til að verða Íslandsmeistarar. Ef Valsmenn tapa með þremur mörkum en skora að lágmarki 30 mörk þá verða þeir Íslandsmeistarar á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 

Ef Haukar vinna 32-29 á föstudaginn, sem sagt með nákvæmlega sömu tölum og Valur vann í gær, mun baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verða útkljáð í vítakeppni.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir

Valur er með dýrara lið heldur en Haukar

Valur tók frumkvæðið í fyrri viðureign gegn Haukum í úrslita einvíginu. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Vals 32-29. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var allt annað en sáttur með dómgæsluna í leiknum en gaf þó lítið fyrir það eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×